Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Síða 38
Snjallúrið frá Apple mælir hjartslátt og hreyfingu A pple hefur nú opinberað að fyrsta snjallúr fyr- irtækisins, Apple Watch, sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju, mun kosta 349 Bandaríkjadollara, eða um 41 þúsund íslenskar krónur, í ódýrustu útgáfunni. Stærri útgáfa mun kosta um 7 þúsund krónum meira og hægt verður að forpanta eintök af úrinu í völdum búðum í Evrópu og Bandaríkjunum frá og með 10. apríl næstkomandi. Úrið fer svo í almenna sölu hinn 24. apr- íl. Þeir sem vilja gera vel við sig og halda almennilega upp á komu þessa nýja tækis á markað, geta reitt fram 10 þúsund dollara, eða rúma eina milljón króna, fyrir Apple Watch úr skíragulli. Forstjóri Apple, Tim Cook, steig á svið í Yerba Buena Center í San Francisco á mánudag og sýndi áhorfendum um víða veröld ýmsa kosti úrsins og vakti athygli á ýms- um nýjungum sem það hefur í för með sér. Þess má geta úrið er fyrsta nýja varan, sem Apple send- ir frá sér, síðan stofnandi fyrirtæk- isins, hinn goðsagnakenndi Steve Jobs, féll frá haustið 2011. Úrið mun meðal annars virka sem annar skjár fyrir iPhone og á skjá þess verður hægt að kalla fram marg- víslegar skífur, lesa skilaboð, hringja og taka við annars konar tilkynningum. Þá verður jafnframt hægt að styðjast við ýmiss konar smáforrit sem snjallsíminn keyrir í gegnum Bluetooth-tækni. Úrið mun lúta stjórn smáforrits á iPhone, sem gerir notendum kleift að breyta stillingum, hafa áhrif á hvers konar tilkynningar berast í úrið, og hvaða forrit eru virk. Þá geta notendur, líkt og áður sagði, valið úr ýmsum klukkum til að prýða skjá úrsins, þar á meðal mynd af Mikka Mús, þar sem hendur fígúrunnar gegna hlutverki klukkuvísa. Notendur úrsins munu geta svarað skilaboðum með raddstýr- ingu – þó væntanlega aðeins á ensku og öðrum stærri tungum – eða með því að nota tilbúin svör sem úrið býður upp á. Apple hefur hins vegar líka tilkynnt að not- endur úrsins geti átt samskipti sín á milli í gegnum úrið á nýstárlegan hátt, til dæmis með því að fá úr til þess að hnippa í úlnlið eiganda síns, eða með því að streyma hjart- slátt annars notanda í rauntíma á skjánum. Hjartariti og hraðamælir Á bakhlið úrsins er að finna hjarta- rita, sem skrásetur og fylgist með hjartslætti notandans daginn inn og út og tengist beint við smáforrit Apple sem nefnist Health. Hraða- mælir mun jafnframt mæla alla hreyfingu notandans, á svipaðan hátt og fitness-bönd, og áminna notendur um að standa upp og ganga um, hafi þeir setið kyrrir í langan tíma. Tim Cook varði tölu- verðum tíma af kynningu sinni í að varpa ljósi á möguleika úrsins sem varða heilsu og heilbrigði. Hann sagði meðal annars að „ekki aðeins væri Apple Watch fallegur gripur, heldur væri það þróaðasti tíma- mælir sem nokkru sinni hefði verið framleiddur; það er byltingarkennt hvað varðar tengingu við aðra og það er jafnframt öflugur félagi og samherji á sviði heilbrigðis og heilsu“. Cook lagði áherslu á að Apple væri fyrirtæki sem legði sig í líma við að bæta lífskjör fólks. „Apple Watch tekur þetta hins vegar skrefinu lengra. Það fylgist með hreyfingum þínum og minnir þig jafnframt á að standa upp og hreyfa þig ef þú hefur setið of lengi í senn. Það er eins og að vera með þjálfara á úlnliðnum.“ Cook benti jafnframt á að þriðju aðilar gætu hannað sín eigin snjall- forrit fyrir úrið, þó svo að enn sem komið er verði þessi forrit að lúta yfirsjón iPhone-forritsins. „Það er í raun bara byrjunin, vegna þess að þú munt geta borgað í gegnum Apple Pay, skoðað myndirnar þín- ar, hlustað á tónlistina þína. Þú getur spurt Siri bara með því að nota úrið þitt, og einn möguleiki sem er í uppáhaldi hjá mér er að þú getur tekið við tilkynningum í gegnum Apple Watch … svo þú getur fylgst með uppáhalds- íþróttaliðinu þínu, tengst sam- félagsmiðlum, lesið fréttir og svo framvegis.