Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 47
Málamiðlun á ekki heima í listum T ónskáldið Jóhann Jóhannsson var staddur í stúdíói sínu í Berlín, þar sem hann er búsettur, þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við hann. Hann byrjar dag- inn alltaf á einum góðum kaffibolla, hvorki meira né minna, og dugar það honum þrátt fyrir að dagarnir séu oft langir og annasam- ir. Jóhann varð fyrr á árinu fyrsti Íslending- urinn til að hreppa Golden Globe-verðlaun en þau fékk hann fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. Viðtalið fer fram á Skype þar sem Jóhann er ekki á leið til landsins í bili og hefur ekki komið í dágóðan tíma fyrir ut- an skottúr á Iceland Airwaves í fyrra en þá kom hann fram á hátíðinni. Hann er bókaður langt fram í tímann, fram á mitt ár 2016, og var mikið bókaður áður en hann hreppti þessi verðlaun og fékk óskarstilnefninguna fyrir sömu mynd. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri, mikill sirkus,“ segir Jóhann. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, áður en hann fór að starfa alfarið sem tónskáld. Í fyrstu þegar ferill hans er skoðaður lítur ekki endilega út fyrir að það sé rökrétt framhald að fara úr rokk- hljómsveit í kvikmyndatónlist en þegar nán- ar er að gáð hefðu hlutirnir vart getað æxl- ast öðruvísi. Mótandi æskuár í París Jóhann ólst upp á Miðbrautinni á Seltjarn- arnesi og gekk í Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla fyrir utan nokkurra ára hlé þegar fjölskyldan flutti til Frakklands. Faðir hans, Jóhann Gunnarsson, vann hjá tölvufyrirtækinu IBM frá miðjum sjöunda áratugnum og árið 1977, þegar Jóhann var átta ára, fluttist fjölskyldan búferlum til Par- ísar. „Þetta var mótandi tímabil og þessi reynsla hafði mikil áhrif á mig. Ég var rifinn upp með rótum frá vinunum og þurfti að fóta mig í nýju umhverfi og læra nýtt tungu- mál. Ég var mjög heppinn með skóla,“ segir Jóhann en skólinn var alþjóðlegur með börn- um víðsvegar að úr heiminum. Kennslan fór fram á ensku þótt krakkarnir færu líka í frönskutíma á hverjum degi. „Þarna var samankominn mjög áhugaverð- ur hópur af krökkum. Ég held það sé hollt fyrir börn að upplifa önnur tungumál og annað umhverfi,“ segir hann en Ísland á átt- unda áratugnum var mun fábreyttara og ein- angraðra en í dag. Skólinn var með öfluga tónlistarkennslu og þar fór Jóhann í sinn fyrsta tónlistartíma. „Þarna var stórt og mikið hljóðfærasafn, meðal annars risastór Moog-hljóðgervill, sem mér fannst ótrúlega áhugaverður. Það var tónlistarstúdíó í skólanum og ég man sterk- lega eftir að hafa farið í heimsókn í þetta stúdíó, þetta var mótandi stund og hafði mikil áhrif á mig. Ég byrjaði að æfa á bás- únu og hélt því áfram þegar ég kom heim til Íslands og fljótlega eftir það fór ég að læra á píanó,“ segir Jóhann sem kláraði grunn- skólann á Seltjarnarnesinu eftir að hafa ver- ið í fjögur ár í Frakklandi og fór svo í MR og síðar í nám í ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Eftir heimkomuna gekk hann í Lúðrasveit Seltjarnarness og seinna í Lúðrasveitina Svaninn. „Pabbi var áhugatónlistarmaður og spilaði á trommur og harmonikku, og gerir enn, en hann var í Svaninum. Ég byrjaði í Svaninum fyrir tilstilli hans og básúnukenn- arans míns, Skarphéðins Einarssonar. Þetta var fyrsta reynsla mín af því að spila í hljómsveit,“ segir Jóhann sem þá var þrett- án fjórtán ára. Lúðrasveitirnar fylgdu hon- um inn í framtíðina en tvö af hans stærstu verkum, The Miners’ Hymns og Virðulegu forsetar, eru fyrir lúðrasveitir. „Síðan færði ég mig yfir á píanó. Ég fékk strax mikinn áhuga á því að útsetja og vinna með hljómsveit, hvernig hjóðfæri vinna sam- an og hvernig eigi að búa til hljóðheim með samspili hljóðfæra.