Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Matur og drykkir B ragi Skaftason, vátryggingaráðgjafi hjá Trygg- ingamiðstöðinni, og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita, buðu nokkrum vel völd- um vinum og vandamönnum í dýrindis kvöld- verð á dögunum. Þau segjast ágætlega iðin við að halda matarboð og reyna að miða við að fá fólk heim í kvöldverð a.m.k. einu sinni til tvisvar í mánuði. Aðspurður hvort skötuhjúin skipti með sér verkum í eldhúsinu svarar hann því neitandi, þau skipti hins vegar með sér verkum á heimilinu og fellur eldhúsið undir hans verkahring. „Ég held að ég hafi sjaldan hleypt Kristjönu inn í eldhúsið,“ segir Bragi og hlær. „Sú ákvörðun var bara tekin fljótlega eftir að við tók- um saman, að ég myndi bara sjá um þennan hluta af heimilishaldinu. Mjög skýr verkaskipting og góð.“ Bragi hefur mikinn áhuga á matargerð og segir að líklega hafi áhuginn kviknað þegar hann starfaði á veitinga- og skemmtistaðnum REX á sínum tíma. „Þá var ég vaktstjóri. Eldhúsið naut ekki mikilla vinsælda þrátt fyrir að maturinn væri gríðarlega góður. Það gerði það að verkum að við höfðum meiri tíma aflögu frammi í sal til að fylgjast með kokkunum inni í eld- húsi. Ég held að við höfum, allir sem unnu þarna, lært alveg gríðarlega mikið af kokkunum. Ég veit í það minnsta að við erum flestir í dag miklir sælkerar.“ Lætur hugann reika í matvörubúðinni Bragi segist ekki lesa blogg né bækur til að fá inn- blástur í matargerð sinni en eigi það þó til að horfa á matreiðsluþætti á borð við Anthony Bourdain og He- ston Blumenthal. „Ég reyni einnig að vera duglegur að fara út að borða og fæ hugmyndir þaðan en svo læt ég líka hugann reika í matvörubúðunum. Þessa dagana er ég að hugsa mikið um hráefnisnotkun frekar en ein- hverjar uppskriftir eða stefnur. Það skiptir máli hvern- ig við förum með hráefnið, upp á nýtingu og fersk- leika. Í dag er ég að kaupa mun minni skammta en ég gerði áður, af kjöti og slíku. Ekki endilega út af pen- ingum heldur út af nýtingu og bara virðingu við móður jörð!“ segir Bragi og bætir við að vinkona hans Rakel Garðarsdóttir eigi þar svolítinn hlut að máli. Það vildi svo til að húsfrúin á heimilinu átti afmæli daginn eftir boðið. Sumir nýttu því tækifærið og færðu henni gjöf. HLEYPIR SPÚSU SINNI SJALDAN INN Í ELDHÚSIÐ Spáir í ferskleika og nýtingu hráefnisins BRAGI OG KRISTJANA BUÐU GESTUM SÍNUM UPP Á SMOKKFISK, LAX OG NAUTALUNDIR. GESTIRNIR ÞEKKTUST EKKI FYRIR EN HÓPURINN VAR SKEMMTI- LEGUR OG HEPPNAÐIST KVÖLDIÐ AFAR VEL. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Bragi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að handtökum í eldhúsinu. Kjötið hitaði Bragi upp með tæki sem nefnist Sous vide. Þá er kjötið hitað upp í þann hita sem prótínþræðirnir byrja að losna hver frá öðrum en hitastigið er valið út frá þeim mat sem á að elda. Að sögn Braga verður maturinn fyrir vikið fullkomlega eldaður. Fyrir fjóra 150 - 200 g beinhreinsaður lax. 75 g mangó 10 cm agúrka ½ avókadó 2 litlir vorlaukar ein msk. sesamolía safi af hálfri sítrónu kóríander sneitt á toppinn. Aðferð Mikilvægt er að nota fersk- an lax í þennan rétt þar sem hann er borðaður hrár. Sömu reglur skal viðhafa og þegar framreitt er sushi. Fyrst er að sneiða mangó, ag- úrku, avókadó og vorlauka í litla bita. Hver biti á ekki að vera stærri en teiknibóla. Blanda þessu öllu saman. Gott er að blanda sesam- olíunni og sítrónusafanum við hér ef bíða á eftir gestunum. Laxinn er svo skorinn niður á sama hátt og grænmetið og honum blandað saman við. Diskað upp og borið fram með kryddjurtum á toppnum. Hér var kóríander notað ásamt því að dressing með tahini, ólífuolíu og hunangi var hringuð utan um rétt- inn. Laxatartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.