Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Nýtt USB-tengi Ný MacBook er naum- hyggjuleg í meira lagi. *Ný Macbook-fistölva var kynnt um daginn og vaktimikla athygli að á henni er bara eitt tengi, svonefntUSB C-tengi sem notað er til að tengja tölvunavið straum og líka til gagnaflutninga. Á sama tímakynnti Google nýja Chromebook-tölvu sem erlíka með slíkt tengi, USB C, eða bara USB 3.1, semá örugglega eftir að verða allsráðandi, enda er það minna og flytur meiri straum og gögn á meiri hraða. Ég fjallaði fyrir stuttu um tæknivæddan Nissan X-Trailsem var með myndavélar og fjarlægðarskynjara nánastallan hringinn, en ný tæki í Subaru Outback eru ekki síður forvitnileg og vísbending um það sem koma skal í tækni- væðingu bíla. Subaru kynnti EyeSight á bílasýningu fyrir nokkrum árum, en þá mun einfaldara kerfi með myndavélum sem sáu ekki í lit. Með nýjum vélum getur kerfið greint liti og sér því miklu betur og lengra en forðum, aukinheldur sem það er fljótara að meta upplýsingar úr vélunum og fljótara að bregðast við fyrir vikið. Eitt af því sem litaskynjunin gerir kleift er að bíllinn greinir ef næsti bíll á undan hefur staðnæmst eða hægt skyndilega á sér, myndavélarnar „sjá“ rauð bremsuljós. Það að hafa vélarnar tvær gefur líka möguleika á dýptarskynjun, þrívídd, rétt eins og mannsaugu. Tölvan tekur svo við myndunum og greinir hvað er á seyði, getur þannig þekkt útlínur á gangandi vegfaranda, manni á reiðhjóli eða vélhjóli og bifreið. Hún nemur líka aðrar hindranir eins og ég kynnt- ist því ef staðnæmst var við húsvegg, bíllinn settur í Park (sjálfskiptur) og svo í Drive og stigið á inngjöfina heyrðist við- vörunarhljóð í stjórnborði, gaumljós kviknaði og bíllinn neitaði að fara áfram. Vissulega má komast hjá þessu með því að standa á inngjöfinni í smástund, ef einbeittur vilji er fyrir hendi, en þetta undirstrikar nokkuð vel hvað inngrip af þessu tagi getur komið sér vel. Annað sem ég fékk að reyna í prufuakstri er að hægt er að kveikja á skriðstilli (Cruise Control) með hraðahámarki og þá sér kerfið um að halda hraða með tilliti til þess sem er fram- undan; ef bíllinn fyrir framan hægir á sér hægði minn bíll líka á sér og er viðkomandi var búinn að beygja útá afrein og autt framundan gaf hann sjálfkrafa í þar til hámarkinu var náð. Þetta virkaði líka þegar komið var að ljósum, fyrst hægði hann á sér í samræmi við bílana á undan og staðnæmdist svo með réttu bili milli bíla. Þegar komið var grænt ljós og bíllinn á undan fór af stað beið minn bíll þar til smellt var á hnapp til að ræsa kerfið aftur og þá leitaðist hann við að fara upp í hraðann sem ákveðinn var áður. Að þessu sögðu þá er kerfið ekki óskeikult, það er hjálp- artæki, en tekur ekki við stjórninni. Þetta kom vel í ljós þar sem haldið var af Miklubrautinni eftir afrein upp á Snorra- braut, en þá sveigði bíllinn sem tölvan „fylgdi“ skyndilega á vinstri akrein og ef ekki hefði verið stigið á bremsuna hefði tölvan væntanlega ekki verið nógu fljót að skynja bílinn sem kom í ljós þegar hinn sveigði frá. Að þessu sögðu þá sagði ökumaður þá sögu að hann hefði verið á heimleið í Subaru með EyeSight-tækni þegar svínað var fyrir hann og áður en hann náði að stíga á bremsuna var bíltölvan búin að slá af eldsneytisgjöfinni og byrjuð að bremsa – semsé: Tölvan var fyrri til að átta sig en ökumaðurinn. Ekki er bara hægt að nota tæknina við skriðstilli, því hún grípur inní ef maður er á ferð og nálgast um of og of hratt fyrirstöðu, gangandi vegfaranda, reiðhjól eða annan bíl. Þá gefur kerfið frá sér hljóð og birtir viðvörun á skjá fyrir fram- an ökumanninn og slær síðan af inngjöfinni ef því finnst öku- maður ekki bregðast nógu hratt við og eins ef því finnst hann ekki stíga nógu fast á bremsurnar. Kerfið ræsir einnig stýr- isaðstoð ef það telur hættu á árekstri og auðveldar þannig að taka snarpa beygju. EyeSight-tæknin