“ Áferðin á hávaðanum Síðar byrjaði hann að spila á rafmagnsgítar og samhliða þessu klassíska námi kom áhug- inn á rokktónlist og því að stofna hljómsveit. Sú fyrsta á þessu sviði var Daisy Hill Puppy Farm, stofnuð með strákum af Nesinu sem áttu margt sameiginlegt á tónlistarsviðinu. „Við vorum að prófa okkur áfram í því að búa til hávaða úr rafmagnsgíturum og trommum. Við bjuggum til frumsætt og minimalískt en í raun mjög melódískt pönk. Við höfðum mjög mikinn áhuga á áferðinni á hávaðanum. Við vorum að leika okkur að taka upp á fjögurra rása upptökutæki. Við gerðum tvær litlar plötur sem komu út hjá bresku fyrirtæki í gegnum Dr. Gunna. Fyrstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru með S.H. Draumi og við vinguðumst við Gunnar Hjálmarsson,“ segir Jóhann sem var átján ára þegar þarna er komið sögu. Aðrar sveitir í sömu senu voru til dæmis Sogblettir og Bleiku Bastarnir. „Þetta var svolítið í kringum Smekkleysu, við spiluðum einhvern tímann með Sykurmolunum og HAM var líka hluti af þessari senu,“ segir Jóhann sem spilaði síðar með síðastnefndu sveitinni. Hann rifjar upp tímann með Daisy Hill Puppy Farm. „Þetta voru mörg lög af gít- arhávaða og við vorum að gera „feedback“- sinfóníur,“ segir hann og líkir tónlistinni við „skúlptúrískan hávaðavegg“. „Því meira sem ég eldist finnst mér ég alltaf nálgast meira og meira þennan gaur, átján ára að leika sér með gítarhávaða í ein- hverjum kjallara úti á Nesi. Ég er að gera í raun alveg það sama núna. Það er kannski aðeins fágaðra en grundvallarmarkmiðin eru þau sömu. Mér finnst ekki svo langt á milli tónlistarmannsins sem ég var þá og þess sem ég er núna,“ segir hann. (Hvað er ein óskarstilnefning milli vina!) Gefandi samstarf í sköpun „Það sem mig vantaði á þessum tíma var þekking og reynsla og fljótlega eftir að Daisy Hill hætti ákvað ég að verða mér úti um sem mesta reynslu og vinna með sem flestu fólki. Ég reyndi að finna áhugavert fólk til að vinna með og læra af. Samstarf er mjög mikilvægt og gefandi í allri sköpun.“ Hann segir samstarfið ekki síst mikilvægt í starfi sínu nú. „Mikið af því sem ég geri er undir mínu nafni en þetta er alltaf samvinna við tónlistarmenn,“ segir hann og víkur að óskarsmyndinni The Theory of Everything. „Þar var ég að vinna með uppundir hundrað tónlistarflytjendum. Tónskáldið gerir voða lítið einn bara með blað og penna. Það er háð góðu samstarfi við stóran hóp flytjenda og ég var heppinn að hafa aðgang að frá- bærum spilurum.“ Hvernig er það ferli að búa til tónlist við kvikmynd? „Það mikilvægasta er samtalið við leik- stjórann en það er mismunandi eftir verk- efnum hvenær ég er fenginn inn. Sumir leik- stjórar tala við mig áður en þeir eru byrjaðir að taka og ég fylgist með frá byrjun,“ segir hann og víkur að gjöfulu samstarfi sínu við kanadíska leikstjórann Denis Villeneuve. Jóhann gerði tónlist við myndina Prison- ers en hún vakti athygli og fékk hann ASCAP-verðlaunin fyrir tónlistina og var orðaður við óskarstilnefningu þótt hún kæmi síðar eins og þekkt er. Vinnu við aðra mynd í samstarfi Jóhanns og Villeneuves er nú lokið en hún ber nafnið Sicario og er með Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum. „Við erum að fara að byrja á þriðju mynd- inni núna í vor. Við höfum þann hátt á að vinna saman í gegnum allt ferlið. Ég fylgist mjög náið með því hvernig verkefnið þróast og fer á tökustað.