Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 22
Capoeira er ævaforn brasilísk bardagalist sem er blanda af dansi, tónlist, loftfimleikum og sjálfsvarnaræfingum og er ekki síður skemmtileg fyrir börn en fullorðna. Hér á landi er íþróttin kennd í Capoeira Mandinga- skólanum en auk þess að læra bardagalistina læra nem- endur líka ýmislegt um sögulegt og félagslegt samhengi brasilískrar menningar. Capoeira er fremur nýtt fyrirbæri fyrir Íslendinga en skólinn tók til starfa á Íslandi síðastliðið haust og fólki býðst að fara í tvo fría prufutíma. Nánar má kynna sér íþróttina á capoeiraiceland.com. Ein elsta sjálfsvarnaríþrótt heims, ju jitsu, er kennd hér á landi hjá Ju jitsufélagi Reykjavík- ur í Sjálfsvarnarskólanum en af ju jitsu hafa margar aðrar þekktar sjálfsvarnaríþróttir sprottið, svo sem júdó og aikido. Íþróttin byggist á spark- og höggtækni, lásum og köstum og vinna iðkendur sig upp um gráður með mismunandi litum beltum. Þar sem íþróttin er stunduð á forsendum hvers og eins hentar hún öllum aldurshópum og mismunandi líkamlegu ásigkomulagi en börn geta lært íþróttina frá átta ára aldri. Hægt er að koma og prófa eina viku frítt. Kóreska bardagalistin taekwondo hefur verið kennd víða um land, jafn- vel á afskekktari stöðum á sumrin og hjá mörgum íþróttafélögum, svo að þá bardagalist sem og karate er oft auðveldara að nema en aðrar. Fætur eru í aðalhlutverki og snýst íþróttin fyrst og fremst um sjálfsvörn. Best er að gúgla til að skoða hvar námskeið er í næsta nágrenni. Japanska bardagaíþróttin aikido hefur þá sérstöðu að ekki er keppt í íþróttinni en fáar bardagalistir eru þannig. Aikikai Reykjavík er meðal þeirra sem kenna íþróttina en æf- ingahópum er ekki skipt niður eftir kyni eða aldri heldur æfa allir sam- an. Mikið er um köst og lása í íþróttinni en aldrei neitt sem bygg- ist á beinum líkamsstyrk og þess vegna geta ólíkir einstaklingar að líkamsburðum mæst í aikido þar sem allt snýst um að beina krafti andstæðingsins frá sér en ekki beita eigin krafti á móti. Hestabogfimi er forn asísk bardagalist sem til dæmis Bogfimisetrið og Íþróttafélagið Freyja standa fyrir og er til dæmis boðið upp á helgarnámskeið í reiðhöll Eldhesta í Ölfusi tvær helgar í apríl. Íþróttin þykir einkar listræn en hún byggist á jafnvægi milli þess líkamlega og andlega og að sjálfsögðu á góðu sam- bandi manns og hests, þar sem þátttakendur læra að skjóta af boga, fyrst á jörðu niðri og svo af baki. Íþróttin er heilmikil jafnvægislist og er orðin vinsæl um allan heim. Karate er hægt að æfa víða um land, ýmist hjá sérstökum karatedeildum íþróttafélaga eða karatefélögum á borð við Þórshamar og Karate- félag Reykjavíkur. Karate er japönsk baradagalist sem er bæði hægt að iðka sem sjálfs- vörn og keppnisíþrótt þar sem meira er um spörk og kýlingar eða þá bara sen öfl- uga líkamsrækt. Eins og flest- ar bardagalistir snúast æfing- arnar ekki síður um andlega einbeitingu. Bardagaíþróttin víkingaþrek 101 er eitt af fjölmörgum námskeiðum í bardagalist sem Mjölnir býður upp á. Í víkingaþreki er unnið með líkamsþyngdaræfingar, ket- ilbjöllur og bardagaþreksæfingar en mikið er lagt upp úr réttri líkamsbeitingu við framkvæmd æfinganna. BARDAGALISTIR SNÚAST EKKI BARA UM KÝLINGAR OG SPÖRK HELDUR ERU ÞÆR LÍKA ÆFINGAR Í SJÁLFS- VÖRN, MIKIL JAFNVÆGISLIST, HUGLEIÐSLUTÆKNI OG EINBEITING OG OFTAR EN EKKI ERU ÞÆR EINFALD- LEGA GÓÐ ALLSHERJARLÍKAMSRÆKT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Bardaga- listir um bæi og borg FJÖLBREYTTIR KOSTIR Í BARDAGALIST H ér til hliðar er farið yfir nokkrar þær bardagalistir sem hægt er að læra víða í Reykjavík og sumar þeirra einnig úti á landi en bæði eru það íþróttafélögin sem standa að slíkum námskeiðum og líkamsræktarstöðvar sem sérhæfa sig gjarnan í kennslu í einni bardagalist umfram aðrar. Listinn hér til hliðar er ekki tæmandi þar sem ótrúlegur fjöldi bar- dagalista er í boði hérlendis og fólki er bent á að til dæmis er hægt að læra kick box, muay thai boxing, sem eru taílenskir sparkhnefa- leikar, og þá hefur Sölvi Tryggvason staðið fyrir námskeiðum í jap- önskum skylmingum; kendó. Ekki má þá gleyma hinni fornfrægu bardagaíþrótt júdó sem snýst fyrst og fremst um að fella og lyfta andstæðingnum á gólfið og yfir- buga hann. Í íþróttinni finnast ekki spörk eða högg af neinu tagi en íþróttin reynir þó mikið á og þjálfunin er bæði andleg og líkamleg. Þeir sem vilja fara þjóðlegu leiðina geta svo skellt sér í glímu, sem hefur fylgst okkur í meira en 1000 ár, íþrótt sem snýst fyrst og fremst um fjölbreytt fangbrögð. Heilsa og hreyfing Foam flex *Líkamsræktarstöðvar hér í bæ svo semSporthúsið, JSB líkamsrækt og Hress bjóðaupp á svokallaða Foam flex-tíma sem sjúkra-þjálfarar og kírópraktorar mæla margir með.Í upphituðum sal er notast við rúllur og boltasem þrýst er að líkamanum með hjálp eiginlíkamsþyngdar og líkaminn þannig nuddaður í bak og fyrir. Æfingarnar vinna á vöðvabólgu, styrkja bandvefinn og sogæðakerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.