Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 59
15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Skrudda hefur gefið út skemmti- og spennusöguna Eit- urbyrlarinn ljúfi eftir finnska rithöfundinn Arto Paasilinna, sem er með þekktustu rithöf- undum Finna. Bókin segir frá ofurstaekkjunni Linneu Ra- vaska sem hefur komið sér vel fyrir í kyrrð sveitarinnar og hyggst eyða þar ævikvöldinu í friði og ró. Hun fær þó ekki að vera í friði því um hver mán- aðamót, þegar hún fær ellilíf- eyrinn útborgaðan, birtast ætt- ingjar hennar úr borginni í sníkjuferð og setjast upp hjá henni þar til peningurinn er upp urinn. Hún gefst á end- anum upp á mannleysunum og forðar sér á flótta, en þeir elta, sem kallar á ýmsar uppákomur. Ofurstaekkja í ævintýrum Samtök bandarískra bókmenntagagn- rýnenda veita sérstök bókmennta- verðlaun ár hvert og hafa gert í fjöru- tíu ár eða þar um bil. Verðlaunin, sem talin eru með helstu bókmenntaverð- launum vestan hafs, eru jafnan kynnt í upphafi hvers árs, missnemma reynd- ar. Í vikunni voru kynnt bókmennta- verðlaun samtakanna fyrir bækur sem komu út árið 2014, en verðlaunaflokk- arnir eru átta, aukinheldur sem valinn er gagnrýnandi ársins og veitt við- urkenning fyrir starf að kynningu og umfjöllun bóka. Verðlaun fyrir bestu skáldsöguna hlaut Marilynne Robinson fyrir Lila. Besta fræðibók eða bók almenns eðlis var valin The Problem of Slavery in the Age of Emancipation eftir David Brion Davis. Bók teiknarans Roz Chast, Can’t We Talk About Something More Pleasant?, fékk verðlaun sem besta sjálfsævisagan, en besta ævisagan var valin Tennessee Williams: Mad Pilgri- mage of the Flesh eftir John Lahr. Ljóðabók ársins er Citizen: An Am- erican Lyric eftir Claudia Rankine. Besta gagnrýnin er The Essential Ellen Willis sem geymir verk tónlist- argagnrýnandans Ellen Willis, Nona Willis Aronowitz ritstýrði. John Leonard-verðlaunin fyrir bestu fyrstu bók fékk Phil Klay fyrir smá- sagnasafnið Redeployment, Ivan Sand- rof-verðlaunin fyrir ævistarf í bók- menntum fékk Toni Morrison og Nona Balakian-viðurkenninguna fyrir gagnrýni fékk Alexandra Schwartz sem er bókmenntagagnrýnandi New Yor- ker. BÓKMENNTAVERÐLAUN GAGNRÝNENDA Bandaríski rithöfundurinn Toni Morrison fékk viðurkenningu fyrir ævistarf í bókmenntum. Hún fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1993. Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman seldist met- sölu sumarið 2013 og Amma biður að heilsa seldist vel síð- asta sumar. Þriðja bókin eftir Backman kom svo út í vikunni og heitir Britt-Marie var hér. Bókin segir frá Britt-Marie sem búið hefur í ástlausu hjónabandi í fjörutíu ár með Kent, sem er verktaki, ofboðs- lega duglegur verktaki, sem á sér leyndarmál. Þegar upp kemst um það leyndarmál neyðist hún til að halda út á vinnumarkaðinn og á þeim markaði skiptir þekking og reynsla í heimilishaldi engu máli, ekki einu sinni þótt hún sé bæði smámunasöm og þrjósk. Þriðja bókin eftir Fredrik Backman Fyndnar sögur af furðufuglum SUMARSMELLIR ÞÓ ENN SÉ NOKKUÐ Í SUMAR, ÓRALANGT SEG- IR SÁ SEM LÍTUR ÚT UM GLUGGANN, ERU VÆNTANLEGIR SUMARSMELLIR AÐ KOMA ÚT UM ÞESSAR MUNDIR. VIÐ ERUM GEFIN FYRIR FYNDN- AR SÖGUR AF FURÐUFUGLUM EKKI SÍÐUR EN FRÆNDÞJÓÐIR OKKAR OG SAGAN AF BRITT- MARIE Á EFLAUST EFTIR AÐ VERÐA VINSÆL OG EKKI SÍÐUR SAGAN AF EKKJUNNI RÁÐAGÓÐU LINNEA RAVASKA. Fyrsta hefti ársins af Tímariti Máls og menningar er komið út. Meðal efnis eru óbirt ljóð eftir Einar Braga, viðtal Kristínar Ómars- dóttur við Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur, Gísli Sigurðsson fjallar um heimildagildi Landnámu, Kjartan Már Ómarsson segir frá Guðjóni Samúelssyni og Svavar Gestsson skrifar um bókina Í köldu stríði eftir Styrmi Gunnarsson. Fyrsta hefti TMM Ömmumatur Nönnu heitir mat- reiðslubók eftir Nönnu Rögnvald- ardóttur sem Iðunn gefur út. Í bókinni birtir Nanna ýmsar upp- skriftir að íslenskum heimilismat sem fólk á miðjum aldri og eldra ólst upp við sem algengan heimilis- og sparimat. Sem dæmi má nefna að uppskriftir eru að blómkálssúpu, rækjukokkteil, laxasalati, kryddsíld, plokkfiski, kóte- lettum í raspi, kakósúpu, vínartertu, brúnuðum kartöflum og rabarbara- sultu. Alls eru áttatíu uppskriftir í bók- inni. Uppskriftir að íslenskum heimilismat BÓKSALA 4.-10. MARS Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 Meðvirkni Orsakir, einkenni,úrræði Ýmsir höfundar 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 NáðarstundHannah Kent 6 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 7 Heint mataræðiDr.Alejandro Junger 8 Aftur á kreikTimurVermes 9 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 10 Ömmumatur NönnuNanna Rögnvaldardóttir Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 NáðarstundHannah Kent 4 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 5 Aftur á kreikTimurVermes 6 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 7 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson 8 SkuggahliðinSally Green 9 ViðDavid Nicholls 10 LjónatemjarinnCamilla Läckberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.