Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Menning Fundum okkar Páls Rósinkranz ber sam-an í bílastæðahúsi Hörpu. Gjaldkassinner bilaður og við fyrir vikið lítið eitt ráðvilltir. Þá heyrist kunnugleg rödd. „Sælir, drengir!“ Björgvin Halldórsson er mættur á svæðið. Eitt augnablik líður mér eins og ég sé staddur í kvikmynd – með mafíuþema. Þrír menn að hittast svo lítið ber á í bíla- stæðahúsi og einn þeirra með barðastóran hatt. Við rekjum raunir okkar fyrir Björgvini. Hvar er næsti gjaldkassi? Því getur hann ekki svarað en dregur farsímann mjúklega úr pússi sínu. „Hafið þið ekki heyrt um leggja- .is?“ Við höldum sem leið liggur upp á yfirborðið enda þolir umræðuefnið alveg dagsljósið – og rúmlega það. Senn slæst Bjarni Arason í hóp- inn en þessir þrír gullbarkar verða í lok maí í aðalhlutverkum í mikilli tónleikasýningu í Hörpu – Elvis lifir. Tilefnið liggur í augum upp, Kóngurinn sjálfur, Elvis Presley, hefði orðið áttræður í ár. Hljómsveitarstjóri verður Þórir Úlfarsson og félagar úr Gospelkór Reykjavíkur leggja aðalsöngvurunum lið und- ir stjórn Óskars Einarssonar. Enginn Las Vegas-búningur „Við erum ekki að fara að herma eftir Elvis,“ segir Björgvin alvarlegur í bragði þegar við höfum komið okkur fyrir. „Við ætlum ekki í Las Vegas-búninginn.“ „Aldeilis ekki,“ bætir Bjarni við. „Það er fullmannað í þeirri deild.“ „Markmiðið er að gera þetta af virðingu, bæði fyrir manninum, Elvis Presley, og þess- ari dásamlegu tónlist. Ekki má vanvirða Elv- is, “ segir Björgvin. Einmitt þess vegna ætla þremenningarnir að syngja lögin með sínu nefi. „Við hintum í karlinn en þykjumst ekki vera hann,“ segir Páll. Sungin verða lög frá öllum ferli Elvis og fé- lagarnir viðurkenna að ekki verði auðvelt að koma efnisskránni saman – af nægu sé að taka. „Fólk kemur ekki bara á svona tónleika til að hlusta á góð lög, heldur ekki síður til að upplifa líf sitt gegnum þau,“ segir Bjarni og Björgvin tekur í sama streng. „Elvis sam- einar kynslóðirnar og hvert lag á sér stað í minni tónleikagesta. Þetta verður eins og að fara á lifandi bíó.“ Það er engin tilviljun að Elvis er mikið sunginn í jarðarförum og brúðkaupum. „Og skilnuðum líka,“ laumar Bjarni að glettinn. Hugmyndin er runnin undan rifjum tveggja Eyjapeyja, Bjarna Ólafs Guðmundssonar og Eiðs Arnarssonar, sem annast framkvæmd tónleikanna. „Þetta er vel til fundið hjá þeim félögum og gaman að gera þetta einmitt á þessu afmælisári. Það er óvíst að maður eigi eftir að gera þetta aftur,“ segir Björgvin. Hann hefur unnið mikið með Bjarna og Páli gegnum tíðina en þeir hafa aldrei staðið þrír saman á sviði áður. „Það er virkilega gaman að gera þetta þrír saman,“ segir Björgvin. Æðislegur söngvari Hann hefur verið aðdáandi Elvis frá blautu barnsbeini. „Eldri systkini mín bera ábyrgð á því, þau voru alltaf að spila hann í partíum meðan ég var pjakkur. Eins Little Richard, Ricky Nelson, Fats Domino og þessa gaura. Bítlarnir komu seinna. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessu gamla efni og maður hlustaði mikið á það í Kananum. Elvis var æðislegur söngvari og ein mesta stjarna sem heimurinn hefur átt.“ Í tilviki Bjarna er málið einfalt, Elvis ber ábyrgð á því að hann byrjaði að syngja. Bjarni lærði ungur á trompet en þegar þeir félagarnir í skólanum stofnuðu bílskúrs- hljómsveit dugði brassið skammt og Bjarni fékk sér gítar. Þeir rákust á nótnabókina „Best of Elvis“ og eftir snarpt þinghald var ákveðið að Bjarni myndi syngja. Þar með voru örlög hans ráðin. Hann var fjórtán ára og tveimur árum síðar vann hann Látúns- barkakeppnina sem frægt er. Með þessa djúpu og fullorðinslegu rödd, ekki ósvipaða röddinni hans Elvis. „Elvis hefur loðað við mig allar götur síðan. Mér til mikillar ánægju. Elvis var bæði frá- bær söngvari og túlkandi. Réttnefnd súper- stjarna,“ segir Bjarni. Páll kveðst hafa drukkið Elvis í sig með móðurmjólkinni, sérstaklega gospelhlutann af söngbók Kóngsins. „Ég er Hafnfirðingur eins og Björgvin og afsprengi sömu menningar. Elvis var auðvitað einstakur söngvari. Og svo hef ég komið heim til hans,“ upplýsir hann. „Ég líka,“ segir Bjarni og þeir Páll eru sammála um að það sé mikil upplifun að koma í Graceland. Missti af Elvis 1975 Þar stendur Björgvin félögum sínum að baki. „Þegar ég var með Gunna Þórðar í Holly- wood 1975 bauðst okkur að sjá Elvis en þáð- um það ekki. Á þeim árum vorum við hippar og Elvis einfaldlega ekki okkar tebolli. Ég sé mikið eftir þessu í dag.