Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 25
15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta er kjörið að fara í líkamsræktarstöð til að hreyfa sig. Nú eða gera jóga heimavið. Bara taka fram dýnuna og gera nokkrar sólarhyllingar inni í stofu. Kannski sólin taki að skína? Sólarhylling í stofunni*Það er aðeins tvennt sem gerirlífið þess virði að því sé lifað:Kærleikur og list. Somerset Maugham Á meðfylgjandi myndum má sjá indversk módel ganga framhjá vist- vænu einingaklósetti á heldur sér- stakri tískusýningu í Bangalore fyrr í mánuðinum. Með þessum ferða- salernum fyrir almenning leggur einkafyrirtæki baráttunni fyrir hreinu Indlandi lið í átakinu „Swachh Bharat“. Klósettin eru vistvæn og borgar almenningur fyrir notkun þeirra. Vatnið sem rennur úr þeim er nýtt fyrir nærliggjandi græn svæði. Enn- fremur fá þeir sem heimsækja sal- ernin ókeypis þráðlausa netteng- ingu í tíu mínútur. Áherslan er á hið vistvæna og í leiðinni hreinna Indland. AFP Vistvæn einingaklósett Salernin eru fyrir almenning. AFP Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum VanGogh hágæða olíulitir og Amsterdam Akrýllitir á frábæru kynningartilboði Kolibri trönur í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Varnarjaxlinn Matthías Árni Ingimarsson er fyrirliði Hauka í handknattleik auk þess að vera lærður ljósmyndari. Íþróttagrein: Handknattleikur. Atvinna: Rek lítið dreifingarfyrirtæki ásamt nokkrum vinum mínum sem sérhæfir sig í dreifingu á íslenskri tónlist, heim- ildarmyndum og bókum. Svo tek ég að mér hin og þessi ljós- myndaverkefni, allt frá því að mynda brúðkaup fyrir vini mína í að taka myndir fyrir matreiðslubækur og allt þar á milli. Hversu oft æfir þú í viku? Það fer svolítið eftir því hvaða hluti handknattleikstímabilsins er í gangi. Þegar keppn- istímabilið er í fullum gangi þá eru það fimm til sex æfingar í viku og oftast einn leikur í viku, geta verið tveir. Þegar tíma- bilinu lýkur er tekin stutt pása og svo í framhaldi gott fjög- urra til fimm vikna lyftingaprógramm þar sem unnið er í upp- byggingu. Sumarfrí hjá handknattleiksfólki er ekki mikið, oftast í kringum mánuður, þá er maður sjálfur að halda sér við með nokkrum lyftingaæfingum í viku og hlaupum inn á milli. Að því loknu hefst svo undirbúningstímabilið og oftast er byrjað viku fyrir verslunarmannahelgina og æft stíft fram að fyrsta leik. Þá geta æfingarnar verið átta til tíu í viku, þá er unnið með úthald, kraft og verið að koma sér í spilform fyrir átök vetrarins. Hver er lykillinn að góðum árangri? Held að það sé eins í íþróttum og með annað í lífinu, þú verður að elska það sem þú gerir, ef ekki þá gefurðu þig aldrei 100% í verkefnið. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Besta ráðið sem mér dettur í hug er að ofgera sér ekki strax. Það er auðvelt að keyra allt á fullt í byrjun og hreinlega fá fljótt leið á því sem maður er að gera eða jafnvel meiðast. Frekar byrja rólega og vinna sig upp. Velja sér eitthvað skemmtilegt sem virkar til lengri tíma heldur en að leita að skammtímalausnum. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Eins og ég sagði áðan þá er fríið okkar ekki langt í handboltanum og það kemur fyrir að maður þarf að nota það til dæmis til að ná sér af meiðslum. Þá þarf maður svolítið að taka mið af því þegar maður er að viðhalda forminu en oftast er það lyftingaprógramm í bland við útihlaup. Finnst reyndar fátt skemmtilegra en að renna mér á hjólabretti í góðra vina hópi en veit ekki alveg hvort það hjálpar til með formið. Ég og kærastan mín vorum svo að fá okkur mjög hressan hvolp fyrir nokkrum vikum og ég er nokkuð viss um að hann eigi eftir að hjálpa manni mikið með formið um ókomin ár. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Hef oft grínast með það að ég sé á 7-0-kúrnum, borða það sem ég vil sjö daga vik- unnar. En auðvitað er maður meðvitaður um það sem maður læt- ur ofan í sig. Ég er mikið á flakki í miðbæ Reykjavíkur vegna vinnu og há- degismaturinn er því oft tekinn á veitingastað í miðbænum. Það eru margir staðir í bænum sem bjóða upp á frábæran fisk og er- um við vinnufélagarnir duglegir að fara á staði eins og Ostabúðina við Skólavörðustíg, Kaffivagninn úti á Granda, Þrjá Frakka og Verbúð 11 og fá okkur fiskrétti dagsins. Svo hafa Solla og Elli á Gló verið dugleg að styðja við bakið á okkur í Haukunum þannig að maður er tíður gestur hjá þeim. Hvaða óhollusta freistar þín? Alveg fullt! Ég er ekki mikið fyrir sætindi og með sykurþörf í algjöru lágmarki en aftur á móti er saltþörfin meiri og ég get alveg gleymt mér með góðan snakk- poka. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing er það stór hluti af mínu daglega lífi og hefur verið það í fjölmörg ár, að ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án hreyfingar. Gott dæmi um það er þegar ég var að læra úti í Bandaríkjum fór ég að líta í kringum mig og fann handboltalið sem æfði einu sinni í viku á sunnudögum. Ákvað að skella mér á æfingu með þeim án þess að átta mig alveg á hversu mikil keyrsla væri í vændum. Tók mig góðar 90 mínútur að komast á æfingu og annað eins að keyra heim. Lét mig þó hafa það og skellti mér í þennan góða sunnu- dagsrúnt vikulega í næstum tvö ár. Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af handbolta? Ætli það sé ekki vegna þess að hann hefur orðið hluti af uppeldi okkar hvort sem fólk er þátttakendur eða áhorfendur. Það hafa flestir skoðanir á honum og ætli það eigi ekki við um allar þjóðaríþróttir. Er gaman að ljósmynda handboltamenn eða kýstu heldur önn- ur viðfangsefni? Held að ég kjósi frekar önnur viðfangsefni, hef aldrei almennilega komist upp á lagið með að mynda íþróttir en kannski fer ég að gera meira af því þegar skórnir verða komnir á hilluna. Er Hafnarfjörður besti bærinn? Ef þú spyrð Hafnfirðing þá er svarið JÁ! Bjó í Reykjavík og erlendis í rúm tíu ár og lítið annað sem kom til greina þegar ég flutti heim en að fara aftur í fjörðinn fagra. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Þær eru margar, flestar þeirra góðir vinir og fjölskyldumeðlimir og hver og ein þeirra fyrirmynd á sínu sviði. Er á 7-0-kúrnum Morgunblaðið/Júlíus KEMPA VIKUNNAR MATTHÍAS ÁRNI INGIMARSSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.