er þróuð á heimslóð Subaru, í Japan, og þar hafa menn gengið lengra í útfærslunni, því bíltölvan getur gripið inní ef bíllinn leitar útaf akreininni eða akbrautinni og stýrt henni aftur á réttan stað, það er að segja ef ekki var kveikt á stefnuljósi. Þessi útfærsla er þó ekki fáanleg utan Japan og óljóst hvort og þá hvenær hún verður í boði. Sú EyeSight-útfærsla sem fylgir Outback hér lætur þó vita ef maður sígur útaf akreininni og inn á næstu án þess að gefa stefnuljós og eins ef því finnst aksturslagið vera undarlegt. Eitt til: EyeSight lætur vita þegar tími er kominn til að halda af stað á ljósum, að því gefnu að það hafi verið bíll á undan og hann sé lagður af stað. SÉRÐU ÞAÐ SEM BÍLLINN SÉR? MENN SLÁST UM ÝMISLEGT Í BÍLAFRAMLEIÐSLU; VERÐ, ÚTLIT, EYÐSLA, BÚNAÐUR ER ÞAÐ SEM HEFUR SKIPT MESTU ALLA JAFNA, EN EFTIR ÞVÍ SEM BÍLAR VERÐA TÖLVUVÆDDARI FARA MENN LÍKA AÐ KEPPA Í SKYNJURUM, MYNDAVÉLUM, HJÁLPARBÚNAÐI OG FORRITUM. GOTT DÆMI UM ÞAÐ ER NÝR SUBARU OUTBACK. * EyeSight-myndavélarnar eru hvorsínum megin við ökumannsspegil. Snjór, klaki eða óhreinindi hafa eðlilega áhrif á hversu vel þær „sjá“ og bregðast við en þær eru þannig staðsettar að rúðu- þurrkurnar hreinsa rúðuna framan við þær. Þær ná að mynda allt að 100 metra framfyrir sig, og sjónsviðið er 35 gráður. * Nú hrista kannski einhverjir meist-araökumenn hausinn yfir forræðishyggj- unni (meirihluti ökumanna telur sig betri ökumann en meirihluta öku- manna), en það má slökkva á kerfinu að mestu og svo er það þannig hannað að það tekur aldrei völdin alveg, alltaf þegar ökumaður tekur við sér dregur EyeSight-tölvan sig í hlé. * Ef það gerist í þrígang að öku-maður er nánast búinn að keyra á og kerfið hefur þurft að komma honum til bjargar slekkur það á sér og þarf að drepa á bílnum til að gera það virkt að nýju – ekki galli heldur innbyggt í kerfið til að menn geti aðeins slakað á, náð áttum og kannski bara tekið leigubíl. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Eins og sjá má eru mynda- vélarnar hvor sínum meg- in við ökumannsspegilinn. Mörgum finnst það að óttaleg tilhugsun að bíltölvur taki völdin, en gleyma því þá að nú þegar grípa tölvur oft inní þegar þörf krefur, til að mynda í spólvörn eða ABS-hemlun. Það er og líklegt að tölvur muni skipta æ meira máli við akstur og kannski ekki svo langt í að þær sjái alfarið um aksturinn eða allt að því. Væri það þannig ekki draumur að geta sest inn í bílinn að morgni og slakað á í ösinni á Reykjanesbrautinni, Vesturlandsvegi eða Kringlumýrarbrautinni? Slíkt er ekki eins fjar- stæðukennt og virðist í fyrstu, því nokkur fyrirtæki, Google þar fremst meðal jafningja, hafa gert tilraunir með sannkallaðar sjálf- rennireiðir – bíla sem sjá sjálfir um aksturinn í vinnuna. Frumgerðir bílanna voru þannig að öku- maður sat við stýrið og gat gripið inní ef hann vildi, en nýjustu gerðir eru ekki með stýri eða fetla fyrir bremsur eða inngjöf – tölvan sér um allt. Á bílnum eru allskyns stjórntæki og skynjarar, þar á meðal 64 geisla leysigeislakerfi sem bíltölvan notar til að skanna umhverfið og bera saman við ofur- nákvæmt kort, en auk tölvu í bílnum tengist hún líka tölvuskýi. Bílarnir fara samvisku- samlega eftir umferðareglum, aka alltaf á réttum hraða, gæta að bili á milli bíla, eru ekki sífellt að gefa í og stíga á bremsurnar. Slíkir bílar eru ekki bara ætlaðir þeim sem losna vilja við ökustreitu, heldur líka fyrir þá sem geta ekki lengur keyrt vegna sjónskerð- ingar eða annarra sjúkdóma, nú eða vegna aldurs, en á YouTube má sjá myndskeið þar sem maður sem misst hefur sjónina að mestu notar Google-bíl til að fara á veitinga- hús og sinna erindum án þess að snerta stýr- ið. BÍLTÖLVUR TAKA VÖLDIN Alvöru sjálfrennireið Lexus sem Google breytti í sjálfrennireið. Einnig hefur Google prófað Audi og Toyota Prius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.