Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 49
borg og hér eru margir spennandi listamenn í tónlist, myndlist og kvikmyndum. Það er mikill kraftur hérna, minnir mig dálítið á Reykjavík þótt orkan þar sé alveg sérstök, en hér er mikið af skapandi fólki að gera spennandi hluti.“ Jóhann býr og starfar í Kreuzberg. „Ég er yfirleitt kominn í stúdíóið um tíuleytið,“ seg- ir hann en það er í um tíu mínútna göngu- fjarlægð frá heimili hans. „Þegar ég er að vinna vinn ég yfirleitt langa daga,“ segir Jóhann sem vinnur stund- um tíu til sex og tekur kvöldin í eitthvað annað en kýs oft að hella sér í verkefnin. „Ég kann rosalega vel við það að hella mér í verkefnin og vinna frá tíu um morguninn til tvö eftir miðnætti, fara heim og sofa nokkra tíma og halda svo áfram. Auðvitað er ekki hægt að gera það nema í stuttan tíma í einu en sérstaklega á síðustu metrunum í verk- efnum eru dagarnir oft svona; kannski í tvær vikur í senn býr maður bara í stúdíóinu.“ Honum finnst gott að skipta um umhverfi til að semja og hefur leigt sér kofa í Norm- andí í Frakklandi og á Ítalíu rétt fyrir utan Róm til að dvelja í til að fá hugmyndir og semja tónlist. „Síðan reyni ég líka að búa til tíma til að fara á tónleika, listasöfn og að fara í bíó,“ segir Jóhann sem er mikill kvikmynda- áhugamaður og hefur unun af kvikmynda- hátíðum. Mörg spennandi tilboð En hefurðu tíma fyrir persónulegt líf? „Maður finnur sér alltaf tíma fyrir það. Mér finnst ég vera á stað í lífinu þar sem vinna er mjög mikilvæg, hún er stór þáttur af lífinu núna og fókusinn er mikið þar. En auðvitað finnur maður tíma fyrir fjölskyld- una og fólkið í kringum mann sem manni þykir vænt um. En ég held að það viti það allt að vinnan er mjög mikilvæg og ég er mjög heppinn með það að fólkið í kringum mig lætur þetta eftir mér,“ segir Jóhann. Hann reynir að sinna kvikmyndatónlistinni og sínum eigin verkefnum jöfnum höndum. „Það er mjög freistandi að hella sér alveg í kvikmyndatónlistina. Það er alveg nóg af til- boðum, mjög spennandi tilboðum, verkefnum sem eru heillandi og freistandi á alla vegu en mér finnst mjög mikilvægt að halda jafnvægi á milli kvikmyndaverkanna og minna eigin og reyni að halda þeim hlutföllum nokkuð jöfnum þótt ég viti ekki hvort ég get alltaf staðið við það.“ Eins og áður segir fer í gang í vor vinna við þriðju myndina sem hann gerir með Den- is Villeneuve. „Þetta er spennandi verkefni. Mynd sem heitir Story of Your Life,“ segir hann en þetta er vísindatryllir með Amy Adams og Jeremy Renner í aðalhlutverkum. „Amy Adams er tungumálasérfræðingur sem er fenginn til að vera túlkur í samskiptum við verur frá geimnum sem lenda á jörðinni.“ Mikill Reykjavíkurmaður Úr geimnum til Íslands, átt þú uppáhalds- stað á Íslandi? „Ég kann rosalega vel við mig í Reykja- vík. Ég hef gert dálítið af því að fá lánuð stúdíó hjá vinum mínum þegar ég kem til landsins og öll mín fullorðinsár búið í 101 eða Vesturbænum á meðan ég bjó á Íslandi. Ég er mikill Reykjavíkurmaður.“ Hann fær innblástur frá iðandi borgarlífi. Í Kaupmannahöfn bjó hann á Istedgade og var með stúdíó í Kødbyen. „Þar var mikið mannlíf og eins hér í Berlín en ég er á Or- anienstraße, sem er lífleg gata. Ég kann vel við að vera í svona umhverfi. Ég þarf ekki einhverja ídyllíska fegurð í kringum mig til að búa til tónlist. Ég kann betur við að finna fyrir lífi þegar ég er að labba heim klukkan þrjú að nóttu.“ Næst á dagskrá er önnur stórborg en Jóhann er á leiðinni til New York til að frumflytja verk fyrir kór og strengjakvar- tett. Verkið heitir Drone Mass og verður flutningurinn í Metropolitan Museum of Art þriðjudaginn 17. mars. „Þetta er mjög spennandi ungur kór sem heitir Roomful of Teeth og fékk Grammy-verðlaun á síðasta ári og strengjakvartettinn ACME, Americ- an Contemporary Music Ensamble, sem er mjög spennandi hópur líka. Sem tónskáld er maður háður flytjendunum, flutning- urinn verður að vera góður og stór hluti af því er að finna rétta fólkið til að vinna með, flytjendur sem eru opnir fyrir hug- myndum. Það getur verið erfitt að finna fólk sem er á sama reki og þú sem tón- skáld. Ég hef verið heppinn og maður þró- ar smám saman með sér nef fyrir því að finna fólk sem er gott að vinna með og hef- ur tilfinningu fyrir því sem maður er að gera.