Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 45
15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 að ríkisstjórnin kynnti hið allra fyrsta lokaniðurstöðu sína í aðildarmálinu. Það var eðlileg ábending. Það hefur ekki verið upplýst af hverju það gerðist ekki. Setningin hér að framan um að hin „nýja stefna“ rík- isstjórnarinnar „yfirtaki hvers kyns skuldbindingar af hálfu fyrri ríkisstjórnar“ þarf skýringar við. Hún hljómar eins og ESB-sinnarnir sem ráða nú stóru og smáu í utanríkisráðuneytinu, séu að tryggja að sú að- lögun sem fyrri stjórn stóð fyrir, á þeirri forsendu að Ísland væri á leið inn í ESB, standi þótt slíkum áformum hafi verið hafnað. Það væri auðvitað fráleitt. En að öðru leyti þá virðist ályktun Ríkisstjórnar- innar vera orðuð með afgerandi hætti. Stækkunarstjóri hlustar ekki Því vekur eftirtekt að Stækkunardeild ESB virðist ekki líta þannig á, samkvæmt því sem hún segir að- spurð við Morgunblaðið. Hún segir að Ísland sé og verði áfram umsóknarríki að Evrópusambandinu, þrátt fyrir það sem ríkisstjórn þess lands álykti um að sé „bjargföst“ sannfæring. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að yfirstjórn ESB tekur lítið mark á yfirlýsingum hinna smærri ríkisstjórna eða á úrslitum almennra kosninga ef slíkt fylgir ekki forriti frá Brussel. En það kemur samt óneitanlega á óvart að íslenska ríkisstjórnin skuli meðhöndluð eins, þótt ESB hafi enn ekki „yfirtekið allar skuldbindingar“ þess ríkis, a.m.k. ekki að forminu til. En óljós og fálmkennd stefna ríkisstjórnarflokk- anna í málinu í næstum tvö ár kann að ýta undir að Evrópusambandið telur ekki nauðsynlegt að taka þá alvarlega. Það liggur fyrir að stjórnarandstaða, sem var og er þó með allt niðrum sig í málinu, gat komið í veg fyrir að þetta mál fengi efnislega umræðu á þingi. Yfir- stjórn þingsins missti allt vald á meðferð ályktunar- tillögu um afturköllun umsóknar og ómálefnaleg stjórnarandstaða talaði dögum saman um „störf þingsins“. Meirihluti þingsins og leiðtogar þess sátu vand- ræðalegir undir þessu ómerkilega upphlaupi, án þess að taka á því. Síðan hefur ekki kjarkur endurheimst til að klára málið, sem er þó hreinn hégómi. Þó ætti það að vera eftirsóknarvert tækifæri að fá að ræða aðildar- umsóknina í þinginu. Einsmálsflokkurinn í þinginu engist sundur og saman vegna þess og helstu tals- menn trúarjátningarinnar eru fallnir opinberlega frá henni. Hinn gamli stjórnarflokkurinn á skilið að fá vandaða umræðu um eindæma tvöfeldni sína og sögu- leg svik í svo stóru máli. Snýst ekki um formskyldu Það er vafalaust að ríkisstjórnin er óbundin af þings- ályktunartillögu síðasta þings um málið. Þar við bæt- ist að meðferð þingsályktunartillögunnar var lokið án árangurs áður en síðasta kjörtímabil var úti. Ekki hafði þá verið samið um eitt einasta atriði á milli Íslands og ESB. En á hinn bóginn hafði svoköll- uð „samninganefnd“ Össurar hamast við að laga ís- lenskar reglur að aðild að ESB og mætt með þær reglubundið til stækkunarstjórans eins og skólabörn með stíla. Vandamálið nú, eftir að stórfurðuleg við- brögð embættismanna ESB hafa borist, virðist klárt. Það er ekki aðildarumsóknin sem komin er „á byrj- unarreit“ eins og það var orðað. ESB lætur eins og ríkisstjórnin sé komin á byrjunarreit eftir fát og fum í tvö ár. Hún hafði hrökklast niðurlægð með málið úr þinginu og margoft tilkynnt að þess væri von þangað aftur „alveg á næstunni“ án þess að af því yrði. Evr- ópusambandið dregur af því þá ályktun að ríkis- stjórnin hafi ekki meirihluta á þingi fyrir málinu. Það er ekki skrítið þótt Evrópusambandið geri það. En það er þó ekki rétt niðurstaða. Það er vafalaust að meirihluti Alþingis er í þessu máli í góðu samræmi við þjóðarviljann. En ESB er að reyna að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar á Ís- landi í slagnum við ríkisstjórnina. Það gerir sam- bandið jafnan við pólitískar 5. herdeildir í löndum sem það er að eiga við. Einn af fræðimönnunum við H.Í., góðkunningi Samfylkingarinnar, sagði raunar eftir að ályktun ríkisstjórnarinnar var kynnt, að ekki skipti máli hvað Ríkisstjórn Íslands segði að fælist í ályktun hennar. Aðeins það, hvað ESB teldi að fælist í þeirri ályktun. Fræðimaðurinn er, eins og sumir aðrir, fyrir löngu kominn með víðfeðmara ríkisfang en hann hafði áður. Æfinlega æfir Það er kátbroslegt hvað Ríkisútvarpið æsir sig með stjórnarandstöðunni án þess að leyna því. Fréttastof- an sagði að „leiðtogar stjórnarandstöðunnar væru æfir“ og ekki vottaði fyrir gagnrýni í þeirra garð. Sömu leiðtogar sem komu vikum saman, með mis- notkun á taumlausri undanlátssemi í þinginu, í veg fyrir efnislega umræðu þar og komu jafnframt í veg fyrir að þingviljinn næði fram kvarta nú yfir því að hafi ekki fengið að njóta sín. Sömu leiðtogar og eru „æfir,“ að sögn baráttu- bræðra þeirra á „RÚV,“ yfir því að fá ekki „þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ eru „æfir“ yfir broti á stjórnar- skrá, sem ekki er fótur fyrir. Þeir sömu leiðtogar felldu allar tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta mál og tóku ákvörðun um að ganga í Evrópu- sambandið (það fólst í viðræðunum), sem þó stenst alls ekki íslensku stjórnarskrána. Um það er enginn ágreiningur á milli þeirra sem eitthvað þekkja til þessa grundvallarrits íslenskrar stjórnskipunar. Morgunblaðið/Eggert * Það er vafalaust að ríkisstjórnin er óbundin af þingsályktunartillögu síðasta þings um málið. Þar við bætist að meðferð þingsályktunar- tillögunnar var lokið án árangurs áður en síðasta kjörtímabil var úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.