“ Björgvin mun þó bæta sér þetta upp í haust en þá fer hann í leiðangur til Memphis, Nashville og New Orleans ásamt góðu fólki. Og mun að sjálfsögðu koma við í Graceland. Aðspurðir segjast þremenningarnir ekki kunna alla textana í söngbók Elvis en marga þó. „Ég hef alla tíð verið með Elvis-lög á mínu prógrammi,“ segir Björgvin og Bjarni hefur haldið heilu tónleikana með lögum sem Elvis söng. „Elvis er alls staðar,“ segir Páll. „Jet Black Joe spilaði meira að segja Elvis-lög á sínum tíma á böllum. Hound Dog og Love Me Ten- der. Frasi úr Are You Lonesome Tonight, Bring the Curtain Down, hljómaði líka undir hjá okkur. Ætli megi lögsækja okkur fyrir það? Þá fría ég mig allri ábyrgð, Gunni Bjarni átti hugmyndina.“ Hann hlær. Alveg óþolandi! Talið berst að því að mikið hafi verið um heiðurstónleika á Íslandi undanfarin misseri. „Já, þetta er alveg óþolandi. Það er nóg að hafa eitt tribjút og þrjá söngvara fyrir þrjú hundruð þúsund manna þjóð,“ segir Björgvin sposkur á svip. „Ég rakst á Friðrik Ómar um daginn, sem hefur verið duglegur að skipu- leggja svona tónleika, og sagði honum að ég ætlaði að gera Björgvin Halldórsson-tribjút í haust og vera í því sjálfur.“ Þeir hlæja. „Nei, að öllu gríni slepptu þá er þetta straumur sem rennur í bransanum og ekkert nema gott um það að segja. Elvis er dáinn, Freddie Mercury er dáinn og Bítlarnir hætt- ir. Svona heiðurstónleikar eru næsti bær við og hvers vegna ætti fólk ekki að fá að njóta tónlistar þessara miklu listamanna á sviði?“ spyr Björgvin. Hann segir skýringuna líka liggja í minnk- andi plötusölu. Fyrir vikið sé lifandi músík að rísa upp eins og Fönix úr öskunni og muni skilja eftir sig nýja byrjun í bransanum. „Og svo endurspegla þessir heiðurs- tónleikar auðvitað smekk manna,“ segir Páll. Geispaði Paul golunni? Hann skiptir skyndilega um umræðuefni. „Nú segir Ringo að Paul hafi dáið 1966 og sigur- vegari í einhverri look alike-keppni tekið við og reynst betri en Paul sjálfur.“ „Var þetta í Herald Tribune?“ spyr Björg- vin. „Veit það ekki,“ segir Páll, „en þetta er úti um allt á samskiptamiðlum þessa dagana.“ Engum við borðið þykir þetta trúlegt en allir eru á hinn bóginn sammála um að endi- lega þurfi að flytja Paul McCartney inn til landsins meðan hann er ennþá í fullu fjöri. „Lengi lifir í gömlum glæðum,“ segir Páll. „Ég sá Kris Kristofferson á tónleikum nýlega og hann er ennþá þrælgóður, 78 ára gamall. Einn með gítarinn. Hann kveðst ekki vera besti söngvarinn, ekki heldur besti gítarleik- arinn en „ef þið eruð komin til að hlusta á sögur eruð þið á réttum stað“. Kris Krist- offersson er mikill sögumaður.“ „Og ágætis leikari. Betri en Elvis,“ bætir Bjarni við. Hvorki honum né Páli þykja kvikmyndir Kóngsins eldast vel en Björgvin segir þeim ekki alls varnað. „Sumt af þessu er ágætt en þetta var á köflum ansi mikil færibanda- vinna.“ Einmitt það. Miðasala á tónleikana 30. maí er hafin og ekki er annað á söngvurunum að heyra en þeir séu opnir fyrir viðbótartónleikum verði eftir því óskað. „Vilji fólk meira fær það meira,“ segir Björgvin. Og Bjarni botnar samtalið: „Það stendur ekki á okkur!“ Fremur en endranær. Páll Rósinkranz, Björgvin Halldórsson og Bjarni Arason bera allir mikla virðingu fyrir Elvis Presley. Morgunblaðið/Eggert MINNAST ELVIS PRESLEY Á ÁTTRÆÐISAFMÆLINU Eins og að fara á lifandi bíó! ELVIS LIFIR! ER YFIRSKRIFT TÓNLEIKASÝNINGAR SEM FRAM FER Í HÖRPU 30. MAÍ NÆSTKOMANDI. ÞAR KOMA ÞRÍR AF ÁSTSÆLUSTU SÖNGVURUM ÞESS- ARAR ÞJÓÐAR SAMAN OG SYNGJA LÖG SEM KENND ERU VIÐ KÓNGINN SJÁLFAN, ELVIS PRESLEY, EN ÁTTATÍU ÁR ER NÚ LIÐIN FRÁ FÆÐINGU HANS. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, BJARNI ARASON OG PÁLL RÓSINKRANZ HAFA EITT ÖÐRU FREMUR AÐ LEIÐARLJÓSI: VIRÐINGU FYRIR MIKLUM LISTAMANNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.