Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 13
að útsetningum. Þar byrjar raun- verulega ballið eins og það stendur yfir í dag. Svo myndi ég segja að Gay Pride-búningarnir skori líka hátt hjá mér af því að þótt ég viti alveg að ég hef tekið upp popplög sem verða örugglega spiluð löngu eftir minn dag, þá er ég einna stolt- astur af framlagi mínu til rétt- indabaráttu hinseginfólks á Íslandi. Það stendur upp úr og vegur þyngra.“ Þar hefur Páll Óskar rutt braut- ina og verið með alveg frá upphafi, enda segir hann réttindabaráttuna hafa spilað saman við tónlistarfer- ilinn. Það birtist m.a. í draginu sem hann segir glamúrinn og glimmerið vera, þótt ekki sé um kjóla að ræða. „Það er nákvæmlega sama vinnan sem fer í þetta. Ég er stundum þrjá klukkutíma að breyta mér í Pál Óskar og við Kókó Vikt- orsson, sem er klæðskeri minn, kynntumst á dragsenunni í gamla daga á Moulin Rouge.“ Hvaða mynd finnst þér þessi sýningin gefa af þér? Páll Óskar er hugsi og við höfum litið á plötusafnið hans á stafrænu formi og spjallað við Björn um framsetningu og innihald sýning- arinnar þegar svarið kemur: „Það sem ég les úr þessu er að það besta á eftir að koma. Það er besta til- finningin. Ég á eftir að gera meist- araverkið, bíddu bara. Það er á leiðinni.“ Páll Óskar er mikill safnari,sem kemur sér vel þegarsett er upp sýning á borð við þessa, en með dýrmætustu heimild- unum um persónuna Pál Óskar eru án efa hreyfimyndirnar sem teknar voru á heimili hans í æsku. Þær sýna að Páll Óskar varð snemma mikill listamaður og performer, þótt fleiri hafi veðjað á að hann yrði dansari eða fatahönnuður. Björn G. Björnsson leikmynda- hönnuður hefur haft veg og vanda af sýningunni. Hann er ekki ókunn- ur Hljómahöllinni, kom að hönnun aðalsýningar safnsins og í stórum glerskápum má líta brot úr þremur sýningum sem hann hefur hannað og sett upp í Reykjanesbæ. Að auki hannaði hann sýninguna Gestastofa Reykjanesjarðvangs, sem einnig er opnuð um helgina í Duus-safnahúsum. Ekki þarf að tala við Björn lengi til að finna að hann er fullur af eld- móði og að hér er hann á heima- velli. „Já, mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þetta er alveg dag- urinn. Hér sameinast leik- myndafagið og áhugi minn á sögu.“ Eftir að Páll Óskar gengur inn á safnið til að hafa puttana í sýning- unni svíf ég á hann eins og sannur aðdáandi og spyr um hans uppá- haldstímabil, hvort hann eigi slíkt? „Nei, ekki beint en það er ákveð- ið tímabil sem skiptir mig máli eins og Franks N Furters því þar byrj- aði síminn að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Þar byrja lætin sem standa yfir enn þann dag í dag. En barnavinnan var bara allt annars eðlis. Þar hafði ég ósköp lítið um málið að segja. Þegar þú ert barn er þér bara ýtt inn í stúdíó og ég söng bara það sem var lagt á borð fyrir mig. En stuðplatan 1993 er fyrsta platan þar sem ég mæti í stúdíóið með ákveðnar hugmyndir og jafnvel lög, texta og hugmyndir REYKJANESBÆR „Það besta á eftir að koma“ Páll Óskar og Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður ánægðir með verkið. