Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 31
Grískur kjöthleifur 1 kg nautahakk 1 kg svínahakk 2 fínt saxaðir rauðlaukar 2 fínt saxaðir tómatar 3 kramin hvítlauksrif ½ tsk. kanil ½ tsk. negull ½ tsk. múskat ½ tsk. kanill salt og pipar eftir smekk 4 egg 2-3 bollar nautakjötsseyði 1 msk. tómatþykkni ½ bolli ólífuolía Hnoðið hakk, lauk, hvítlauk, tómata og krydd saman í skál. Leggið plast- filmu yfir, geymið í kæli í 20 mín. Harðsjóðið egg. Leggið örk af bök- unarpappír á borð, setjið helming hakkblöndunnar ofan á, mótið í svipað form og brauð. Fjarlægið eggjaskurn og leggið harðsoðnu eggin endilangt eftir kjötbökunni formaðri. Setjið afganginn af hakk- blöndunni yfir og notið bökunar- pappírinn til að rúlla öllu í kjöthleif. Látið kjötið hylja eggin vel. Setjið í djúpt eldfast form. Blandið nauta- kjötsseyði, tómatþykkni og ólífuolíu saman í skál. Hellið 2⁄3 blöndunnar yfir kjöthleifinn. Bakið við 180°C í 1½ klst. 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Mæðradagurinn nálgast óðum í Banda- ríkjunum og í tilefni af deginum sóttist Daily Telegraph eftir því við fylgjendur sína á Twitter að fá góð ráð úr eldhús- inu en einnig hvað væri þeim minnis- stæðast um móður sína úr æsku. Hér eru nokkur góð. Val Mackinnon tísti að móðir hennar hefði ráðlagt sér að giftast manni sem elskaði að elda. Henry Pipe tísti um gott eldhúsráð: Matur verður aldrei almennilega eld- aður nema með aðstoð frá glasi af víni og/eða gini. Paul Dart tísti að maður ætti alltaf að fá einhvern annan til að elda fyrir sig, en móður hans þótti matseld alltaf leið- inleg. Sam Richards tísti að faðir hans hefði nánast alltaf séð um eldamennskuna. Sa- rah Broch gaf gott ráð: Lyktaðu af matnum, snertu hann og smakkaðu hann meðan á matreiðslu stendur. Og ekki vera löt! TÍSTU UM ELDHÚSRÁÐ OG MÓÐUR SÍNA Ráð frá mömmu: Gifstu manni sem kann að elda! Morgunblaðið/Styrmir Kári Margir svöruðu kalli Daily Telegraph um að gefa góð ráð úr eldhúsinu eða deila ein- hverju góðu snjallræði frá móður sinni síðan í æsku. Avókadófyllt egg 4 harðsoðin egg 1 avókadó 1 hvítlauksrif, smátt saxað safi úr ½ lime 2 msk. sýrður rjómi sjávarsalt eftir smekk Maukið avókadóið í mat- vinnsluvél og blandið öllu hinu saman við. Í ár bjóðum við upp á egg úr 68% gæðasúkkulaði frá Brasilíu Súkkulaðið kemur allt af einni ekru og er einungis í boði fyrir meðlimi í „Ambassador Club“ Barry Callebaut. Bjóðum einnig upp á súkkulaðiegg úr „Dulcey Blond“ súkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Eggin eru fyllt með handgerðu konfekti og málshætti. Súkkulaðie gg fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík | Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.