Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 38
Snjallúrið frá Apple mælir hjartslátt og hreyfingu A pple hefur nú opinberað að fyrsta snjallúr fyr- irtækisins, Apple Watch, sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju, mun kosta 349 Bandaríkjadollara, eða um 41 þúsund íslenskar krónur, í ódýrustu útgáfunni. Stærri útgáfa mun kosta um 7 þúsund krónum meira og hægt verður að forpanta eintök af úrinu í völdum búðum í Evrópu og Bandaríkjunum frá og með 10. apríl næstkomandi. Úrið fer svo í almenna sölu hinn 24. apr- íl. Þeir sem vilja gera vel við sig og halda almennilega upp á komu þessa nýja tækis á markað, geta reitt fram 10 þúsund dollara, eða rúma eina milljón króna, fyrir Apple Watch úr skíragulli. Forstjóri Apple, Tim Cook, steig á svið í Yerba Buena Center í San Francisco á mánudag og sýndi áhorfendum um víða veröld ýmsa kosti úrsins og vakti athygli á ýms- um nýjungum sem það hefur í för með sér. Þess má geta úrið er fyrsta nýja varan, sem Apple send- ir frá sér, síðan stofnandi fyrirtæk- isins, hinn goðsagnakenndi Steve Jobs, féll frá haustið 2011. Úrið mun meðal annars virka sem annar skjár fyrir iPhone og á skjá þess verður hægt að kalla fram marg- víslegar skífur, lesa skilaboð, hringja og taka við annars konar tilkynningum. Þá verður jafnframt hægt að styðjast við ýmiss konar smáforrit sem snjallsíminn keyrir í gegnum Bluetooth-tækni. Úrið mun lúta stjórn smáforrits á iPhone, sem gerir notendum kleift að breyta stillingum, hafa áhrif á hvers konar tilkynningar berast í úrið, og hvaða forrit eru virk. Þá geta notendur, líkt og áður sagði, valið úr ýmsum klukkum til að prýða skjá úrsins, þar á meðal mynd af Mikka Mús, þar sem hendur fígúrunnar gegna hlutverki klukkuvísa. Notendur úrsins munu geta svarað skilaboðum með raddstýr- ingu – þó væntanlega aðeins á ensku og öðrum stærri tungum – eða með því að nota tilbúin svör sem úrið býður upp á. Apple hefur hins vegar líka tilkynnt að not- endur úrsins geti átt samskipti sín á milli í gegnum úrið á nýstárlegan hátt, til dæmis með því að fá úr til þess að hnippa í úlnlið eiganda síns, eða með því að streyma hjart- slátt annars notanda í rauntíma á skjánum. Hjartariti og hraðamælir Á bakhlið úrsins er að finna hjarta- rita, sem skrásetur og fylgist með hjartslætti notandans daginn inn og út og tengist beint við smáforrit Apple sem nefnist Health. Hraða- mælir mun jafnframt mæla alla hreyfingu notandans, á svipaðan hátt og fitness-bönd, og áminna notendur um að standa upp og ganga um, hafi þeir setið kyrrir í langan tíma. Tim Cook varði tölu- verðum tíma af kynningu sinni í að varpa ljósi á möguleika úrsins sem varða heilsu og heilbrigði. Hann sagði meðal annars að „ekki aðeins væri Apple Watch fallegur gripur, heldur væri það þróaðasti tíma- mælir sem nokkru sinni hefði verið framleiddur; það er byltingarkennt hvað varðar tengingu við aðra og það er jafnframt öflugur félagi og samherji á sviði heilbrigðis og heilsu“. Cook lagði áherslu á að Apple væri fyrirtæki sem legði sig í líma við að bæta lífskjör fólks. „Apple Watch tekur þetta hins vegar skrefinu lengra. Það fylgist með hreyfingum þínum og minnir þig jafnframt á að standa upp og hreyfa þig ef þú hefur setið of lengi í senn. Það er eins og að vera með þjálfara á úlnliðnum.“ Cook benti jafnframt á að þriðju aðilar gætu hannað sín eigin snjall- forrit fyrir úrið, þó svo að enn sem komið er verði þessi forrit að lúta yfirsjón iPhone-forritsins. „Það er í raun bara byrjunin, vegna þess að þú munt geta borgað í gegnum Apple Pay, skoðað myndirnar þín- ar, hlustað á tónlistina þína. Þú getur spurt Siri bara með því að nota úrið þitt, og einn möguleiki sem er í uppáhaldi hjá mér er að þú getur tekið við tilkynningum í gegnum Apple Watch … svo þú getur fylgst með uppáhalds- íþróttaliðinu þínu, tengst sam- félagsmiðlum, lesið fréttir og svo framvegis.