Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 41
15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16 SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS VOR 2015 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight Þ að mun aldeilis draga til tíðinda í lok mars því þá kemst undir- rituð loks í fullorðinna manna tölu. Eftir löng og ströng ung- lingsár mun 38 ára afmælisdagurinn renna upp bjartur, þurr og fagur. Eins skringilega og það kannski hljómar þá hefur undirritaðri alltaf fundist þeir sem eru 38 ára mjög fullorðnir eða mun fullorðnari en þeir sem eru 36 ára eða 37 ára. Ég mun því að sjálfsögðu gera ráð fyrir að ég muni vakna upp hinn 23. mars sem algerlega fullmótuð fullorðin kona sem veit hvert hún er að fara og hvaðan hún er að koma. Þessi kona mun ekki efast um neitt – heldur keyra allt í botn á hraðbraut lífsins (algerlega óttalaus … með fæturna á jörðinni). Og svo mun hún skella á ef einhver hringir í hana og spyr hana hvort viðkomandi megi tala við pabba hennar. Til þess að taka fagnandi á móti þessum virðulega aldri var einhvern veginn ekkert annað í stöðunni en að festa kaup á færslubók. Svona eldra fólk hefur náttúrlega mjög góða yf- irsýn yfir fjármál sín og neyslu og því er ungling- urinn að æfa sig í því að skrifa niður hverja ein- ustu krónu sem fer út af reikningnum. Undirrituð hefur fulla trú að allir geti orðið meistarar ef þeir nota fítonskraftinn sem býr innra með þeim og setja hann í forgrunn. Með færslubókina að vopni hefur undirrituð upp- götvað alveg nýja hlið á lífinu og það er hvað það er gott að leggjast á koddann á færslu- lausum dögum. Fyrir þá sem ekki þekkja færslulausa daga þá eru það þeir dagar sem enginn peningur fer út af kortinu … Eini gallinn á færslubók- argeðveikinni er að ég er skyndilega farin að sjá svo- lítið illa. Stundum þarf ég alveg að píra augun þegar ég skrifa niður 500 kall hér og 500 kall þar. Samt segja sérfræðingar að það séu al- veg 2 ár í lesgleraugun eða jafnvel meira ef ég hef unnið í genalotteríinu. Undirrituð er þó ekki farin að sjá það illa að hún komst að því að það væri ekki nóg að færslubóka bara yfir sig – hún þyrfti líka að setja smá- kraft í húðumhirðuna. Það eina sem vitað er í þessum heimi er að það strekkist víst ekki á andlitinu með aldrinum, allavega ekki af sjálfu sér! Undirrituð er því farin að bera á sig húðnæringuna birtu, Lift & Glow, frá Sóley Organics, og setur 1-2 dropa samviskusamlega á allt andlitið og líka á hálsinn og nuddar vel. Í þessari húðnæringu, sem er íslensk og lífræn, er hafþyrnir, birki og vallhumall, sem ilmar líka svona ógurlega vel. Þess á milli er andlitið djúphreinsað með Clarisonic-burstanum kvölds og morgna en hann gerir það að verkum að hann hreinlega burstar burt þreytu og ellimerki. Ef ég færi einhvern tímann í ríkið myndi ég náttúrlega þrá það heitar en allt að vera spurð um skilríki, en lífið á snúrunni eyðileggur þetta náttúrlega allt fyrir mér … martamaria@mbl.is Húðnæringin er hér lengst til vinstri en hún er frá Sóley Organics. Það styttist í afmæliskökuna! Að komast í fullorðinna manna tölu … Clarisonic- húðburstinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.