Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 43
Hildur sótti innblástur í sterkar kven- fyrirmyndir og galdra FATALÍNA INNBLÁSIN AF GÖLDRUM Dans og dul- mögnuð orka L ínan er innblásin frá dul- magnaðri og kraftmikilli orku sem finnst í náttúr- unni. Þar vaxa grös, jurtir notaðar til að útbúa seyði sem býr yfir lækningamætti en það má einn- ig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla hjartað,“ segir Hild- ur Yeoman fatahönnuður. Hildur kynntist seiðkonu og saman þróuðu þær jurtablöndur og mynstrin úr þeim koma fram í prentun. Hún segir línuna er ekki síður innblásna af sterkum kvenfyrirmyndum í bland við galdrana. „Mig langaði að klæða þær konur í kringum mig sem ég lít upp til, sem mér finnst töff og áhugaverðar eða gefa frá sér flotta orku,“ bætir Hildur við spurð um val á fyrirsætum. Á sýningunni náði hönnuðurinn að skapa einstaka stemningu en hún vann með Valgerði Rúnars- dóttur og Aðalheiði Halldórsdóttur sem sömdu dansverk fyrir sýn- inguna. Þær fengu til liðs við sig nokkra atvinnudansara til að sýna og túlka seiðkonur. „Ég hef unnið mikið með döns- urum og hef rosalega gaman af því, ég elska að sjá hvernig þeir túlka fötin.“ Tónlistin var í höndum The Gosl- ings, hljómsveit sem stofnuð var fyrir sýninguna af þeim Kristínu Önnu, Ásu Dýradóttur og Ingi- björgu Turchi. Sýningin var haldin í Vörðuskóla sem hannaður er af Guðjóni Sam- úelssyni. „Ég er nýflutt handan við hornið og horfi á skólann út um gluggann. Eitt kvöldið datt mér í hug að kíkja þarna inn, þá tók á móti okkur þessi dásamlega fallegi inngangur og stigi. Við urðum alveg heilluð af skólanum sem spilaði stórt hlutverk í sýningunni.“ FLÓRA ER NÝ FATALÍNA HILDAR YEOMAN. HILDUR SÓTTI INNBLÁSTUR Í STERKAR KVENFYRIRMYNDIR OG GALDRA. MIKILL KRAFTUR EINKENNDI ÞESSA DULMÖGNUÐU SÝNINGU HILDAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Fatnaður og fylgi- hlutir eru hönnun Hildar en skófatn- aður er frá GS skóm. Morgunblaðið/Golli Tónlist og dans í bland við einstaka hönnun sköpuðu dulmagnað andrúmsloft á sýningunni. 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 SEPP St. 42cm ED St. 38cm SAGGO St. 37cm OM St. 35cm Við borðum áhyggjurnar þínar! ÁHYGGJUÆTUR NÝTT POLLI St. 42cm FLINT St. 33cm Fæst í Hagkaup www.nordicgames.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.