Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 48
„Ég hef ríka þörf fyrir að prófa eitthvað nýtt með hverju verk- efni og það þarf alltaf að vera einhver ný áskorun í hverju verkefni þannig að það verði alltaf einhver framþróun,“ segir Jóhann meðal annars í viðtalinu. AFP leyti merki um að fólk treysti ekki efninu, það notar tónlistina til að reyna að bjarga því. Kvikmyndin er listform samstarfsins, allir þessi þættir; leikur, kvikmyndataka, leikmyndahönnun, búningahönnun, handrits- gerð og tónlist, verða að virka saman, vera í jafnvægi og hafa mjög skilgreind hlutverk,“ útskýrir hann. Hann segir The Theory of Everything vera mjög klassíska mynd. „Hún brýtur ekki blað í kvikmyndasögunni en hún er einstak- lega vel gert kvikmyndastykki. Allir þessir þættir virka vel og hún er í góðu jafnvægi,“ segir hann og hrósar leikstjóranum James Marsh og Working Title-framleiðendunum. „Þetta er mjög fært kvikmyndagerðarfólk sem kann sitt fag. Persónulega finnst mér skemmtilegra að vinna á tilraunakenndari hátt og vinna að kvikmyndum sem reyna að færa út formið og gera eitthvað nýtt. Theory er bara sérstaklega vel gerð kvikmynd sem segir góða sögu vel og það er ekkert að því. Það er virkilega gaman að hafa tekið þátt í svona verkefni.“ Grunaði þig strax að þú værir með svona gott efni í höndunum? „Maður sá það strax í fyrsta klippinu að þetta væri mjög sterkt efni og vel gert allt saman. En nei, maður reynir bara að gera sitt besta og fylgja innsæinu fyrir því hvað virkar og hvað ekki. Síðan er það ekki fyrr en maður sér myndina með áhorfendum að maður fær raunverulega staðfestingu á því að þetta virki.“ Ekki í þessu fyrir partíin Þetta er sannarlega búið að vera óvenjulegt ár hjá Jóhanni. Fyrir tónlistina í The Theory of Everything hreppti hann Golden Globe- verðlaunin og núna nýlega ASCAP Com- poser’s Choice-verðlaunin. Hann var til- nefndur til Óskarsverðlauna og BAFTA- verðlauna, auk hátt í tíu annarra smærri verðlauna. Hvernig upplifun er að sækja allar þessar flottu hátíðir, vera tilnefndur og taka við verðlaunum? „Það er rosalega gaman að upplifa þetta. Þetta er mjög sérstök reynsla og fyrst og fremst gaman að vinna okkar allra sem komu að myndinni fái þessa viðurkenningu. Ekki síst eins og með Óskarinn þar sem kollegar manns tilnefna og kjósa. Þetta var skemmtilegt en ég er ekki í þessu fyrir partíin. Þegar komið var að Óskarnum var þetta þriðja hátíðin í röð og ég var hálfpart- inn kominn með nóg af fínum partíum og var rosalega feginn þegar þetta var allt búið og lífið komst í eðlilegan farveg,“ segir hann en ítrekar að hann vilji ekki gera lítið úr þessu eða sýna vanþakklæti. „Það er gríðarlegur heiður að vera tilnefndur og ég tala nú ekki um að fá verðlaun. En ég lít bara á það sem hluta af vinnunni að fara í svona partí. Ég kann miklu betur við mig í smærri hópum. Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég er að þessu. Ég væri mjög sáttur ef þetta væri í eina skiptið sem ég þyrfti að fara í gegnum þennan pakka. Þetta ákveðna verkefni var óskarsvænt en það er fullt af frábærum myndum sem falla ekki inn í þetta mót en eru ekki síður áhugaverðar. Flest af því sem ég hef mestan áhuga á fellur alls ekki inn í þetta mót og ég á fastlega von á að þetta hafi verið eitt stakt tilvik og muni aldrei ger- ast aftur.“ Tvær kraftmiklar rokksveitir Þótt Jóhann hafi nú öðlast frægð sem kvik- myndatónskáld er hann ekki síður frægur hjá blaðamanni fyrir að hafa verið í HAM og Orgelkvartettinum Apparati. „Báðar þessar hljómsveitir hafa haft mikil áhrif á mig. HAM var alveg rosalega kraft- mikil tónleikahljómsveit og kenndi manni hvernig á að semja fyrir rokkhljómsveit og hvernig á að búa til kraftmikið rokkband. HAM var hópur af mjög sterkum karakter- um og það var reynsluríkt að finna sitt pláss inni í þeim hópi. Þetta eru mjög skapandi og skemmtilegir menn sem eru enn í dag góðir vinir mínir.“ Hann segir lærdóminn úr HAM hafa kom- ið sér vel um hvernig eigi að búa til kraft á sviði. „Þótt fátt sé líkt með Apparati og HAM sameinar þessi kraftur þær. Apparat var samstarf fimm tónlistarmanna og við sömdum allt saman og þetta var mjög lýð- ræðisleg hljómsveit. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu, samstarfið var mikið og skapandi en það getur verið erfitt og tíma- frekt að finna leiðir sem eru ásættanlegar fyrir alla en ekki bara einhver málamiðlun. Málamiðlun á ekki heima í listum.“ Annað skref á milli rokksviðsins og hvíta tjaldsins hjá Jóhanni var að semja tónlist við sviðsverk. „Ég var búinn að semja tónlist við nokkur leikverk á undan Englabörnum en það var það fyrsta sem vakti athygli. Engla- börn var mikilvægt verk fyrir mig,“ segir hann og vísar til plötunnar með sama nafni en verkið á uppruna sinn í leikverkinu, sem Hafnarfjarðarleikhúsið setti upp, en hann endursamdi það fyrir plötuna. „Hún vakti fyrst athygli á mér erlendis sem tónskáldi og lagði grunninn að því sem ég er að gera núna.“ Eimaði hugmyndir í Englabörnum Hann segist hafa lítinn áhuga á því að end- urtaka sig. „Ég hef ríka þörf fyrir að prófa eitthvað nýtt með hverju verkefni og það þarf alltaf að vera einhver ný áskorun í hverju verkefni þannig að það verði alltaf einhver framþróun. En með Englabörnum fann ég mína rödd sem tónskáld. Í því verki eimaði ég alla reynsluna frá áratugnum á undan og þær hugmyndir sem ég hafði verið að leika mér með í mörgum ólíkum verk- efnum. Síðan hef ég verið að byggja á þess- um grunni og það er búið að byggja við hann,“ segir hann en Englabörn kom út árið 2002. Jóhann hefur ekki búið á Íslandi frá árinu 2006. Hann bjó í Kaupmannahöfn í sjö ár en er núna búsettur í Berlín. „Ég er búinn að hafa atvinnu af tónlist í uppundir tuttugu ár. Misgóða reyndar; þetta hefur verið erfitt á tímabili og maður þurfti að temja sér mikla nægjusemi til að geta einbeitt sér eingöngu að tónlistinni. Ég vann lengi í Bóksölu stúd- enta; það var ákveðið akkeri hjá mér. Ég vann þar hálfan daginn og gat einbeitt mér að tónlistinni restina af tímanum. En upp úr 1997 má segja að ég hafi einvörðungu unnið við tónlist.“ Hann segir Berlín góða borg til að starfa við skapandi listgreinar. „Þetta er skapandi Jóhann hefur átt gjöf- ult samstarf við kan- adíska leikstjórann Denis Villeneuve. AFP Magnaður leikur Eddies Redmaynes veitti Jó- hanni innblástur við gerð tónlistarinnar í The Theory of Everything. AFP Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.