“ Úrið er afrakstur vinnu að- alhönnuðar Apple, Sir Jony Ive, og verður fáanlegt í þremur útgáfum og tveimur stærðum, með 38 mm ramma annars vegar og 42 mm ramma hins vegar. Apple mun jafn- framt bjóða upp á ýmiss konar ólar og liti til þess að neytendur geti fengið úrið sem þeir vilja. Ódýrsta útgáfan Apple Watch Sport mun, eins og áður sagði, kosta 349-399 dollara. Sapphire and steel Apple Watch mun kosta frá 549 dollurum til 1.099 dollara. Gullúrið sjálft, Gold Apple Watch Edition, mun svo kosta 10.000 dollara. Eins og Android-snjallúrin frá Google mun Apple Watch ekki búa yfir eiginleikum farsíma og því verða að stóla á iPhone upp á teng- ingu við internetið. Þá mun síminn jafnframt keyra þyngri forrit til þess að spara rafhlöðu úrsins, en samkvæmt upplýsingum frá Apple má búast við því að rafhlaðan end- ist í um 18 klukkustundir. APPLE WATCH-SNJALLÚRSINS HEFUR VERIÐ BEÐIÐ MEÐ MIKILLI EFTIRVÆNTINGU. ÚRIÐ ER FYRSTA NÝJA VARAN SEM FYRIRTÆKIÐ SETUR Á MARKAÐ EFTIR DAUÐA STEVE JOBS. Á MÁNUDAG STIGU FORSVARSMENN FYRIRTÆKISINS FRAM OG KYNNTU HELSTU NÝJUNGAR ÚRSINS. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is AFP Ætlunin er að fara að taka við pöntunum á Apple snjallúrinu frá óþolinmóðum viðskiptavinum í völdum löndum þann 10. apríl næstkomandi. Kynningar á nýjungum í tækniheiminum eru sjaldn- ast látlausar. Tim Cook sá um að kynna Apple snjall- úrið til sögunnar í vikunni. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Græjur og tækni Solar Impulse 2, sólarorkuknúin flugvél sem stefnt er á að fljúga umhverfis hnöttinn, lauk í vikunni fyrsta legg sínum þegar hún lenti í Múskat í Óman eftir 12 klukkustunda flug frá Abu Dhabi. Næstu fimm mánuði mun flugvélin ferðast heimshorna á milli. Umhverfis hnöttinn á sólarafli Selfie-prikin auvelda til muna sjálfsmyndir fólks, ekki síst ef ætlunin er að taka hóp- mynd, og á götum stórborga verða slík prik nú sífellt algengari. En þau vekja hins vegar mismikla lukku. Virt söfn í París hafa nú tekið upp á því að banna selfie-prik af ótta við að notkun þeirra muni leiða til skemmda á ómetanlegum listaverkum. Daily Telegraph sagði frá því í vikunni að verðir við hallargarðinn í Ver- sölum rétt fyrir utan París fyrirskipi nú gestum og gangandi að leggja niður selfie- prikin. Heimildir herma að blátt bann verði lagt við notkun selfie-prika á svæð- inu innan nokkurra vikna. Þá er jafnframt talið að nýlistasafnið Centre Pompidou ætli sér að fylgja í sömu fótspor og útskúfa selfie-prikinu frá sölum safnsins. Á Louvre er einnig rætt af mikilli alvöru um málið og þótt ekki hafi bann verið lagt á enn sem komið er er gestum vinsamlega bent á að óheimilt sé að beina einhverju að listaverkunum. Hugsunin á bak við það að stemma stigu við notkun selfie-priksins er að koma í veg fyrir að óvarkárir safngest- ir reki prikin utan í styttur eða ómetanleg málverk og valdi þannig óafturkræfum skaða á þeim. Nú þegar hefur notkun sel- fie-prika verið bönnuð á ýmsum íþrótta- leikvöngum í Lundúnum og á Smithsonian- stofnuninni í Washington. Það kann því að vera að dagar selfie-priksins innandyra verði senn taldir. Vernda listina fyrir selfie-prikinu SELFIE-PRIK VERÐA SÍFELLT ALGENGARI SJÓN OG NUTU MEÐAL ANNARS MIKILLA VINSÆLDA SEM JÓLAGJAFIR UM SÍÐUSTU JÓL. Á SÖFNUM HEIMS ER ALGENGT AÐ FÓLK TAKI LJÓSMYNDIR OG SAFNVERÐIR ERU NÚ VÍÐA ÁHYGGJUFULLIR UM AÐ ÞAÐ SÉ TÍMASPURSMÁL HVENÆR SLÍKT PRIK VERÐI REKIÐ Í ÓMETANLEGT LISTAVERK FYRIR SLYSNI. Þessar þrjár stúlkur mynda sig með selfie- priki, grunlausar um þá ógn og skelfingu sem það getur kallað yfir tímalausa list.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.