Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 20
O kkur langaði að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem sam- einaði útiveru og upplifun. El Camino var á „Bucket- listanum“ og ég ákvað að gefa Pétri ferðina, og auð- vitað félagsskapinn, í fimmtugsafmælisgjöf,“ segir Aðalheiður Pálmadóttir lyfjafræðingur en hún og eiginmaður hennar, Pétur Gunnarsson, sem einnig er lyfjafræðingur, fóru hjólandi Jakobsveginn síðastliðið vor í skipulagðri ferð með ferða- skrifstofunni Mundo. Jakobsvegurinn er ein þekktasta pílagrímal- eið í Evrópu og endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu á Spáni. Voruð þið miklir hjólagarpar fyrir? „Nei, alls ekki. Enda litum við hvort á annað þegar við vorum búin að skrá okkur og hugsuðum bæði: „Hvað erum við eiginlega búin að koma okkur út í?“ En við æfðum okkur aðeins. Við fórum í 2-3 tíma hjólaferðir um helgar síðustu tvo mánuði fyrir ferðina. Við hjóluðum meðal annars um Reykjanes, kringum Reykjavík og upp í Mosfellsdal. Undirbúningurinn var skemmtilegur og það var gaman að upplifa þessar leiðir á hjóli,“ segir Pétur. Þau segja ferðina hafa verið blöndu af líkamlegri áreynslu, vangaveltum um lífið og tilveruna á hjólum og góðum félagsskap. „Við reiknuðum með að þetta yrði skemmtilegt en það kom okkur samt á óvart hversu ánægð við vorum að kvöldi hvers dags eftir upplifun og átök dagsins.“ Útsýnið af hjólinu var mjög fjölbreytt að þeirra sögn og sérlega gaman að sjá þennan hluta Spánar. Sagan og menningin hafi líka leikið stórt hlutverk í upplifuninni. „Ef við ættum að nefna eitthvað sérstaklega þá var dásamlegt að koma til Astorga, þegar við hjóluðum inn í bæinn var mark- aður í fullum gangi og mikil stemning að labba þar í gegn, hótelið okkar var við torgið með útsýni yfir herlegheitin. Þá var mjög sérstakt að koma að Cruz de Ferro sem er hæsti punktur leið- arinnar en þar skildum við eftir tvo steina hvort og slatta af áhyggjum.“ Þau hlæja og segja að nú sé dvölin í hreinsunareldinum hugs- anlega eitthvað styttri og þau hafi upplifað hálfgerða alsælu þegar þau hjóluðu loks inn í Santiago de Compostela eftir tveggja vikna erfiði. „Við vorum sveitt, skítug en alsæl.“ ERFIÐI, MENNING, SAGA OG LANDSLAG Upplifðu alsælu í lok ferðar AÐALHEIÐUR PÁLMADÓTTIR OG PÉTUR GUNN- ARSSON, LYFJAFRÆÐINGAR, HÖFÐU LÍTIÐ HJÓLAÐ ÞEGAR ÞAU ÁKVÁÐU AÐ SKELLA SÉR Í TVEGGJA VIKNA HJÓLAFERÐ EFTIR JAKOBSVEGINUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Allir hjálpuðust að við að framreiða hádegisverðinn sem samanstóð af ýmsu góðgæti sem Spánn hefur upp á að bjóða. Pílagrímarnir sem hjóluðu Jakobsveginn með Mundo síðasta sumar stilla sér upp fyrir myndatöku við eina fegurstu rómönsku brú Spánar, Puente la Reina, eða Drottningarbrúna, í samnefndum bæ, stoltir og glaðir yfir afreki dagsins. Hjólað meðfram sýprustrjám fyrir utan Logroño. Aðalheiður og Pétur taka af sér sjálfs- mynd við brúna fallegu. Stundum var hjólað á vegum, stundum á þröngum götum í litlum fallegum þorpum á leiðinni. Yndislegt lítið þorp rétt fyrir utan Burgos sem hjólað var í gegnum. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.