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir EINKASAFN POPPSTJÖRNUNNAR PÁLS ÓSKARS HJÁLMTÝSSONAR KEMUR FYRIR SJÓNIR ALMENNINGS Á FYRSTU EINKASÝN- INGU ROKKSAFNS ÍSLANDS Í HLJÓMAHÖLLINNI. SÝNINGIN VERÐUR OPNUÐ Á SUNNUDAG, Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sýningin gefur fyrst og fremst þá mynd af Páli Óskari að hann hefur komið víða við á tónlistarferlinum, að hann hefur verið mjög fjölhæfur frá barnæsku og sér verðmæti í öllu. Það eru e.t.v. ekki margir sem vita að Páll Óskar teikn- aði mikið, heilu bækurnar og plötuumslögin, að fyrsti tón- listarmaðurinn sem hafði samband við hann til að syngja inn á plötu var Gylfi Ægisson og tíu ára hafði hann sungið inn á sjö safnplötur. Björn G. Björnsson hefur undanfarna mánuði sett sig inn í líf Páls Óskars. Hvað seg- ir hann um þá persónu sem Páll Óskar hefur að geyma og kemur ekki síst í ljós hér? „Hann er bara algjörlega frábær, rosalega nákvæmur, mikill atvinnumaður, viljugur og áhugasamur. Hann er sjálf- ur mikið inni í þessari sýningu og kemur til að taka þátt í uppsetningunni. Það er margt sem kemur á óvart hér, ekki síst hversu mikla söfnunar- áráttu hann er með, sem er frábært. Ég hugsa að það séu ekki margir sem eiga svona mikið um sig og sinn feril.“ Gamlar teikningar Páls Óskars. „Algjörlega frábær“ Opnuð hefur verið vefsíða á íslensku og frönsku um lækninn og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot sem lést þegar leiðangursskipið Pourquoi-pas? fórst út af Mýrum 1936. Slóðin er http://charcot.is/ Vefsíða um Charcot Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar byssur og persónulega muni frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni, sem báðir eru látnir. Sýningin er unnin í samvinnu ættingja og barna þessara veiðimanna. Byssur og persónulegir munir www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Sýningunni um Pál hefur Björn G. Björnsson skipt upp í 14 tímabil í lífi listamannsins, sem fagnar 45 ára afmæli um helgina. Aðdragandinn að sýningunni er sá að þegar Rokksafn Íslands var stofnað í fyrra gaf Páll Óskar safninu alla búninga sína, hátt í 50. Um helmingur þeirra er nú til sýnis, og ekki nema brot af þeim minningum og minjum sem Páll Óskar geymdi í kössum og ferðatöskum og flutt voru yfir í safnið í nokkrum bílferðum. „Páll Óskar er safnari, geymir allt; hann á allt frá því að hann var lítið barn,“ sagði Björn. Og í barnæskunni hefst sýningin: „Það er til óhemjumikill efnivið- ur til að vinna úr og þá var bara að spyrja sig að því fyrst: hvernig ætlum við að vinna með þetta?“ Hverju tímabili eru gerð skil með ljósmyndum, munum og hreyfimyndum á litlum skjá. Að auki eru gamlir sjónvarpsþættir í Félagsbíói, upptökur af öllum lögum sem Páll hefur sungið, úr- val fjölmiðlaefnis sem hann hefur stjórnað og valin lög sem ýmist er hægt að hljóðblanda eða syngja í karaoke. Þetta er ekki sýning sem hlaupið verður yfir á hundavaði, rétt með því að berja búningana augum og renna yfir textann, sem Jónatan Garðars- son aðstoðaði við. Hreyfi- myndabrotin eru konfekt og mynda öll brotin 14 eina heild, heimildarmynd. Það er ljóst að hér á bak við er mikil vinna og hafa margar hendur lagst á eitt við að gera þessa lagskiptu sýn- ingu að veruleika. FJÖLBREYTNI Sýning í mörgum lögum Kristín Ósk Wium, starfsmaður Hljómahallar, og Björn G. klæða Frank N Furter-gínu í nærbuxur og sokkabönd. Páll lék Furter í Rocky Horror 1991 í MH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.