Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 15
vinnudaginn er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá okkur sem vinnum um borð og þar sem við siglum frá Flórída til Bahama- eyja kíki ég nú oft á ströndina líka.“ En hefði hún getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að hún yrði aðalstjarnan í stórsýningu um borð í Disney-skemmtiferðaskipi? „Ég hefði kannski ekki alveg ímyndað mér að ég væri að gera nákvæmlega þetta, en ég hef aldrei verið hrædd við að stökkva á tæki- færin þegar þau gefast og þess vegna hefur líf mitt oft tekið óvænta stefnu. Þetta hefur kennt mér samt betur en margt annað að maður á aldrei að hætta að trúa á draumana sína og fylgja eftir því sem maður trúir á, alveg þangað til það tekst. En þetta hefur verið algjört ævintýri jú og þeir hafa tekið þetta svo miklu lengra en ég þorði að vona í byrjun og svo margt sem ennþá getur komið í kjölfarið. Það sem hefur verið frábært líka er að ég hef svo gott rými og tíma til að semja um borð í skipinu. Ég er með stúdíó og flygil þannig að ég hef getað nýtt tímann hérna mjög vel í að semja fyrir plötuna mína.“ Greta Salóme undirbýr nú sýningu þar sem hún flytur eigin tónlist um borð í einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney. Hún segist alltaf hafa ver- ið óhrædd við að stökkva á ný tækifæri. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Ég hef aldrei litið á mig sem einungishljóðfæraleikara eða einungis söng-konu eða einungis lagahöfund eða tón- skáld. Ég lít á mig sem tónlistarkonu. Menntun mín og bakgrunnur hefur gert mér kleift að starfa við klassískan tónlist- arflutning á hljóðfærið mitt en hún hefur líka gert mér kleift að hugsa út fyrir kass- ann og semja mína eigin tónlist og flytja hana. Þetta er allt samtengt einhvern veg- inn. Lagasmíðarnar mínar eru samt í aðal- hlutverki núna en inn í þær fléttast auðvit- að að einhverju leyti bakgrunnur minn. 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skipið sem Greta Sal- ome hefur siglt með síðustu mánuði heitir Disney Dream en nýja sýningin hennar verður á öðru skipi sem heitir Disney Magic. Það skip tekur 2.700 farþega en í áhöfn eru alls um 950 manns. Skipið er á ellefu hæð- um og um borð er allt til alls. Nokkrar sund- laugar, líkamsrækt- arsalir, leikhús, tónleika- staðir, veitingahús og fleira og fleira. Disney fígúrur sjást á ferð og flugi og mikil áhersla er lögð á vönduð skemmtiatriði og lifandi tónlistarflutning til að skemmta gestum. Farþegarnir sem hafa notið tónlistar Gretu Salóme á Disney Dream eru iðnir við að deila aðdáun sinni á Facebook. Dómar áhorfenda eru allir á einn veg: Greta Salóme er frábærog gerir sigl- inguna eftirminnilega. Disney Magic er eitt af fjórum skemmtiferðaskipum Disney. Greta Sal- óme hefur góða aðstöðu til tónsmíða um borð. AFP GRETA SALÓME Á DISNEY MAGIC Siglir um höfin með þúsundum gesta Greta Salóme flytur eigin tónlist um borð í skipunum og sólóplatan hennar In the Silence rýkur jafnan út eftir tónleika. Nýja sýningin sem Greta Salóme undirbýr fyrir Disney Magic er stórt skref fram á við. Hún flytur tónlist sína fyrir þúsundir manna í viku hverri. Greta notar tímann þegar hún er ekki að flytja tónlist til að halda sér í formi. Strandlífið er ljúft á milli siglinga og tónleikahalds. Greta Salóme hóf fiðlunám fjögurra ára og þegar hún vann Söngvakeppnina 2012 var fiðlan að sjálfsögðu hluti af flutningnum. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.