Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *Laugardaginn 28. mars verðurhaldin svokölluð „Zine“ ogprenthátíð á Húrra, Naustinni,Reykjavík. Viðburðurinn verður haldinn ámilli klukkan 18.30 og 21 en þargefst fólki kostur á að fjárfesta í prentverkum og tímaritum eftir 30 áhugaverða listamenn og hönnuði. Prentpartí á Húrra M ér finnst rosalega gam- an að blanda saman nýju og gömlu, eiga hluti með sál og sögu. Ég hef látið gera upp nokkra stóla sem foreldrar mínir áttu og þykir svo óendanlega vænt um þá. Ég reyni að velja mér hluti sem ég sé fyrir mér að geta notað á mörgum mismunandi stöðum á heimilinu og eru klassískir. Viður er efni sem heillar mig mikið, hef alltaf verið mikið fyrir við. Finnst ekkert skemmtilegra en þegar ég finn fal- leg viðarleikföng fyrir börnin mín því það er eitthvað sem endist og maður hendir ekki inn í geymslu,“ segir Rakel sem býr ásamt eig- inmanni sínum og fjórum ynd- islegum börnum á aldrinum tveggja til níu ára í björtu og rúmgóðu rað- húsi í Kópavogi. Hún telur mikilvægast við inn- réttingu heimilisins að hafa hlutina sem einfaldasta. „Þegar maður er með mörg börn þá þarf maður að vera með hluti sem skemmast ekki við fyrstu notkun og mega við nokkrum ágangi.“ Rakel leggur Fyrst og fremst upp með að hafa heimilið persónulegt og hlýlegt. „Mér finnst líka rosalega hlýlegt og fallegt að hafa mottur á gólfunum. Það minnir mig svo á tímann sem við fjölskyldan áttum í Englandi fyrir nokkrum árum þegar við bjuggum þar. Með árunum er mér svo farið að þykja mjög gaman að hafa lifandi plöntur inni á heimilinu, en ég er farin að muna eftir því að vökva þær. Þær gefa heimilinu svo góðan anda og lífga upp á til- veruna.“ Rakel rekur verslunina Snúran sem nýverið var opnuð í Síðumúla 21 en var búin að vera með net- verslun í 1 ár. „Allar þær vörur sem ég er að selja eru vörur sem mig sjálfa lang- ar til þess að eiga og endurspegla mjög mikið minn stíl. Einnig held ég mikið upp á Epal og Illums Bo- lighus í Danmörku,“ segir hún að- spurð hvar hún kaupi helst inn fyrir heimilið. Rakel sækir innblástur í Pinterest, Instagram dog í dönsk tímarit, þá sérstaklega Bolig Magasinet. „Ég get flett tímaritum endalaust aftur og aftur í leit að innblæstri. Svo er nátt- úrlega rosalega mikið af skemmti- legum bloggum um hönnun.“ Rakel var búin að breyta þvottahús- inu í herbergi fyrir netverslunina en þegar verslunin var opnuð fékk fjöl- skyldan langþráð sjónvarpsherbergi. Morgunblaðið/Styrmir Kári PLÖNTUR GEFA HEIMILINU GÓÐAN ANDA Blanda saman nýju og gömlu Myndaveggur fjölskyldunnar kemur fallega út í forstofunni. Rakel finnst hlýlegt og fallegt að hafa mottur á gólfunum en undir bekknum er handgerð motta frá Marokkó. RAKEL HLÍN BERGSDÓTTIR, EIGANDI VERSLUNARINNAR SNÚRAN SEM NÝVERIÐ VAR OPNUÐ Í SÍÐUMÚLA 21, BÝR ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI Í BJÖRTU RAÐHÚSI Í KÓPAVOGI. RAKEL SEGIR HEIMILISSTÍLINN MJÖG SKANDINAVÍSKAN EN HÚN HEILLAST MIKIÐ AF DANSKRI HÖNNUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rakel Hlín finnst gaman að blanda saman nýju og gömlu og eiga hluti með sál og sögu. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.