Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 16
Ashraf er fæddur 15. mars 2011, sama dag og stríðið braust út. Hann fæddist í borginni Homs í Sýrlandi og neyddist til að flýja landið ásamt fjölskyldu sinni. Þau hafa hafst við í flóttamannabúðum í Líbanon síðan þá. Öll börn eiga rétt á menntun og að fá að rækta og þroska hæfileika sína. Öll börn eiga að hafa sömu tækifæri fyr- ir framtíðina, sama hvar í heiminum þau kunna að hafa fæðst. Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agnarsson og Freyja Björk Elvarsdóttir vilja styðja börn í Sýrlandi til betri framtíðar. Börn á Íslandi styðja réttindi barna til menntunar og betri framtíðar. Þessir duglegu krakkar, þau Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agn- arsson og Freyja Björk Elvarsdóttir eru öll fædd 15. mars árið 2011, sama dag og stríðið í Sýrlandi braust út. Þau komu á skrifstofu UNICEF og lýstu yfir stuðningi við börn í Sýrlandi sem nú eiga um sárt að binda. Frá því að átökin brutust út í Sýrlandi hafa fleiri en 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja stríðið og yfirgefa heimili sín. Þau eru ýmist á vergangi innan landsins eða hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. UNI- Börn styðja börn til betri framtíðar FLEIRI EN 7,5 MILLJÓNIR BARNA HAFA NEYÐST TIL AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN Í SÝRLANDI FRÁ ÞVÍ ÁTÖK HÓFUST ÞAR 15. MARS 2011. BÖRN FÆDD SAMA DAG OG STRÍÐIÐ BRAUST ÚT KOMU SAMAN Í HÖFUÐSTÖÐVUM UNICEF Á ÍSLANDI TIL AÐ STYÐJA BÖRN Í NEYÐ. CEF hefur staðfest að fleiri en 8.000 börn hafa farið fylgdarlaus yfir landamærin. Fleiri en 114.000 sýrlensk börn hafa fæðst sem flóttamenn og aldrei séð heima- land sitt. Menntun skiptir sköpum Frá upphafi átakanna hefur UNICEF veitt sýr- lenskum börnum neyðarhjálp á borð við hreint vatn, heilsugæslu og bólusetningar, hlý vetrarföt, sálrænan stuðning og menntun. Menntun skiptir sköpum í þeirri uppbyggingu sem framundan er í Sýrlandi. Ibrahim er 9 ára og situr hér einbeittur við námið í skóla sem komið hefur ver- ið upp í Domiz-flóttamannabúðunum í Írak. Ibrahim er í þriðja bekk og líkt og bekkjarsystkini hans flúði hann átökin í heimalandi sínu, Sýrlandi. Hann ætlar að verða læknir þegar hann verður stór. Waffa hefur varla mælt orð frá vörum síðan hún missti föður sinn þegar ráðist var á heimili fjölskyldunnar í Sýrlandi. Börn hafa orðið vitni að hræðilegum hlutum í stríðinu sem nú hefur geisað í fjögur ár. Sálræn aðstoð er stór hluti af því starfi sem UNICEF gegnir fyrir flóttabörn frá Sýrlandi. FJÖGUR ÁR LIÐIN FRÁ UPPHAFI ÁTAKANNA Í SÝRLANDI 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær: Borgarbókasafninu, Grófinni 1, kl. 15-17.Nánar: Haldin verður origami-smiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra í umsjón Jóns Víðis. Origami er japönsk pappírslist. Allt efni er á staðn- um en eina sem þarf meðferðis er góða skapið og smá þolinmæði. Föndurdagur á bókasafninu TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 www.thor.is 115.0 00,-EB-W28 Skjáv arpi Einfaldur og öflugur skjávarpi sem hentar við flestar aðstæður, hvort sem er í skólastofu, fundarherbergi, á ferðinni eða heima í stofu. Virkar vel í dagsbirtu (3000 lumens) og sýnir skarpa og bjarta mynd. Líftími peru er allt að 5000 klukkutímar miðað við hefðbundna notkun, en allt að 6000 klukktímar í sparnaðarham. • 1280 x 800, upplausn (16:10) og allt að 320" myndsvæði (280 cm). • Birtustig 3000 lumens, 10000:1 skerpa (contrast). • HDMI, VGA, S-Video, USB 2.0, Composite ofl. tengimöguleikar. • Mögulegt að gera þráðlausan (aukahlutur). • Þægileg taska fylgir. EPSON EB-W28 Nánari upplýsingar um EPSON skjávarpa, prentara og fleiru tengdu EPSON. UNICEF og Fatimusjóður standa nú fyrir neyðarsöfnun fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 (1.490 krónur) er hægt að út- vega sýrlensku barni pakka af námsgögnum og búa það undir betri framtíð. Neyðarsöfnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.