“ Hann játar því að það sé mikið haft sam- band við hann þessa dagana og er hann bókaður á nokkra fundi í New York. „Jú, það er mikið af tilboðum núna og alls kon- ar hlutir eru að detta inn en ég var í raun- inni búinn að ráðstafa árinu áður en til- nefningarnar og verðlaunin komu til sögunnar. Það er fullt af spennandi verk- efnum í boði, sem maður getur því miður ekki tekið að sér. Það hefur lengi verið nóg að gera hjá mér, það er ekkert nýtt, það hefur verið brjálað að gera hjá mér í tíu ár. En það sem breytist með þessum verð- launum er að maður getur valið úr fleiri og stærri verkefnum.“ Í snjókomunni í Reykjavík vaknar ein spurning að lokum: Er komið vor í Berlín? „Það kom bara í gær! Þetta er ekki búinn að vera kaldur vetur, frekar mildur, en í gær kom allt í einu þessi fallegi vordagur, hlýtt og sólbjart,“ sagði Jóhann í upphafi vikunnar og sólargeislarnir teygja sig vonandi bráðum norður til okkar á Íslandi. Jóhann (lengst til hægri) var um skeið meðlimur í hinni goðsagna- kenndu og kraftmiklu rokkhljómsveit HAM. Hörður Bragason og Jóhann á sviði með Orgelkvartettinum Apparati í Klink og Bank árið 2004. Morgunblaðið/Kristinn Lhooq: Sara Guðmundsdóttir, Pétur Hallgrímsson og Jóhann á tíunda áratuginum. Daisy Hill Puppy Farm: Frá vinstri, Stefán Marteinsson, Ólafur Gíslason og Jóhann. Það má geta þess að Dagur Kári var meðlimur í hljómsveitinni um tíma. * Þegar best læturverður kvikmynda-tónlist hálfgerður karakter í myndinni. Kommentar á og undirstrikar söguna, tilfinningar og blæbrigði. Á sama hátt má hún ekki segja það sama og er að gerast á skerminum 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Foreldrar Jóhanns eru Jóhann Gunnarsson og Edda Þorkels- dóttir. Þau eru bæði á eftirlaunum núna og eru búsett í Hvera- gerði. Móðir hans var lengi húsmóðir en starfaði einnig á skrif- stofunni hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Faðir hans starfaði hjá IBM, bæði á Íslandi og í Frakklandi, en var síðar for- stöðumaður Reiknistofnunar Háskólans og vann einnig hjá fjár- málaráðuneytinu. „Hann vann við fyrstu tölvuna sem kom til Íslands sem var líka kveikjan að verki sem ég gerði fyrir um tíu árum sem heitir IBM 1401 – A User’s Manual og var þriðja sólóplatan mín. Hún var byggð á upptökum á tónlist sem hann bjó til ásamt kollegum sínum á þessa fyrstu tölvu sem kom til Íslands á sjöunda ára- tugnum. Það var gerð upptaka af þessum hljóðum þegar tölvan var tekin úr umferð árið 1971 við hálfgerða kveðjuathöfn. Þeg- ar hann sagði mér frá þessum upptökum fannst mér þetta mjög áhugavert. Þetta er eitt af fyrstu dæmunum um tölvugerða tón- list á Íslandi ef ekki á öllum Norðurlöndunum,“ segir hann. „Við erum á kafi í tölvuöldinni núna og hún virðist vera að gleypa okkur. Þetta voru aðrir tímar og saklausari þegar þessar fyrstu fjöldaframleiddu tölvur voru að koma fram. Þetta er ein- hver svona nostalgía og requiem fyrir heim sem við þekkjum ekki lengur en byggjum á.“ Jóhann er núna með nýtt verkefni í gangi varðandi IBM 1401. „Við komumst í samband við menn sem hafa verið að endur- byggja og gera upp tvær IBM 1401-tölvur í Kísildalnum í Computer History Museum í Mountain View í Kaliforníu. Ég ætla að semja nýja tónlist fyrir þessar uppgerðu tölvur og við erum líka að vinna að kvikmynd sem við ætlum að gera byggða á þessari forsögu tölvunnar og tölvunarfræðinnar. Það þarf að hlúa að þessari arfleifð. Núna lítum við á tölvur sem frekar ein- nota fyrirbæri, sem úreldist mjög fljótt. En þarna eru karlar á eftirlaunaaldri að gera upp tölvur frá 1965. Þær eru í raun gagnslausar í dag og tækið sem við erum öll með í vasanum er milljón sinnum öflugra en þessi tölva, en það er einhver ljóð- ræna í þessu sem mér finnst heillandi.“ ENDURBYGGÐ OG UPPGERÐ IBM 1401 Nýtt verk á gamla tölvu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.