Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 17
Í ris Pétursdóttir sérhæfir sig í því að mynda aðeins nokkurra daga gömul börn. Fyrirtækið heitir Infantia en Íris stofnaði það eft- ir að hún kláraði sveinsprófið í ljós- myndun. Hún segir það virkilega gefandi að mynda svo lítil börn en til þess þurfi að huga að ýmsu. „Þetta er al- veg yndislegt en er rosaleg þolin- mæðisvinna. Sumar myndatökur geta tekið allt að fjórar klukku- stundir og til þess að geta myndað þau eins og þau eru á myndunum þurfa þau að sofa vel og til þess að sofa vel þurfa þau að vera södd og sæl,“ segir Íris. „Það þarf einnig að vera hlýtt og notalegt í stúdíóinu. Það geta nefnilega verið viðbrigði fyrir börnin að vera ber og því fylgir gjarnan óöryggi, þess vegna er mikilvægt að hafa hlýtt, en í stúdíóinu er 28 stiga hiti. Ég tek því bara eina ungbarnamyndatöku á dag því hver myndataka krefst mik- ils undirbúnings og í svona hita verða líka allir svo þreyttir,“ segir Íris og hlær. Þá er einnig mikið um þvott því litlu börnin spyrja ekki um stað né stund hvað varðar hægðir. Íris biður venjulega fólk um að vera búið að gefa barninu að drekka vel áður en lagt er af stað í mynda- tökuna. „Sum þurfa á aukasopa að halda og þegar þau eru södd og ná djúpsvefninum þá er hægt að stilla þeim upp og móta eins og leir,“ seg- ir Íris og myndirnar koma ein- staklega vel út. Mikilvægur tími Íris segist alltaf hafa haft áhuga á ljósmyndun og fór að fikta við að taka myndir þegar hún átti sitt fyrsta barn árið 2004. „Þegar ég eignaðist mitt annað barn árið 2007 þá kviknaði áhugi á að mynda ung- börn og svo hefur þetta bara þróast hægt og rólega,“ segir Íris. „Þetta er bara svo ótrúlega dýrmætur tími og alveg einstakur, sérstaklega þessir fyrstu dagar eftir fæðinguna því barnið breytist hratt og mikið og það er svo mikilvægt að fanga þetta skeið á mynd. Öll smáatriðin í útliti barnsins, svipbrigðin en einnig ástina og tengslin milli nýfædda barnsins og nýbakaðra foreldr- anna.“ ÞOLINMÆÐI OG HLÝTT ANDRÚMSLOFT ER LYKILLINN AÐ GÓÐRI MYNDATÖKU Kúnst að mynda ungbörn Íris Pétursdóttir segir að það þurfi að huga að ýmsum atriðum þegar svo ung börn eru mynduð. Morgunblaðið/Eggert ÞAÐ ER GAMAN AÐ EIGA FALLEGAR MYNDIR AF LITLU UNGUNUM FRÁ FYRSTU DÖGUM Í LÍFI ÞEIRRA. MIKIL- VÆGUR OG EINSTAKLEGA DÝRMÆTUR TÍMI, SEGIR ÍRIS PÉTURSDÓTTIR LJÓSMYNDARI, SEM MYNDAR UNGBÖRN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fyrstu dagarnir í lífi barns eru dýr- mætir og gaman að fanga þá á filmu. er með marga viðskiptavini sem koma til mín ár eftir ár og jafnvel oft á ári. Það er alveg ómetanlegt að hitta sömu fjölskyldurnar aftur og aftur og fá að fylgjast með börn- unum vaxa og dafna.“ Íris myndar einnig eldri börn og segir að það sé algengt að fólk komi til sín í ungbarnamyndatöku og aft- ur þegar barnið er í kringum sex mánaða aldur og svo í kringum eins árs aldur, sumir jafnvel oftar. „Ég 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær: Fiskislóð 31 úti á Granda, laugardag kl. 12-15. Nánar: Í tilefni af HönnunarMars verður slegið upp leirsmiðju fyrir krakka hjá hönnunarteyminu Tulipop. Litríkur leir er á staðnum og einnig verða kynntar nýjar vörur úr 2015-línu Tulipop sem hannar barnavörur. Leirsmiðja fyrir krakka *Ehh, hvað er títt, lagsi?Kalli kanína María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile, býr í Vesturbæ Reykjavíkur með unnustu sinni Ingileif Friðriksdóttur, blaða- manni á Morgunblaðinu, og syni sínum Þorgeir Atla, sjö ára. Litla fjölskyldan les Harry Potter af krafti saman og nýtur þess að búa til snjóhús eftir góða snjókomu, enda nóg af hríðarbyljum und- anfarið. Þátturinn sem allir geta horft á? Við horfum alltaf saman á Út- svarið, Ísland got Talent eða Svamp Sveinsson. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Við elskum öll kjúkling og gerum oft kjúklingarétti – en annars vill Þorgeir helst borða grjónagraut í öll mál. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst langbest að kúra öll saman á föstudagskvöldum, en þau eru heilög kósíkvöld. Á veturna finnst okkur annars mjög gaman að búa til snjóhús öll saman, spila (þá er svindlandi mölflugan ofarlega á lista eða veiðimaður) og fara í bíó. Á sumrin leikum við saman úti, förum í sund og fáum okkur belgíska vöfflu. Borðið þið morgunmat saman? Já við reynum að borða alltaf sam- an á morgnana. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við les- um mikið saman, þá sérstaklega Harry Potter, spjöllum og kúrum. Stundum förum við saman í Play Station og erum þá aðallega í legoleikjum. Annars er Þorgeir iðinn við að hjálpa til við eldamennskuna og við pössum mikið upp á að njóta þess að vera saman. Er komið plan fyrir sumarið? Í sumar munum við líklega eyða ómældum tíma á pallinum í nýja húsinu okkar og njóta veðurblíðunnar við Ægisíðuna. Við munum pottþétt fara vestur til Flateyrar og austur á Eskifjörð í heimsókn til fjöl- skyldunnar – svo er aldrei að vita nema við kíkjum saman út fyrir landsteinana. Svindlandi mölflugan ofarlega á lista EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.