Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 58
Bókaútgáfan Tófa var stofnuð til að gefa Já út og síðan fleiri bækur eftir því sem verkast vill. Aðstandendur útgáfunnar eru Anna Guðný Gröndal, sagnfræð- ingur og gítarleikari í hljómsveitinni Börn, Bjarni Klemenz og Bergur Þor- geirsson, tæknilegur ráðunautur. Að sögn aðstandenda stefnir Tófa að því að gefa út eina til tvær bækur á þessu ári. Já, Tófa! 58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Bækur Seint á síðasta ári sendi Bjarni Klemenzfrá sér skáldsöguna Já, sem Tófa gafút. Já er önnur skáldsaga Bjarna, Fenrisúlfur kom út á vegum Nýhil fyrir níu árum, en hann fæst líka við ljóðagerð og vinn- ur nú að heimildarmynd um gamla Varnarliðs- svæðið í Keflavík. Já segir frá ungmennum sem skipuleggja listgjörning, ungum listamönnum sem eru á skjön við stofnanavæddan listheim og ákveða að fremja gjörning í Kringlunni, „eyðimörk eftirlíkingarinnar“. Ungmennin eru Reynir, öryggisvörður í Kringlunni, og vinir hans Erna og Jóhann. Fljótlega kemur í ljós að þau hafa ólíka sýn á því hvaða leið er best að fara til að vekja athygli, en líka skiptir miklu í framvindunni þráhyggjukennd ást Jóhanns á Dísu, sem vinnur einmitt í Kringlunni. Bjarni segir að hugmyndin hafi kviknað í verslunarmiðstöð í Bangkok þar sem aðeins voru til sölu lúxusvörumerki, en í bókarlok sést að bókin hefur orðið til á mörgum stöð- um, í Stokkhólmi, Bangkok, Krabi, Ao nang, Railay, Chiang Mai og svo má telja; átján stöðum alls, en sögulok eru skrifuð í Reykja- vík. „Í öllum þeim borgum sem ég kom til fór ég í stórar verslunarmiðstöðvar; í Sjanghæ var verslunarmiðstöð með eftirlíkingum af fín- um vörumerkjum, í Tókýó var neðanjarðar- -verslunarmiðstöð og í Akihabara í Tókýó var allt fullt af tölvum og dóti, en hvar sem ég kom var ég alltaf með hugann við Kringluna,“ segir Bjarni og bætir við að Kringlan sé fyrir sér hin dæmigerða verslunarmiðstöð þar sem miðstéttarfólk getur gengið inn og liðið eins og það sé statt í lúxusumhverfi, einskonar sýndarveruleiki. „Það er einmitt það sem mér finnst heillandi við Kringluna og hún er líka ákveðið trúarlegt tákn, samkomustaður sem tekið hefur við af kirkjum og klaustrum fyrri tíma.“ Ekki var bara að hugmyndin að Já kviknaði í ferðalaginu, heldur segist Bjarni líka hafa skrifað hana í ferðinni: „Ferðin tók þrjá mán- uði og það má segja að ég hafi skrifað bókina á þeim tíma, í lestum og flugvélum og rútum og svo framvegis. Það er svo svakalega mikil neysla í Asíu og hún er svo sýnileg – það er alltaf verið að selja manni hluti, selja manni hamingju sérstaklega ef maður er túristi eða túristalegur.“ Undir lok bókarinnar upplifir ein söguper- sónan, Pétur, það þegar Kringlan breytist og verður sem hún hafi orðið fyrir flóðbylgju, marmarinn verður þakinn þörungum og slími, veggirnir hafa hrunið og rúðurnar eru sprungnar. Bjarni segist hafa séð hana fyrir sér sem hún hefði breyst í Angkor Wat – hálf- hrunið og yfirgefið musteri. „Það vísar nátt- úrlega í það að Pétur lenti í flóðbylgjunni í Taílandi á sínum tíma og það má segja að þannig hafi ferðalagið mitt síast inn í söguna.“ Reynir og Jóhann eru ófullnægðir lista- menn, hafa ekki náð þeim árangri í listinni sem þeir ætluðu sér og sjá fyrir sér gjörn- ingaverk sem andviðburð: „Við erum að skoða þanþol kapítalismans, ögra honum, spyrja um eðli lífsins,“ segir Reynir þegar hann er að reyna að sannfæra Ernu og Jóhann um gildi verksins. Bjarni segist þó ekki vera að mót- mæla neysluhyggju eða kapítalisma, í bókinni birtist bara óöryggi og ótti sögupersónanna. „Þannig er Jóhann, sem gengur of langt í gjörningnum, ekki hryðjuverkamaður, hann er listamaður, eða lítur á sig sem listamann. Hann hlustar á þau Reyni og Ernu tala um gjörninginn og hugsar: Þau eru bara fífl, þetta er vonlaus gjörningur og ef þau vilja gera það á annað borð þá verður að fara alla leið.