Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 52
Fótbolti 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Óútreiknanlegur, hvatvís og ófyr-irleitinn. Hann missir næraldrei marks – og eirir engu. Lífssýnin er einföld: Dreptu eða vertu drepinn! Þannig er einni mestu skyttu reyf- arabókmenntanna, Morgan Kane, lýst. Lýsing þessi gæti þó alveg eins átt við nafna hans, Harry Kane, sem farið hef- ur hamförum með Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur. Ekki er vitað til þess að þessir tveir kappar séu skyldir – enda Morgan gamli ekki af þessum heimi. Hörðustu stuðningsmenn Tottenham halda því raunar örugglega fram að Harry sé það ekki heldur. Fáir sparkunnendur höfðu heyrt Harry Kane getið fyrir ári. Hann hefur að vísu verið á mála hjá Tottenham í áratug, frá því hann var ellefu ára, en aðallega verið í útláni í neðri deildum fram að þeim tíma. Hjá Leyton Orient í C-deildinni, Millwall og Leicester City í B-deildinni og Norwich City í úrvals- deildinni. Hann stóð sig prýðilega á öll- um þessum stöðum en náði ekki að skora í fimm leikjum fyrir Norwich, sem var stærsta verkefnið. Í markið eftir þrennu Kane kom nokkuð óvænt inn í lið Tott- enham í byrjun apríl á síðasta ári, þegar útséð var með það að spænska stór- stjarnan Roberto Soldado, sem keyptur hafði verið fyrir metfé, 26 milljónir punda, myndi axla þær byrðar sem hon- um voru ætlaðar. Kane lét tækifærið sér ekki úr greipum ganga, skoraði í fyrstu þremur leikjunum. Lauk tímabilinu með þrjú mörk í 10 deildarleikjum. Kane byrjaði yfirstandandi sparktíð vel, einkum í Evrópudeildinni. Raðaði þar inn mörkum síðastliðið haust og gerði meðal annars sína fyrstu þrennu í 5:1-sigri á Asteras Tripoli. Lauk þeim leik reyndar í marki, eftir að Hugo Llor- is hafði fengið reisupassann, að öllum varamönnum notuðum. Og þurfti að hirða tuðruna úr netinu. Það fór honum ekki eins vel. Í nóvember tók Kane síðan til óspilltra málanna í úrvalsdeildinni og engin bönd hafa haldið honum síðan. Sextán eru mörkin orðin nú þegar og aðeins Diego Costa, Chelsea, og Sergio Agüero, Manchester City, hafa skorað meira – 17 hvor. Hörð rimma er fram- undan um markakóngstitilinn og að meðteknu núverandi formi er freistandi að veðja á Kane. Fimmtán ár eru síðan Englendingur landaði þeim titli, Kevin Phillips, sem gerði þá 30 mörk fyrir Sunderland. Yngsti markakóngurinn? Kane yrði líka yngsti markakóngurinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Metið á Andy Cole, sem var 22 ára þegar hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Newcastle United veturinn 1993-94. Christiano Ronaldo varð 23 ára veturinn sem hann skoraði 31 mark fyrir Manchester United, 2007- 08. Þegar allar keppnir eru taldar hefur enginn leikmaður í úrvalsdeildinni skor- að meira en Kane, 26 mörk í 41 leik. Það er ótrúlegur árangur á fyrsta heila tímabili leikmanns í efstu deild. Einu gildir hvort mótherjinn er á rétt- um eða röngum enda deildarinnar, Kane skorar gegn þeim öllum. Frá áramótum hefur hann skorað í tvígang gegn bæði Chelsea og Arsenal og einu sinni gegn Liverpool. Er nema von að gárungarnir séu farnir að kalla hann Hurri-Kane? Kane gerði bæði mörk Tottenham í 2:1-sigri á Queen’s Park Rangers um síðustu helgi. Þar mætti hann öðrum funheitum framherja, Charlie Austin, sem gert hefur fimmtán mörk fyrir drottningarliða í vetur. Austin jós kollega sinn lofi eftir leik- inn. „Kane var munurinn á liðunum tveimur, sjálfstraustið skín af honum. Hann er kominn með átta mörk í sex deildarleikjum og þegar maður er í þannig formi vill maður hafa stutt á milli leikja. Hann fer fullur sjálfstrausts út á völlinn og afgreiðir færin sín af miklu öryggi. Veit