Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 U pphafsorð blaða- viðtala eru oft nýtt í það að draga upp mynd af aðstæðum, lesa í fas viðmæl- anda eða lýsa andrúmslofti í viðtali. Að þessu sinni verður eitthvað lítið um hástemmdar lýsingar, því blaða- maður og tónlistarkonana Greta Salóme Stefánsdóttir mæltu sér mót á netinu! Aðstæðurnar eru því heldur hversdagslegar … blaðamaður situr við tölvu líkt og svo oft áður. Spjall- forritið á samskiptasíðunni Face- book er opið og Greta Salóme byrj- ar á að senda broskarl :) engin leiðindi framundan, svo mikið er víst. Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er 28 ára en ferill hennar spannar nú þegar áhuga- verða blöndu af klassík og poppi. Hún hefur spilað með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og tekið þátt í klassískum flutningi t.d. með ungum einleikurum á Norðurlöndum. Hún samdi og flutti lagið Mundu eftir mér sem valið var sem framlag Ís- lands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bakú í Aser- baídsjan 2012 og gaf út sína fyrstu sólóplötu sama ár. Undanfarið hefur hún verið á samningi hjá Disney og haldið tónleika á skipi þeirra, Disn- ey Dream. Greta Salóme hefur nú gert nýjan samning við Disney-samsteypuna sem felur í sér enn frekari ævintýri um heimshöfin. Nú vill Disney frá meira frumsamið efni frá Gretu Sal- óme. „Disney hefur boðið mér svokall- aðan „headliner“-samning á skipinu Disney Magic, sem siglir frá Am- eríku og um Evrópu. Ég verð með tónleikasýningu í Walt Disney Theater um borð þar sem ég flyt mitt eigið efni og svo annað efni í mínum útsetningum. Ég er að vinna með leikstjórum frá Disney, bún- ingahönnuðum, grafískum hönnuð- um og dönsurum. Þetta er klukku- tíma sýning þar sem öllu er til skartað þegar kemur að ljósum, dansi, grafík og fleiru,“ segir Greta Salóme. Tilboðið kom á óvart Umfang sýningarinnar er talsvert enda er Walt Disney Theater stærsta leikhúsið í skipinu (já þau eru fleiri en eitt og fleiri en tvö!). Í teyminu sem kemur að undirbún- ingi sýningarinnar eru um tíu manns, fólk sem gerir ekkert annað en að vinna að sýningu Gretu Sal- óme. Við þann hóp bætist svo fjöldi tæknimanna þegar sýningin hefst auk þriggja dansara sem standa með henni á sviðinu. „Það er mikill heiður að vera boð- ið þetta, sérstaklega þar sem Disn- ey Magic-skipið býður upp á vinsæl- ustu siglingar Disney og þeir leggja mjög mikið í að öll skemmtun sé fyrsta flokks. Það kom mér þess vegna mikið á óvart þegar ég fékk tilboðið. Þeir gáfu mér mjög mikið listrænt frelsi líka og ég er að vinna með leikstjóra sem heitir Tom Vazz- ana og er sýningarstjóri hjá Walt Disney World Creative Entertain- ment. Hann hefur yfirumsjón með tón- leikunum og leikstýrir þeim en ég kem að leikstjórninni líka og hef gert frá upphafi. Þeir leggja mjög mikið púður í tónleikana og láta mig meðal annars fljúga í lok tónleik- anna á meðan ég syng og spila og varpa norðurljósunum á kjólinn minn á meðan. Margt svona skemmtilegt sem þeir geta gert hérna,“ segir Greta Salóme um sýn- inguna. Norðurljósaþemað er að sjálf- sögðu vísun í uppruna Gretu sjálfr- ar, en flestir sem taka þátt í sýning- unni eru Bandaríkjamenn. Nýtt lag kemur út í mars „En það sem er skemmtilegast við þetta var að þau báðu mig að semja sérstaklega fyrir tónleikana sem ég er búin að gera og er að vinna með Daða Birgissyni og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni að því,“ segir Greta Salóme. Aðstaðan á skipinu er öll fyrsta flokks og tónlistarkonan hefur að eigin sögn nægt svigrúm til tón- smíða og góða aðstöðu, meðal ann- ars sérstakt æfingaherbergi með flygli. Auk vinnunnar fyrir Disney hefur Greta