Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 18
S umir vilja meina að Orlando sé í eðli sínu yfirborðskennd borg. Þegar gengið er um skemmtigarðana er allt um- hverfið manngert, og tandurhreinar göturnar í Disney World eru í raun sviðsmyndir. Þar eru engin heims- fræg listasöfn, aldagamlir kastalar eða rótgróin óperuhús. En það ætlast heldur enginn til þess af Orlando að vera eins og Prag eða París, New York eða London. Orlando er eitthvað allt annað, yndislegur þykj- ustustaður þar sem allt er fullkomið og gjörsamlega ómögulegt að vera í fýlu. Þar sem Mikki er kóngur Þegar komið er til Orlando verður vitaskuld að fara í skemmtigarðana. Disney World er efst á listanum, og gott að taka frá tvo daga hið minnsta til að skoða allt það sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Ef valinn er dagur þar sem mjög lítið er af gest- um og biðraðirnar stuttar má, með lagni, sjá og prufa margt á einum löngum degi. Ekki gleyma að heilsa upp á Andr- és og bera honum hlýjar kveðjur frá aðdáendunum uppi á Íslandi, sem skilja ekkert í því af hverju Banda- ríkjamenn virðast halda mun meira upp á Mikka. Ekki má heldur sleppa Universal Studios-skemmtigarðinum. Nýjasta viðbótin þar er svæði tileinkað Harry Potter sem hefur meðal annars að geyma framúrskarandi innanhús- rússíbana sem notar nýjustu tækni til að senda gesti á ótrúlegt ferðalag. Eru þá ótaldir skemmtilegu vatn- garðarnir, þar sem öll fjölskyldan get- ur tekið lit, eða golfvellirnir fyrir þá sem geta ekki staðist vandlega snyrt- ar grasflatir. Verslunarparadís Til að fullnýta farangursheimildina á bakaleiðinni er upplagt að kíkja í verslunarmiðstöðvar eins og Orlando Mall fyrir breitt úrval, The Mall at Millenia fyrir fínni merkin og Int- ernational Premium Outlets fyrir út- söluvörurnar. Rétt er að taka af allan vafa um að Orlando er ekki bara fyrir fjölskyldu- fólk eða golfara á besta aldri. Þar er gaman að ferðast einn, skjótast með kærustunni eða kærastanum, eða sletta úr klaufunum með vinahópnum. Alls kyns formlegir og óformlegir við- burðir fyrir fullorðna lífga þar upp á árið, eins og Gay Days í júní þar sem hommar og lesbíur leggja undir sig Disney World og skemmta sér kon- unglega. Ljósmyndir / Wikipedia - Carlos Cruz og Chensiyuan; Flickr - Josh Hallett (CC) Hogwarts-skóli í risavöxnum Universal Studios skemmtigarðinum geymir framúrskarandi rússíbana. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: ORLANDO Þar sem allir dagar eru skemmtilegir BORGIN ORLANDO Í MIÐJU FLÓRÍDARÍKI HEFUR BYGGST UPP Í KRINGUM SKEMMTIGARÐA OG VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR. ÞAR HEFUR VERIÐ HUGSAÐ FYRIR ÖLLU, FYRIR ALLA. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðalög og flakk *Icelandair flýgur beint til Orlando, að jafnaðiþrisvar í viku til 2. júní og flogið á Sanford-flugvöllinn norðaustan við borgina. Síðanhefst flug aftur 5. september, þrisvar til fjór-um sinnum í viku, og verður þá framvegisflogið á alþjóðaflugvöllinn, MCO. Er það mik-il framför því þaðan eru mun betri tengingar bæði innan Bandaríkjanna og til skemmtilegra áfangastaða sunnar í Ameríku. Skipta um flugvöll Það er gaman að fara í tæki skemmtigarðanna en drepleiðinlegt að bíða í löngum röðunum. Á þeim dögum sem mest er að gera má alveg eiga von á að biðin eftir að komast í skemmtilegustu rússíbanana sé um og yfir hálftími, í steikjandi sólinni. Þeir útsjónarsömu reyna að tímasetja skemmtigarðaferðirnar þannig að sem minnst sé af öðr- um gestum til að þvælast fyrir. Til eru vefsíður sem gagngert reyna að kortleggja gestafjöldann eftir dögum og tímum dags, en alla jafna má stóla á að kraðakið sé mun minna fyrstu vikur ársins, svo frá september fram í miðjan nóvember og fyrri hluta desember. Garðarnir eru líka ekki of þétt setnir daginn sem Super Bowl-íþróttaviðburðurinn er hald- inn, því þá situr þorri landsmanna heima, límdur við sjónvarpsskjáinn. Disney World er stórfenglegur staður þar sem gestir eru leiddir í gegnum snuðrulausa upplifun. Byggingin Spaceship Earth í Disney World er mikið meistaraverk og áhugaverð fyrir unnendur arkitektúrs. VAÐIÐ BEINT Í TÆKIN Styttri raðir á ákveðnum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.