Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 53
Netheimar 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Gapastokkurinn var notaður öld- um saman til að refsa fólki og var ekki lagður niður fyrr en á 19. öld. Hér á landi var notkun hans lögð af 1808. Menn voru settir í gapa- stokkinn fyrir ýmsar sakir. Mein- særi er oft nefnt, en einnig voru hommar látnir sæta þessari ómannúðlegu refsingu, sem hafði þann megintilgang að niðurlægja og auðmýkja fólk á almannafæri. Nú er félagsmiðlum líkt við gapa- stokkinn vegna þeirrar út- reiðar sem fólk hefur fengið þar vegna óvarlegra ummæla. NOTUÐU GAPASTOKKINN ÖLDUM SAMAN Markmiðið að auðmýkja París kemur stöðugt á óvart ogfinna má lesendur @vo-guemagazine í ólíklegustu skotum,“ sagði undir ljósmynd sem sett var á félagsvefinn Instagram um liðna helgi af heimilislausri konu sem sat á gangstétt í París og blaðaði í eintaki af tískutímaritinu Vogue. Höfundur myndar og texta var Elisabeth von Thurn und Taxis, blaðamaður tímaritsins og evr- ópskur aðall, sem var í París í til- efni af tískuviku. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Smekklaust,“ stóð í tísku- bloggi þar sem sagði að þýska prinsessan væri „ekki í jarð- sambandi“. Hún var sökuð um að vera grimm og þaðan af verra. Von Thurn und Taxis greip til varnar og skrifaði: „Af hverju grimm? Fyrir mér hefur mann- eskjan sömu reisn og hver annar.“ Á endanum fjarlægði hún þó mynd- ina með orðunum: „Ég vil biðja ein- læglega afsökunar á þeim sárindum sem orð mín hafa valdið.“ Blaðið Daily Mail brást við með því að fara á stúfana og hafa uppi á heimilislausu konunni. Hún heitir Maryse Dumas og segist ekki muna hvað hún hafi lengi verið heim- ilislaus. „Það er ekki fallegt að taka myndir af fólki, sem býr á götunni, það er ekki kurteisi,“ sagði Dumas. Eins og gapastokkurinn Í umfjöllun BBC World Service um málið sagði viðmælandi að bera mætti viðbrögðin á netinu þegar einhver misstigi sig við niðurlæg- inguna sem fylgdi því að vera sett- ur í gapastokkinn fyrr á öldum. Dæmi um afdrifarík ummæli á netinu eru mörg. Eitt er sagan af Justine Sacco, yfirmanni almanna- tengsla hjá bandarísku fyrirtæki, sem fór að heimsækja fjölskyldu sína í Suður-Afríku um jólin 2013. Sú saga er rakin í kafla sem var birtur í febrúar í The New York Times úr væntanlegri bók Jons Ronsons, „So You’ve Been Publicly Shamed“. Hálftíma áður en hún lagði í 11 klukkustunda flug til Höfðaborgar skrifaði hún: „Er að fara til Afríku. Vona að ég fái ekki alnæmi. Bara að grínast. Ég er hvít!“ Sacco kveikti á símanum þegar hún lenti og um leið birtust smá- skilaboð frá vini sem hún hafði ekki hitt síðan í grunnskóla: „Það tekur mig sárt að sjá hvað er að gerast.“ Svo komu önnur skilaboð frá besta vini hennar: „Þú verður að hringja í mig strax.“ Vinkonan var fyrri til að hringja og hóf samtalið á að segja henni að tístið hennar væri það háværasta í heiminum – ekkert tíst vekti jafn mikil viðbrögð þá stundina. Tístarar helltu úr skálum reiði sinnar, kölluðu hana fáfróðan ras- ista og samstarfsmaður hennar sagðist vona að hún yrði aldrei látin sjá um almannatengsl fyrir fyr- irtækið aftur. Brátt færðist spenna í tístin. „Það eina sem ég vil fá í jólagjöf er að sjá andlit @Just- ineSacco þegar vélin lendir og hún skoðar innhólfið/skilaboðin sín.“ Annar skrifaði: „Við erum að fara að horfa á þessa @JustineSacco tík þegar hún verður rekin. Í RAUN- tíma. Áður en hún VEIT að á að reka hana.