að hann mun skora. Slíkt öryggi hjálpar ekki bara miðherjanum sjálfum, heldur öllu liðinu,“ sagði Austin við fréttamenn. Engir veikleikar Fleiri hafa mært Kane að undanförnu. „Ég á í miklu basli með að finna veik- leika í leik piltsins,“ sagði sparkskýrandi Match of the Day á BBC, Danny Murphy, og bætti við að byggja ætti enska landsliðið í kringum hann. Alan Shearer, markahæsti leikmað- urinn í sögu úrvalsdeildarinnar, er líka aðdáandi Kanes. „Hann virðist vera fæddur markaskorari. Það sem ég kann best að meta er að hann er hvergi bang- inn við að smeygja sér á bak við varn- armenn, ekki síður en að spila stutt. Fái hann færi nýtir hann það nær undan- tekningarlaust. Hann skýtur venjulega snemma, sem er gaman að sjá. Ekki er annað að sjá en að framtíðin sé björt.“ Kane hefur einmitt verið líkt við Shearer og einnig aðra goðsögn, Þjóð- verjann Jürgen Klinsmann, sem gerði garðinn frægan hjá Tottenham seint á síðustu öld. Samlíking sem Kane við- urkennir að honum sé mjög að skapi. Kann því líka vel að vera kallaður „gam- aldags miðherji“. Með báða fætur á jörðinni Það er ekki bara leikstíllinn sem fer vel í sparkvísa, viðhorfið virðist líka vera í topplagi. „Hann er með báða fætur á jörðinni. Mjög skynsamur og auðmjúkur drengur,“ sagði David Pleat, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham. Og Clive Allen, gamli markakóngurinn sem þjálfaði Kane í yngri flokkunum hjá Tottenham, bætir um betur: „Eitt sem hægt er að segja um hann, sem því mið- ur á ekki við alla unga knattspyrnu- menn, er að hann hefur ástríðu fyrir leiknum. Hann ann knattspyrnu, lifir fyrir að spila – og skora mörk.“ Er hægt að biðja um meira? Harry Kane skorar að vild fyrir Tottenham um þessar mundir. AFP Rokkað eins og Harry Kane FÁIR HAFA LEIKIÐ BETUR Í ENSKU KNATTSPYRNUNNI Í VETUR EN HARRY KANE, MIÐHERJI TOTTENHAM HOTSPUR. 21 ÁRS PILTUR SEM KOM EINS OG SKRATTINN ÚR SAUÐARLEGGNUM. HONUM VIRÐAST ALLIR VEGIR FÆRIR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Harry Kane hefur leikið með öllum yngri landsliðum Eng- lands en á enn eftir að leika A- landsleik. Flestir spá því að það muni breytast síðar í mán- uðinum þegar landsliðið kemur saman til að glíma við Ítalíu og Litháen. Roy Hodgson lands- liðseinvaldur hefur að vonum verið þráspurður um málið og sagði síðast á dögunum að hann væri sannarlega með Kane í þankanum enda væri hann að raða inn mörkum fyrir sterkt úrvalsdeildarfélag. Ekkert væri þó sjálfgefið í þessum efnum. Til að hleypa Kane inn yrði hann að henda einhverjum öðr- um miðherja út úr hópnum. Wayne Rooney, Daniel Stur- ridge og Danny Welbeck eru alltaf öruggir enda þótt enginn þeirra komist með tærnar þar sem Kane hefur hælana í markaskorun í vetur. Rooney er með tíu deildarmörk fyrir Manchester United, Welbeck fjögur fyrir Arsenal og Stur- ridge þrjú fyrir Liverpool. Sá síðastnefndi var að vísu lengi frá vegna meiðsla. Þá standa eftir Saido Berah- ino, sem gert hefur tólf mörk fyrir West Bromwich Albion í úrvalsdeildinni, og Ricky Lam- bert, sem varla fær mínútu hjá Liverpool um þessar mundir. Það er raunar merkilegt að enginn af þremur markahæstu Englendingunum í úrvalsdeild- inni hefur leikið landsleik. Kane, Berahino, sem hefur verið í hóp en ekki ennþá komið inn á, og Charlie Austin, sem gert hefur 15 mörk fyrir Queen’s Park Rangers. Hodgson hefur verið hvattur til að „negla“ Kane sem fyrst, að öðrum kosti gæti hann stefnt skónum annað. Hann er gjaldgengur í landslið Íra, gegn- um föður sinn. Á því verður þó að teljast lítil hætta. Aldrei leikið landsleik Saido Berahino er fæddur í Búrúndi en enskur ríkisborgari. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.