Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 20
Í miðbæ Aþenu í Grikklandi fær þessi bráðnandi evrumynt að njóta sín. Veggja- listamenn þar í landi túlka efnahagsástandið á sinn hátt. VEGGJALIST UM VÍÐA VERÖLD Vandlega skreyttir veggir VEGGJALIST EÐA GRAFFITÍ ER AÐ FINNA Í NÆR ÖLLUM BORGUM HEIMS. OFTAR EN EKKI ERU VERKIN HÁ- PÓLITÍSK OG Í GEGNUM ÞAU MÁ LESA MARGT UM ÞÁ ÞJÓÐ SEM LANDIÐ BYGGIR. FERÐALANGAR ÆTTU AÐ LEGGJA SIG EFTIR ÞVÍ AÐ SAFNA MYNDUM AF VEGGJA- LIST, ÞVÍ OFTAR EN EKKI ERU VERKIN TÍMABUNDIN OG MYNDIRNAR VERÐA ÞVÍ AÐ MIKILVÆGUM HEIMILDUM. Kona og börn ganga framhjá litríku verki í höfuðborg Filippseyja, Manila. Engu er líkara en að verkið fylgist með þeim. Michael Kinuthia sem er betur þekktur undir listamannsnafninu „Nozzy“ sést hér ljúka við graffitíverk með mynd af Che Guevara á smárútu. Ungur drengur brosir til ljósmyndara sem myndar neonlitað verk á skólavegg í borginni Phnom Penh í Kambódíu. Franski listamaðurinn Julien Malland á heiðurinn að vegglistaverki í Sjanghæ í Kína sem litli drengurinn á myndinni stendur hjá. Malland náði að draga at- hygli að íbúðarsvæðum sem verið var að rífa með verkum sínum á veggi yf- irgefinna húsa. Eftir að myndir af verk- um hans tóku að birtast á vefmiðlum voru þau fjarlægð jafnóðum af yf- irvöldum. En ljósmyndirnar af verkum Malland lifa áfram sem heimild. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.