Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Viðburðaröð PEN á Íslandi um málfrelsi og bókmenntir hefst í dag, laugardag, kl. 15 í Borgarbókasafni, Grófinni. Yfirskrift þessara opnu funda er málfrelsi og bókmenntir. Sjón segir frá starfsemi PEN á Íslandi og PEN Int- ernational. Halldór Guðmundsson skoðar tengsl íslenskra rithöfunda við PEN á milli- stríðsárunum og segir frá Argentínuferð Halldórs Laxness á heimsþing PEN, Tómas R. Einarsson segir sögu af ljóðskáldinu Pablo Neruda á sama þingi, og þá mun Einar Kára- son segja frá ferð sinni til Kirgisistan á heims- þing PEN í fyrra. VIÐBURÐARÖÐ PEN UM MÁLFRELSI Halldór Guðmundsson segir frá Argentínuferð Halldórs Laxness á heimsþing PEN. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nordic Affect var valinn Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Nordic Affect-tónlistarhópurinn heldur tón- leika undir yfirskriftinni HÚN! / SHE! í Saln- um í Kópavogi á morgun, sunnudag, klukkan 16. Tónleikarnir verða sendir út í mörgum löndum af Sambandi evrópskra útvarps- stöðva. Í tilkynningu segir að þegar kom að vali efnisskrár leitaði hópurinn í gullkistu British Library í London en í tilefni af því að öld er liðin frá því að konur á Íslandi hlutu kosningarétt munu öll verk tónleikanna varpa ljósi á hina fjölbreyttu aðkomu kvenna að tónlist á barokktímanum. Við sögu koma því m.a. tónskáld, útgefendur, hljóðfæraleik- arar og verndarar lista úr röðum kvenna. Flytjendur á tónleikunum eru þau Halla Steinunn Stefánsdóttir og Tuomo Suni fiðlu- leikarar, Georgia Browne þverflautuleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Hanna Loftsdóttir sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. NORDIC AFFECT HÚN! / SHE! „Hugvekja í tali og tónum“ er yfirskrift tónleika Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleik- ara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun, sunnudag, klukkan 15. Eru þeir haldnir í tilefni sýning- arinnar í safninu á teikn- ingum danska myndlistar- mannsins Johannes Larsens en hann vann að þeim hér á landi sumrin 1927 og 1930. Undirtitill tónleika Hlífar er „Um menning- arleg og tilfinningaleg tengsl Íslands og Dan- merkur frá sjónarhóli fiðluleikara og lista- mannsdóttur“. Hún mun frumflytja í Reykjavík tvö einleiksverk, „Bel Canto“ frá 2004, eftir danska tónskáldið Poul Ruders, og „Að heiman“ eftir Rúnu Ingimundar, sam- ið 2012. TÓNLEIKAR Í LSÓ HLÍF LEIKUR Hlíf Sigurjónsdóttir „Endurröðun“. Orðið blasir í björtu neon- skilti við gestum á sýningu Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns með þessu heiti í Listasafni ASÍ. Í Gryfju safnsins má sjá tólf mannshöfuð úr gifsi og rifjast þá upp sýning listamannsins fyrir hálfum öðrum áratug þegar höfuðin voru á efri hæðinni en talsvert ólík, þau hafa nú tekið breytingum, mannsmyndirnar hafa elst og hefur nú hvert höfuð sinn svip ólíkt því sem áður var. Í Arinstofunni er röð vatnslitamynd, röð sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur nefnir í grein „Sjónleikhús hins ótrygga rýmis“ en þar koma fyrir karlmenn, einir og aðþrengdir, og lýtur rýmið sem þeir eru í ekki þeim lögmálum sem sögupersónurnar eru áskrifendur að. Í Ásmundarsal á efri hæðinni blasa síðan Tilveru minni var endurraðað „Ég er alltaf bundinn þessu frásagnarlega í myndlistinni,“ segir Jón Axel. Hann er hér við eitt stórra málverkanna í Ásmundarsal. „Það er mikil tilfinningaleg hleðsla í þeim. Það er mér mikilvægt.“ Morgunblaðið/Einar Falur „MYNDLISTIN MÍN ER MÉR GRAF- ALVARLEGT MÁL,“ SEGIR JÓN AXEL BJÖRNSSON ÞEGAR RÆTT ER UM ÁHRIFARÍKA SÝNINGU HANS Í LISTASAFNI ASÍ. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Menning Á tónleikum í 15:15 syrpunni í Nor-ræna húsinu á morgun, sunnudag,flytja Caput-hópurinn og Hanna Dóra Sturludóttir efnisskrá með tónverkum eftir Þuríði Jónsdóttur tónskáld, auk verks eftir ítalska tónskáldið Aldo Clementi (1925- 2011). Markmiðið er að birta gestum eins- konar portrettmynd af Þuríði í gegnum sköpunarverk hennar. Starfsferill Þuríðar spannar nú meira en aldarfjórðung. Um árabil var Ítalía starfs- vettvangur hennar en nú býr hún og starfar á Íslandi. Tíu flytjendur koma fram á tón- leikunum. „Mér líður svolítið eins og það eigi að vera einhver tímamót á ferlinum hjá mér, en sú er alls ekki raunin,“ segir Þuríður hlæjandi þegar hún er spurð um tilefni tónleikanna. „Þau hjá Caput segja að þeim