“ Úrið er afrakstur vinnu að- alhönnuðar Apple, Sir Jony Ive, og verður fáanlegt í þremur útgáfum og tveimur stærðum, með 38 mm ramma annars vegar og 42 mm ramma hins vegar. Apple mun jafn- framt bjóða upp á ýmiss konar ólar og liti til þess að neytendur geti fengið úrið sem þeir vilja. Ódýrsta útgáfan Apple Watch Sport mun, eins og áður sagði, kosta 349-399 dollara. Sapphire and steel Apple Watch mun kosta frá 549 dollurum til 1.099 dollara. Gullúrið sjálft, Gold Apple Watch Edition, mun svo kosta 10.000 dollara. Eins og Android-snjallúrin frá Google mun Apple Watch ekki búa yfir eiginleikum farsíma og því verða að stóla á iPhone upp á teng- ingu við internetið. Þá mun síminn jafnframt keyra þyngri forrit til þess að spara rafhlöðu úrsins, en samkvæmt upplýsingum frá Apple má búast við því að rafhlaðan end- ist í um 18 klukkustundir. APPLE WATCH-SNJALLÚRSINS HEFUR VERIÐ BEÐIÐ MEÐ MIKILLI EFTIRVÆNTINGU. ÚRIÐ ER FYRSTA NÝJA VARAN SEM FYRIRTÆKIÐ SETUR Á MARKAÐ EFTIR DAUÐA STEVE JOBS. Á MÁNUDAG STIGU FORSVARSMENN FYRIRTÆKISINS FRAM OG KYNNTU HELSTU NÝJUNGAR ÚRSINS. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is AFP Ætlunin er að fara að taka við pöntunum á Apple snjallúrinu frá óþolinmóðum viðskiptavinum í völdum löndum þann 10. apríl næstkomandi. Kynningar á nýjungum í tækniheiminum eru sjaldn- ast látlausar. Tim Cook sá um að kynna Apple snjall- úrið til sögunnar í vikunni. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Græjur og tækni Solar Impulse 2, sólarorkuknúin flugvél sem stefnt er á að fljúga umhverfis hnöttinn, lauk í vikunni fyrsta legg sínum þegar hún lenti í Múskat í Óman eftir 12 klukkustunda flug frá Abu Dhabi. Næstu fimm mánuði mun flugvélin ferðast heimshorna á milli. Umhverfis hnöttinn á sólarafli Selfie-prikin auvelda til muna sjálfsmyndir fólks, ekki síst ef ætlunin er að taka hóp- mynd, og á götum stórborga verða slík prik nú sífellt algengari. En þau vekja hins vegar mismikla lukku. Virt söfn í París hafa nú tekið upp á því að banna selfie-prik af ótta við að notkun þeirra muni leiða til skemmda á ómetanlegum listaverkum. Daily Telegraph sagði frá því í vikunni að verðir við hallargarðinn í Ver- sölum rétt fyrir utan París fyrirskipi nú gestum og gangandi að leggja niður selfie- prikin. Heimildir herma að blátt bann verði lagt við notkun selfie-prika á svæð- inu innan nokkurra vikna. Þá er jafnframt talið að nýlistasafnið Centre Pompidou ætli sér að fylgja í sömu fótspor og útskúfa selfie-prikinu frá sölum safnsins. Á Louvre er einnig rætt af mikilli alvöru um málið og þótt ekki hafi bann verið lagt á enn sem komið er er gestum vinsamlega bent á að óheimilt sé að beina einhverju að listaverkunum. Hugsunin á bak við það að stemma stigu við notkun selfie-priksins er að koma í veg fyrir að óvarkárir safngest- ir reki prikin utan í styttur eða ómetanleg málverk og valdi þannig óafturkræfum skaða á þeim. Nú þegar hefur notkun sel- fie-prika verið bönnuð á ýmsum íþrótta- leikvöngum í Lundúnum og á Smithsonian- stofnuninni í Washington. Það kann því að vera að dagar selfie-priksins innandyra verði senn taldir. Vernda listina fyrir selfie-prikinu SELFIE-PRIK VERÐA SÍFELLT ALGENGARI SJÓN OG NUTU MEÐAL ANNARS MIKILLA VINSÆLDA SEM JÓLAGJAFIR UM SÍÐUSTU JÓL. Á SÖFNUM HEIMS ER ALGENGT AÐ FÓLK TAKI LJÓSMYNDIR OG SAFNVERÐIR ERU NÚ VÍÐA ÁHYGGJUFULLIR UM AÐ ÞAÐ SÉ TÍMASPURSMÁL HVENÆR SLÍKT PRIK VERÐI REKIÐ Í ÓMETANLEGT LISTAVERK FYRIR SLYSNI. Þessar þrjár stúlkur mynda sig með selfie- priki, grunlausar um þá ógn og skelfingu sem það getur kallað yfir tímalausa list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.