Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 15. MARS 2015 Þúsundasta innslagið í sjónvarps- þættinum vinsæla Landanum í Rík- issjónvarpinu verður sent út um helgina. Fyrsti þáttur Landans var sendur út 3. október 2010 og eru þættirnir orðnir 178 og innslögin 996. Þessi þúsund innslög hafa fjallað um allt milli himins og jarðar þó að ný- sköpun, byggðamál, umhverfismál, menning og listir og mannlíf almennt hafi kannski verið fyrirferðarmest hvað varðar efnistök, að sögn Hildar Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskiptasviðs RÚV. Hildur segir þáttinn einstakan í sinni röð að því leyti að innslögin í honum séu upprunnin alls staðar að af landinu og þess ávallt freistað að hafa dreifinguna sem mesta og vel utan um hana haldið. „Viðmælendur Landans skipta þúsundum og það sem kannski er merkilegt er að fæstir hafa komið fram oftar en einu sinni í þættinum. Viðmælendur eru sömuleiðis á öllum aldri og sérstök áhersla er á að hlut- fall karla og kvenna í þættinum sé sem jafnast. Það sem ef er þessum vetri til dæmis eru konur 51% við- mælenda og karlar 49%,“ segir Hild- ur. Í tilefni af þúsundasta innslaginu hefur verið ákveðið að kynna til sög- unnar Landakortið, sem er búið að vera í bígerð um nokkra hríð. „For- sagan er sú að í hverri viku fá um- sjónarmenn Landans fyrirspurnir um gömul innslög úr Landanum. Meðal annars er töluvert um að inn- slög úr Landanum séu notuð í kennslu á öllum skólastigum, meðal annars í náttúru- og umhverfisfræði. Landakortið verður á vef RÚV. Það er kort af Íslandi þar sem innslögum úr Landanum er raðað á þá staði á kortinu þar sem þau eiga heima! Þar getur fólk síðan horft á þau innslög sem vekja áhuga,“ segir Hildur enn- fremur. Gísli Einarsson, ritstjóri Landans. Morgunblaðið/hag LANDAÞÆTTIRNIR ORÐNIR 178 Þúsundasta innslagið „Mynd sú, sem hjer birtist, er ekki úr herteknu löndunum. En þaðan hafa stundum birst myndir svip- aðar þessari, til þess að sýna hið bágborna ástand, sem almenn- ingur þar á við að búa, við öflun brýnustu nauðsynja.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu 15. mars 1945. „Nei, myndin hjer að ofan er tekin við eina mjólkurbúðina í Reykjavík, sunnudagsmorgun einn veturinn 1945, þegar mjólk- urskipulagið mintist 10 ára afmæl- is síns. Og þessi mynd er ekkert einsdæmi. Oft og tíðum hefir mátt sjá svipaða halarófu af fólki við mjólkurbúðirnar, hvernig sem viðrað hefir. Örsök þessa bágborna ástands í höfuðborg landsins er sú, að stjórnendur mjólkurskipulagsins hafa ekki enn – þrátt fyrir 10 ára reynslu – öðlast skilning á þeim einföldu sannindum, að dreifing eftirsóttrar vöru, sem takmark- aðar birgðir eru af, verður að fara fram eftir skömtunarseðlum, svo að rjettlát úthlutun varanna eigi sjer stað. Mjólk hefir yfirleitt verið nægj- anleg hjer í vetur, nema þegar samgöngur hafa lokast og mjólk- urflutningur þ.a.l. stöðvast til bæj- arins. Smjör hefir aldrei sjest í mjólkurbúðunum og engin glíma því staðið um það.“ GAMLA FRÉTTIN Mjólkin sótt Höfuðborgarbúar bíða í halarófu eftir mjólkinni sinni fyrir sjötíu árum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Sinéad O’Connor írsk söngkona Ólöf Nordal innanríkisráðherra Karen Gillan skosk leikkonaKringlan 2.hæð | Sími 588 0640 | casa.is flott hönnun – flottar vörur Frábær tilboð um helg ina Ný glæsile g verslun í Kringlunni Nýjar vörur frá þekktum framleiðendum, ásamt okkar þekktu merkjum... ... og miklu fleira Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.