hafi verið „hugsað til mín“, sem er auðvitað ánægju- legt,“ bætir hún við. Á undanförnum árum hefur Þuríður tvisv- ar samið verk sérstaklega fyrir Caput en hvorugt þeirra verður flutt á tónleikunum. Hanna Dóra flytur lög eftir Þuríði við ljóð eftir Gyrði Elíasson og Guðberg Bergsson, og þá verða flutt verk fyrir einleiksfiðlu og einleiksóbó, verk fyrir bassaflautu, víólu og kontrabassa, og fyrir flautu og rafhljóð. Verkið eftir Clementi nefnist „Berecuse“. Fjölbreytileg verk á efnisskrá „Já, ég hef samið tvö önnur verk fyrir Ca- put. Annað var fyrir fullskipaða sinfóníettu og danska harmónikkuleikarann Geir Draugsvall en hitt var smærra í sniðum, með flautu í aðalhlutverkinu og einnig með harm- ónikku. Það hafa því verið tengsl milli mín og þessarar grúppu,“ segir Þuríður. Svo samdi ég óbóverkið „Round“ sérstaklega fyr- ir Eydísi Franzdóttur og hún er sannarlega hluti af bandinu og mun einmitt flytja það verk á tónleikunum. En það var úr ýmsum verkum að velja. Við ákváðum að hafa tvö verk fyrir söng- konu, kammerverk með söng, og svo eru tvö elektrónísk verk á efnisskránni.“ – Gefur dagskráin góða mynd af þér sem tónskáldi? „Þetta er býsna fjölbreytilegt. Kannski frekar er fjölbreytni fyrir að fara en góðu samræmi,“ segir hún og brosir. „Á fyrri prófíltónleikum Caput-hópsins hefur tónskáldið venjulega verið tengt við annað tónskáld og í þetta skipti völdum við Aldo Clementi í sameiningu. Hann er ítalsk- ur og ég hef sterk tengsl við Ítalíu; til að fyrirbyggja misskilning þá er þetta ekki sá hinn gamli klassíski Clementi heldur nútíma- tónskáldið, en tónlist hans fannst okkur falla ágætlega að minni tónlist.“ – Hvernig er þín tónlist? „Það veit ég svo alls ekki,“ svarar Þuríður að bragði. „Þetta er erfið spurning.“ – Verða tónleikagestir einhvers vísari? „Þeir verða bara að mæta og komast að því …“ svarar hún þá. Pantanir og starfslaun Þegar Þuríður er spurð út í það hvernig hún semji tónverk, hvort laglínur, val á hljóð- færum eða annað komi fyrst, þá segir hún það ólíkt eftir verkum. Tekur sem dæmi fyrrnefnt verk fyrir sinfóníettu og einleiks- harmónikku, „Installation Around a Heart“, og segir að þar hafi sólóhljóðfærið ráðið ferðinni. „Þar var það hugsun um harm- ónikkuna sem þenst út og dregst saman, eins og hjarta sem pumpar lífi í hljómsveit- ina og allt sem gerist sprettur af þeim krafti. Myndin var sterk og ég hugsaði verk- ið algerlega sem innsetningu. Verkið „Lampyridae“, sem flutt verður á tónleik- unum, er annarskonar dæmi en það kalla ég sjálfsmynd. Nafn verksins er latneskt sam- heiti fyrir skordýr sem lýsa í myrkri, en Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari pant- aði það við ljóð sitt „Eldflugur“. Ég hljóðrit- aði sjálfa mig leika á flauturnar, og hafði hljóðnemann mjög nálægt svo öll aukahljóð heyrðust vel, andardráttur, þrusk og smellir. Ég vann svo með öll þessi hljóð þar til þau fóru að líkjast suðrænum ævintýraskógi, sem svo varð að hljóðtjöldum fyrir einleikaranum á sviðinu.“ – Þú ert líka flautulekari. Mótar það nálg- un þína sem tónskáld? „Ég er ekkert endilega með hugann við flautuna þegar ég er að semja. Hins vegar finnst mér mikilvægt að hafa þá reynslu, það veitir mér ákveðið öryggi að hafa verið hin- um megin við borðið, glímt við erfið verk og unnið með tónskáldum sem hljóðfæraleikari. Í verkum sem eru sungin dregur textinn mig síðan áfram. Það er ólíkt frá einu verki til annars hvernig ferlið hefst og hvernig það þróast. En í hvert skipti sem ég byrja á nýju verki finnst mér að ég kunni ekki neitt og þurfi að byrja á byrjunarreit. Það er eins og ég hafi aldrei gert þetta áður.“ – Er það ekki óþægilegt? „Jú!“ Þuríður hlær. „En ég hef vanist því. Í þessu ferli öllu er bæði hamingja og óþæg- indi. Mér finnst erfitt að endurtaka mig, finnst ég þurfi að skapa nýjan heim í hverju verki, finna hverri hugmynd nýjan farveg, finna DNA hvers verks. Auðvitað aflar mað- ur sér þekkingar og reynslu en hvert verk verður að hafa sitt snið, sitt form og vera til á eigin forsendum.“ CAPUT-HÓPURINN FLYTUR VERK EFTIR ÞURÍÐI JÓNSDÓTTUR TÓNSKÁLD Vill skapa nýjan heim í hverju tónverki „AUÐVITAÐ AFLAR MAÐUR SÉR ÞEKKINGAR OG REYNSLU EN HVERT VERK VERÐUR AÐ HAFA SITT SNIÐ, SITT FORM OG VERA TIL Á EIGIN FORSENDUM,“ SEGIR ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, TÓNSKÁLD OG FLAUTULEIKARI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.