Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 34
MISMUNANDI BORÐHALD Evrópskir borðsiðir EINHVER GÆTI HALDIÐ AÐ ÞAÐ SKIPTI ENGU MÁLI HVAR Í EVRÓPU ÞÚ VÆRIR, BORÐSIÐIR VÆRU NOKKURN VEGINN EINS. MARGT ER VISSULEGA SVIPAÐ EN EKKI ALLT. Í ÞAÐ MINNSTA ER MISMIKIL ÁHERSLA LÖGÐ Á ÁKVEÐIN ATRIÐI. EVRÓPULÖNDIN EIGA ÞAÐ ÞÓ FLEST SAMEIG- INLEGT AÐ GESTGJAFINN BÝÐUR FYRSTU SKÁL OG ENGINN SEST FYRR EN BOÐIÐ ER TIL SÆTIS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Borðsiðir eru nokkuð mismun- andi í Evrópu eftir því hvaða þjóð á í hlut. Í spænsku eld- húsi myndi í máltíð sem þessari allur matur og meðlætið alltaf vera rétt á milli gesta frá hægri til vinstri en ekki þvers og kurs yfir borðið eins og til dæmis hérlendis. Getty Images/iStockphoto Nokkrir borðsiðir virðast ekki hafa rutt sér til rúms í Evr- ópu sem eru til dæmis mikilvægar hefðir hjá mjög mörgum As- íuþjóðum. Má þar nefna að það er mikilvægt að brosa við borðhaldið og sýna þannig ánægju sína með matinn. Einnig skal alltaf passa að eldra fólkið setjist fyrst, fái fyrst á diskinn og því sé þjónað umfram aðra. Þá skal borða mjög mikið og fá sér oft á diskinn og það má borða mun fleiri fæðutegundir með hönd- unum. Í Finnlandi er allt borðað með hníf og gaffli, líka ávextir. Að rífa alls kyns ost yfir pastarétti er vissulega gott, sér- staklega parmesanost, en Ítalir láta sér ekki detta í hug að rífa ost yfir pasta sem inniheldur sjávarrétti, þyk- ir það fáránleg hugmynd. Að skála í léttvíni er þjóðaríþrótt Frakka og kunna þeir þessa list öðrum fremur. Og hér er regla númer eitt: Aldrei skála í bjór. Þjóðverjar eru mun slakari á þessu með sínar bjórkrúsir en Frökkum dytti slíkt ekki í hug. Ýmislegt er sameiginlegt með flestum þjóðum Evrópu í borð- siðum og má þar nefna að yfirleitt þykir ekki við hæfi að byrja að skera í matinn og snæða hann fyrr en gestgjafinn er búinn að kyngja fyrsta bitanum. Nema kannski á Íslandi. „Abendbrot“ kallast hefðbundin kvöldmáltíð í Þýskalandi þar sem heitur matur er yfirleitt snæddur í hádeginu. Það ætti því enginn að móðgast þótt hann sé boðinn til kvöldverðar í Þýska- landi og fái brauð og álegg. Ólíkt mörgum öðrum stöðum setja Þjóðverjar servíettuna vinstra megin við diskinn að lok- inni máltíð en alls ekki ofan á matardiskinn sjálfan. Þeir eru ein öflugasta endurvinnsluþjóð Evrópu og fara með munnþurrkuna rakleiðis í endurvinnsluna eftir að þú ert farinn heim. Einmitt svona áttu að borða súpu samkvæmt Bret- um. Aldrei snúa skeiðinni beint að þér heldur bera hana að munninum þannig að hún snúi á hlið. Þá er fingrasetningin líka nákvæmlega svona, þumallinn á rétt- um stað og skeiðin skal hvíla mjúklega á löngutöng. Þetta er mjög mikilvægt í breskri súpumáltíð. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.