“ Bjarni segir að sagan sé öðrum þræði stúdía í egói. „Ég leitaði að þessu egói í sjálf- um mér og fann Reyni. Egóið hatar að vera hafnað. Það hatar nei-orðið. Það er bannað að segja nei við egóið. Listheimurinn hefur sagt nei við Reyni. Honum dettur í hug að sanna sig fyrir listheiminum með því að skjóta úr paintball-byssu á millistéttina í Kringlunni og stimpla sig þannig með þessum öfugsnúna hætti í leikinn. Reiðin ætti að beinast gegn listheiminum en hann nær að fela reiði sína með því að setja hana í listrænan búning með því að lýsa stríði gegn neysluhyggjunni og Kringlunni. Honum er í raun og veru alveg sama um neysluhyggjuna og kapítalismann. Hann reynir að sannfæra félaga sína um að kapítalisminn sé að rústa heiminum og setja þennan gjörning í eitthvert listrænt samhengi. Það eina sem hann hugsar um er listheim- urinn, sem hann vill dómínera yfir.“ Jóhann er önnur manngerð að sögn Bjarna, hann er einkonar svarthol í Kringlunni. „Það eina sem ég veit örugglega um hann er að það er bannað að segja nei við hann. Kærastan hans sagði nei við hann og egóið þolir það ekki. Hann hatar líka Reyni eins og alla aðra listamenn og vill ekki vera númer tvö í gjörn- ingnum hans. Jóhann veit líka að þessi gjörn- ingur, Nei, snýst bara um að þjóna egói Reyn- is, þess vegna býr hann til þetta andsvar: Gjörninginn Já. Samkvæmt Jung býr skuggi í öllum mönn- um, og maður verður að sætta sig við hann í stað þess að frávarpa honum á aðra. Báðir karakterarnir, Jóhann og Reynir, frávarpa skuggum sínum á annað fólk. Þeir átta sig ekki á því að annað fólk er ekki orsök óham- ingju þeirra, heldur þeir sjálfir. Þessi skrif voru því mikil sjálfsrannsókn eins og öll skrif eru, sérstaklega í auðmýkt og undirgefni.“ GJÖRNINGUR OG ANDGJÖRNINGUR Í auðmýkt og undirgefni Bjarni Klemenz fékk innblástur að Já í musterum neysluhyggjunnar - risavöxnum verslunarmiðstöðvum Asíu og í Kringlunni. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Samkvæmt Jung býrskuggi í öllummönnum, og maður verð- ur að sætta sig við hann í stað þess að frávarpa honum á annað fólk. BJARNI KLEMENZ SKRIFAÐI SKÁLD- SÖGUNA JÁ Á FERÐ UM ASÍU ÞAR SEM HONUM VARÐ TÍTT HUGSAÐ TIL KRINGLUNNAR, EYÐIMERKUR EFTIRLÍKINGARINNAR. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í seinni tíð les ég gjarnan sagnfræðirit um hörmungar í alræðisríkjunum 20. aldar, einkum þær sem snúast um siðferðisþrek hugsjónafólks; upp í hugann kemur bók Or- landos Figes, The Whisperers, og The Sleepwalkers eftir Christopher Clark, um fyrri heimstyrjöld. Þó gríp ég í ýmiss konar skáldskap inn á milli, ýmist á íslensku, ensku eða sænsku. Laxness les ég einu sinni á ári og verður Heimsljós oftast fyrir valinu. Aðrir íslenskir skáldsagnahöfundar í uppáhaldi eru Gyrðir Elíasson og starfs- systir mín, Auður Ava Ólafsdóttir. Af erlendum skáldverkum verður mér fyrst hugsað til Tristrams Shandy, sem er óborganlega fyndin og allt að því póstmódernísk skáldsaga eftir Laurence Sterne, prest á Norður-Írlandi á 18. öld. Til dæmis beitir höfundur brögðum eins og að dekkja blaðsíður þegar rökkvar í sögunni, og útskýra söguþráð með því að teikna þráð inn í sjálfan textann. Hér er sem sagt for- faðir fáránleikabókmennta, hverra fulltrúar eru Samuel Beckett, Flann O’Brien og B.S. Johnson. Ljóð eru að ýmsu leyti handhægari en prósinn, það er hægt að öðlast mikla hugfró milli anna með því að sökkva sér niður í stakt ljóð. Á íslensku les ég allt sem Þorsteinn frá Hamri sendir frá sér. Á ensku fletti ég helst upp á ljóðum eftir W.B. Yeats, G.M. Hopkins og Seamus Heaney, en Tomas Tranströmer les ég helst af sænskum skáldum. Af myndlistartengdu efni neyðist ég auðvitað til að lesa ókjör af þurrum fræðigreinum, en til að öðlast aftur trúna á myndlistina les ég ítrekað ritgerðir hins skarp- greinda gagnrýnanda Roberts Hughes. Hann skrifaði líka um stangveiðar; maður að mínu skapi. BÆKUR Í UPPÁHALDI AÐALSTEINN INGÓLFSSON Undanfarið hefur Aðalsteinn Ingólfsson gjarnan lesið sagn- fræðirit um hörmungar í alræðisríkjum 20. aldar. Morgunblaðið/Kristinn The Whisperers eftir Orlando Figes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.