“ Jóhann og klipparinn eru síðan þeir einu sem fá að sjá tökurnar á meðan framleiðend- urnir í Hollywood þurfa að bíða. Í vinnunni við Prisoners sendi Villeneuve Jóhanni þriggja tíma leikstjóraútgáfu af myndinni sem hann klippti alveg án tónlist- ar. „Það er frábært, rosalegt frelsi og í þessu felst mikið traust en þetta er líka dá- lítið ógnvekjandi. Það er mjög gaman að vinna með Denis, hann er opinn og alltaf spenntastur fyrir ýktustu hugmyndunum sem ég sendi honum. Þetta er alveg frábært samstarf. Þessi vinnuaðferð er líka mjög skemmtileg leið til að forðast klisjur sem kvikmyndatónlist dettur oft í. Það gerist af því að menn eru að nota tónlist eftir aðra í klippinu sem tónskáldið horfir á. Vandamálið við það er að menn tengjast því of sterkum böndum sem gerir það erfitt fyrir tónskáldið að gera eitthvað annað. Með því að gera þetta svona komumst við Denis alveg fram- hjá þessu vandamáli. Þetta er meira eins og var unnið hér áður fyrr þegar klipparinn klippti myndina og svo sat tónskáldið við pí- anóið og spilaði einhver þemu.“ Mikil breidd og heild The Theory of Everything var gerð á annan hátt. „Ég kom seinna inn í vinnuna og þeir voru byrjaðir að klippa. Þeir notuðu „temp“- tónlist í því verki og mikið af minni tónlist. Þá er maður pínulítið að keppa við sjálfan sig. Þessi mynd var að mörgu leyti mikil áskorun fyrir mig, ég hef ekki áður gert tón- list fyrir mynd sem spannar svona langan innri tíma. Þetta er ævisaga en myndin segir frá nokkrum áratugum úr ævi Hawking- fjölskyldunnar. Áskorunin var að fá tónlist- ina til að fylgja þessu og undirstrika alla þessa atburði en á sama tíma þarf tónlistin að hafa ákveðna heild. Hún þurfti að hafa bæði mikla breidd og heild. Ég var mjög meðvitaður um að vera ekki að vitna í ein- hver tímabil. Ég vil ekki segja að hún sé al- veg tímalaus en hún stendur dálítið fyrir ut- an tímann sem myndin gerist í; tónlistin er í sínum eigin tíma. Það voru ýmsar áskoranir fólgnar í því að gera þessari sögu til hæfis og gera tónlist sem undirstrikar þessar flóknu og ríku tilfinningar sem koma fram í sögunni án þess að fara út í tilfinningavellu. Efnið er tilfinningalega hlaðið og þetta er saga sem er auðvelt að klúðra en myndin stendur og fellur með Eddie Redmayne. Hann er hjartað í myndinni og samleikur hans og Felicity Jones,“ segir hann en Red- mayne fékk Óskarinn fyrir túlkun sína á Stephen Hawking. „Það er það sem var mesti innblásturinn fyrir mig í upphafi og sérstaklega leikur Eddies og þessar flóknu tilfinningar sem honum tekst að koma í gegn í sínum leik. Það hafði mjög mikil áhrif á tónlistina.“ Hvað á góð kvikmyndatónlist að gera? „Hún getur haft mjög margþætta rullu. Þegar best lætur verður kvikmyndatónlist hálfgerður karakter í myndinni. Kommentar á og undirstrikar söguna, tilfinningar og blæbrigði. Á sama hátt má hún ekki segja það sama og er að gerast á skerminum. Það er rosa oft sem tónlistin er að segja það sama og þú sérð og endurtaka hluti og verð- ur óþörf. Tónlist er yfirleitt alltaf ofnotuð í kvikmyndum, sérstaklega í dag, það er alltof mikil tónlist í flestum myndum, ekki síst bandarískum. Ég held að þetta sé að mörgu JÓHANN JÓHANNSSON SEGIR LEIK EDDIES REDMAYNES HAFA VEITT SÉR INNBLÁSTUR VIÐ GERÐ TÓNLISTARINNAR Í THE THEORY OF EVE- RYTHING OG ER SÁTTUR VIÐ ÞÓTT ÞETTA VERÐI EINA ÓSKARSTILNEFNINGIN SÍN. HONUM FINNST HANN Í RAUN VERA SAMI TÓNLIST- ARMAÐURINN NÚNA OG ÞEGAR HANN VAR AÐ LEIKA SÉR AÐ BÚA TIL HLJÓÐVEGG ÚR HÁVAÐA Í KJALLARA ÚTI Á NESI Á UNGLINGSÁRUN- UM. TÓNSKÁLDIÐ LEITAR EKKI ENDILEGA AÐ INNBLÆSTRI Á AFSKEKKTUM STÖÐUM HELDUR ÞRÍFST BETUR Á BORGARORKU. JÓHANN HEFUR HAFT ATVINNU AF TÓNLIST Í UPPUNDIR TUTTUGU ÁR OG ER BÓKAÐUR FRAMUNDIR MITT NÆSTA ÁR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Því meira sem ég eldist finnst mér ég alltafnálgast meira og meira þennan gaur, átjánára að leika sér með gítarhávaða í einhverjum kjallara úti á Nesi. Ég er að gera í raun alveg það sama núna. Það er kannski aðeins fágaðra en grundvallarmarkmiðin eru þau sömu. 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.