Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 16
Ashraf er fæddur 15. mars 2011, sama dag og stríðið braust út. Hann fæddist í borginni Homs í Sýrlandi og neyddist til að flýja landið ásamt fjölskyldu sinni. Þau hafa hafst við í flóttamannabúðum í Líbanon síðan þá. Öll börn eiga rétt á menntun og að fá að rækta og þroska hæfileika sína. Öll börn eiga að hafa sömu tækifæri fyr- ir framtíðina, sama hvar í heiminum þau kunna að hafa fæðst. Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agnarsson og Freyja Björk Elvarsdóttir vilja styðja börn í Sýrlandi til betri framtíðar. Börn á Íslandi styðja réttindi barna til menntunar og betri framtíðar. Þessir duglegu krakkar, þau Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agn- arsson og Freyja Björk Elvarsdóttir eru öll fædd 15. mars árið 2011, sama dag og stríðið í Sýrlandi braust út. Þau komu á skrifstofu UNICEF og lýstu yfir stuðningi við börn í Sýrlandi sem nú eiga um sárt að binda. Frá því að átökin brutust út í Sýrlandi hafa fleiri en 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja stríðið og yfirgefa heimili sín. Þau eru ýmist á vergangi innan landsins eða hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. UNI- Börn styðja börn til betri framtíðar FLEIRI EN 7,5 MILLJÓNIR BARNA HAFA NEYÐST TIL AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN Í SÝRLANDI FRÁ ÞVÍ ÁTÖK HÓFUST ÞAR 15. MARS 2011. BÖRN FÆDD SAMA DAG OG STRÍÐIÐ BRAUST ÚT KOMU SAMAN Í HÖFUÐSTÖÐVUM UNICEF Á ÍSLANDI TIL AÐ STYÐJA BÖRN Í NEYÐ. CEF hefur staðfest að fleiri en 8.000 börn hafa farið fylgdarlaus yfir landamærin. Fleiri en 114.000 sýrlensk börn hafa fæðst sem flóttamenn og aldrei séð heima- land sitt. Menntun skiptir sköpum Frá upphafi átakanna hefur UNICEF veitt sýr- lenskum börnum neyðarhjálp á borð við hreint vatn, heilsugæslu og bólusetningar, hlý vetrarföt, sálrænan stuðning og menntun. Menntun skiptir sköpum í þeirri uppbyggingu sem framundan er í Sýrlandi. Ibrahim er 9 ára og situr hér einbeittur við námið í skóla sem komið hefur ver- ið upp í Domiz-flóttamannabúðunum í Írak. Ibrahim er í þriðja bekk og líkt og bekkjarsystkini hans flúði hann átökin í heimalandi sínu, Sýrlandi. Hann ætlar að verða læknir þegar hann verður stór. Waffa hefur varla mælt orð frá vörum síðan hún missti föður sinn þegar ráðist var á heimili fjölskyldunnar í Sýrlandi. Börn hafa orðið vitni að hræðilegum hlutum í stríðinu sem nú hefur geisað í fjögur ár. Sálræn aðstoð er stór hluti af því starfi sem UNICEF gegnir fyrir flóttabörn frá Sýrlandi. FJÖGUR ÁR LIÐIN FRÁ UPPHAFI ÁTAKANNA Í SÝRLANDI 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Fjölskyldan Hvar og hvenær: Borgarbókasafninu, Grófinni 1, kl. 15-17.Nánar: Haldin verður origami-smiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra í umsjón Jóns Víðis. Origami er japönsk pappírslist. Allt efni er á staðn- um en eina sem þarf meðferðis er góða skapið og smá þolinmæði. Föndurdagur á bókasafninu TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 www.thor.is 115.0 00,-EB-W28 Skjáv arpi Einfaldur og öflugur skjávarpi sem hentar við flestar aðstæður, hvort sem er í skólastofu, fundarherbergi, á ferðinni eða heima í stofu. Virkar vel í dagsbirtu (3000 lumens) og sýnir skarpa og bjarta mynd. Líftími peru er allt að 5000 klukkutímar miðað við hefðbundna notkun, en allt að 6000 klukktímar í sparnaðarham. • 1280 x 800, upplausn (16:10) og allt að 320" myndsvæði (280 cm). • Birtustig 3000 lumens, 10000:1 skerpa (contrast). • HDMI, VGA, S-Video, USB 2.0, Composite ofl. tengimöguleikar. • Mögulegt að gera þráðlausan (aukahlutur). • Þægileg taska fylgir. EPSON EB-W28 Nánari upplýsingar um EPSON skjávarpa, prentara og fleiru tengdu EPSON. UNICEF og Fatimusjóður standa nú fyrir neyðarsöfnun fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 (1.490 krónur) er hægt að út- vega sýrlensku barni pakka af námsgögnum og búa það undir betri framtíð. Neyðarsöfnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.