Salóme unnið að eigin tón- smíðum og í mars kemur út nýtt lag eftir hana sem heitir Í dag og er unnið af Daga Birgissyni. „Lagið er af nýrri plötu sem ég er að vinna í núna. Það kveður við nýjan tón hjá mér í þessu lagi sem kannski má kalla smá „indie“. Ég hef reyndar verið heppin með það að fá að vinna við margar tegundir tónlistar og tónlistarflutnings. Ég hef aldrei litið á mig sem ein- ungis hljóðfæraleikara eða einungis söngkonu eða einungis lagahöfund eða tónskáld. Ég lít á mig sem tón- listarkonu. Menntun mín og bak- grunnur hefur gert mér kleift að starfa við klassískan tónlistarflutn- ing á hljóðfærið mitt en hún hefur líka gert mér kleift að hugsa út fyr- ir kassann og semja mína eigin tón- list og flytja hana. Þetta er allt samtengt einhvern veginn. Laga- smíðarnar mínar eru samt í aðal- hlutverki núna en inn í þær fléttast auðvitað að einhverju leyti bak- grunnur minn.“ Disney vill þig – hvenær kemstu? En hvernig kom það til að þú byrj- aðir að vinna fyrir Disney? „Það var þannig að ég vann mikið í því að koma efninu mínu á amer- ískar umboðsskrifstofur í fyrra. Í kjölfarið á því var efnið mitt sent í rauninni fyrir hálfgerða tilviljun til Disney og þar lenti það í réttum höndum fyrir ennþá meiri tilviljun. Þegar ég fékk email frá umboðs- skrifstofunni minni stóð bara: „Þeir hjá Disney eru mjög hrifnir af efn- inu þínu og vilja fá þig til að koma fram á Disney Dream-skipinu þeirra, hvenær kemstu?“ Ég gerði svo átta vikna samning við þá síð- asta sumar og vann vel með þeim í að þróa tónleikana mína um borð í Disney Dream. Þeir framlengdu svo samninginn minn og ég endaði á að vera hjá þeim í tæpa fimm mánuði. Sá tími var frábær og við náðum að koma tónleikunum á þann stað sem við vildum. Í hverri viku erum við með 8.000 farþega – sem er eins og nokkrar Eldborgir til að setja það í samhengi,“ segir Greta Salóme. Þar á hún að sjálfsögðu við Eldborgar- salinn í Hörpu sem fullnýttur tekur við um 1.800 manns í sæti. Með Disney-sýningunum má því segja að Greta Salóme fylli fjórar Eldborgir vikulega og gott betur. Greta Salóme er stödd um borð í Disney Dream-skipinu á Bahama- eyjum þegar viðtalið er tekið og vinnur að því að undirbúa tón- leikana á Disney Magic-skipinu. „Það skiptir mjög miklu máli að standa sig á hverjum tónleikum. Við fengum svo jákvæð viðbrögð við tónleikunum á Disney Dream að áð- ur en ég fór heim eftir fyrsta samn- inginn minn buðu þeir mér „head- liner“-samninginn. Ég er búin að vera úti núna á Disney Dream síðan um miðjan janúar að undirbúa mig og kem heim 20. mars í 10 daga og fer svo út 1. apríl þar sem æfingar byrja. Ég flýg til Grand Cayman þar sem skipið tekur mig um borð,“ segir Greta Salóme. Gott rými til að semja um borð Eins og nærri má geta eru dagar tónlistarkonu á siglingu ekki eins og hverjir aðrir. „Daglegt líf á Disney-skipi hjá mér er yfirleitt þannig að ég nýti dagana í að vinna í stúdíóinu. Við borðum svo á veitingastöðunum í skipinu sem eru mjög margir þann- ig að það er alltaf um nóg að velja. Svo reyni ég nú að halda mér í formi og æfi um borð. Á kvöldin er ég svo annaðhvort með tónleikana mína, stuttar „framkomur“ eða að árita plöturnar mínar. Svo eftir Óhrædd við að stökkva á tækifærin TÓNLISTARKONAN GRETA SALÓME HEFUR GERT NÝJAN SAMNING UM STÓRSÝNINGU MEÐ EIGIN TÓNLIST Á SKIPI HJÁ DISNEY. HÚN HEFUR UNDANFARNA MÁNUÐI SIGLT UM HÖFIN BLÁ OG LEIKIÐ EIGIN TÓNLIST OG TÓNLIST ÚR DISNEY-MYNDUM EN MEÐ NÝJA SAMNINGNUM UM AÐ VERÐA SVOKALLAÐUR „HEADLINER“ Í TÓNLISTARFLUTN- INGI UM BORÐ VERÐUR SÝNINGIN EFTIR HENNAR HÖFÐI OG MEIRA AÐ SEGJA NORÐURLJÓSIN KOMA VIÐ SÖGU. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.