“ Sacco var eyðilögð. Fjölskylda hennar í Suður-Afríku sagði að hún hefði með ummælum sínum næst- um kallað skömm yfir fjölskyldu sína. Hún missti vinnuna vegna um- mælanna. Niðurlægð og atvinnulaus Jon Ronson, höfundur bókarinnar um niðurlægingu á netinu, ræddi við Sacco nokkrum mánuðum síðar. Hún sagði að hún hefði verið í frá- bærri vinnu og hún hefði verið tek- in frá sér. Hún væri einhleyp og kæmist ekki einu sinni á stefnumót því að allir slægju þeim, sem þeir ætluðu út með, upp á leitarvélum. Henni fannst hún hafa verið nið- urlægð. Hitt er hvað Sacco gekk til með tístinu. Gagnrýnendur hennar stimpluðu hana fáfróðan kynþátta- hatara. „Aðeins galinn maður myndi halda að hvítt fólk geti ekki fengið alnæmi,“ sagði Sacco þegar hún ræddi við Ronson. Í tölvupósti til hans sagði hún að það að búa í Bandaríkjunum gerði að verkum að menn væru verndaðir gagnvart ástandinu í þriðja heiminum og hún hefði verið að gera grín að þessu verndaða umhverfi. Það hefði kannski komist til skila í lokuðum hópi fólks, sem þekkti Sacco, en þegar byrjað var að dreifa tístinu hennar hvarf allt skynbragð á slíkt. Ronson skrif- ar að niðurlæg- ing Sacco hafi alls ekki snú- ist um hana. „Félagsvefir eru full- komlega hannaðir til að spila á löngun okkar í viðurkenn- ingu og það varð henni að falli,“ skrifar hann. „Kvöl- urum hennar var óskað til hamingju á meðan þeir rústuðu Sacco lið fyrir lið og því héldu þeir áfram. Hvati þeirra var sá sami og hjá Sacco – tilraun til að ná athygli ókunnugra – þegar hún ráfaði um Heathrow í þeirri von að skemmta fólki, sem hún gat ekki séð.“ Munurinn á Sacco og von Thurn und Taxis er sá að þýska prinsessan hefur enn sem kom- ið er ekki misst vinnuna. Hún var líka farin að fá stuðning á Instagram: „Nóg af óhróðri, hún er manneskja eins og við,“ skrif- aði einn. „Hún var á staðnum, hún deildi og bað þá afsökunar sem voru sárir. Hvað meira?“ Niðurlægingarmáttur netsins ÞÝSKA PRINSESSAN ELISABETH VON THURN UND TAXIS FÉKK ÞAÐ ÓÞVEGIÐ FYRIR AÐ BIRTA MYND AF HEIMILISLAUSRI KONU AÐ LESA TÍSKUBLAÐ Á FÉLAGSVEF. ÞEGAR Á LEIÐ FÉKK HÚN ÞÓ EINNIG SAMÚÐ, EN DÆMI ERU UM AÐ DÓMGREINDARLAUS TÍST HAFI RÚSTAÐ LÍFI FÓLKS. Karl Blöndal kbl@mbl.is Mynd Elisabeth von Thurn und Taxis af heimilislausri konu að lesa Vogue vakti reiði. AFP Elisabeth von Thurn und Taxis. Uppruni Elisabeth von Thurn und Taxis hefur ugglaust átt sinn þátt í viðbrögðunum við birtingu hennar á myndinni af heim- ilislausu konunni. Fjölskylda hennar er vellauðug. Undirstaða þess auðs var póstþjónusta, sem fjölskyldan rak á þrettándu öld í borgríkjum Ítalíu. Fjölskyldan komst í álnir fyrir alvöru þegar Franz von Taxis var póstmeistari Maximilians I., keis- ara heilaga rómverska keisara- dæmisins frá 1489, og Filipusar I. Spánarkonungs frá 1504. Prússaveldi keypti einok- unarréttinn á póstþjónustu af fjölskyldunni 1867 og notaði til að leggja grunn að þýska póst- inum. Hermt er að ónefndur barón úr fjölskyldunni hafi fundið upp gjaldmæli (e. taximeter) fyrir leigubíla. Slíkir mælar voru fyrst settir í leigubíla í Berlín, en breiddust síðan út um heim all- an. Þess vegna sé orðið taxi víð- ast hvar notað yfir leigubíla. Fjölskyldan auðgaðist einnig á bruggun bjórs og er þekkt fyrir að hafa reist kastala víða. Hún er nú ein sú auðugasta í Þýskalandi. Þessir bílar eru með gjaldmæli. Morgunblaðið/Ómar Póstur grunnur auðs EIN AUÐUGASTA FJÖLSKYLDA ÞÝSKALANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.