Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Matur og drykkir G oût de France var fagnað fimmtudaginn 19. mars um víða ver- öld. Inntak Goût de France er að bjóða upp á það besta úr frönsku eldhúsi og ferskasta hráefni hvers lands fyrir sig. Rétt eins og aðrir Frakkar kann Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, vel að meta það sem kemur úr hinu ótrúlega franska eldhúsi og það sama á við um Séverine, eiginkonu hans. Hjónin buðu til sín nokkrum gestum í sendiherrabústaðinn að Skálholtsstíg 6 í miðbæ Reykjavíkur og þar var boðið upp á sex rétta kvöldverð upp á franskan máta. Yfirmatreiðslumaður Perlunnar, Stefán Elí Stefánsson, sá um matreiðsluna en hann er vel kunnugur hinu franska eldhúsi. Sjálfur vann hann á Le Domaine de Clairefontaine í Frakklandi og skartar sá staður einni Michelin-stjörnu. Stefán Elí tók sér örstutt hlé frá elda- mennskunni til að segja blaðamanni frá þeim kræsingum, réttunum sex, sem á borð voru bornar þetta kvöld í bústað sendiherrans. „Með kampavíninu verður foie gras og tovio. Annars vegar mjög hefð- bundið franskt en hitt er svona aðeins komið inn í skandinavískan mat því þar er komið saman foie gras og rauðrófur,“ segir Stefán Elí um það sem borið er fram í stofunni með kampavíni áður en borðhald hefst. Í forrétt er lax og hann lýtur sömu lögmálum í anda Goût de France því hann er íslenskur en borinn fram á franskan máta. Næsti forréttur er hörpuskel. „Síðan kemur þorskhnakki með hálfgerðri lauksúpu sem búið er að gela. Með því er fiskimelódí sem af er smá trufflukeimur. Þar á eftir kemur lynghæna og það er rétturinn sem ég vann keppnina Taste of France með fyrir tæpu ári síðan. Lynghænan er fyllt með andarlifur, spínati og hæ- gelduðum lærum lynghænunnar sem svo er búið að rífa niður og þessu er blandað saman og sett inn í lynghænuna. Það er einn fugl á mann,“ segir Stefán Elí. Á eftir aðalréttunum eru bornar fram þrjár tegundir af frönskum ostum: Klassískur brie með trufflum á milli, geitaostur og rauð- mygluostur. Fyrri eftirrétturinn er súkkulaði frá Vahlrona með samblandi af kaffi og kirsuberjum. Þar eru notaðar tvær tegundir af súkkulaði, annars vegar dulce þar sem búið er að gera karamellu úr hvítu súkkulaði og hins vegar mangiare sem er dálítið rammt og tilvalið til að koma jafnvægi á sætleik- ann. „Síðan verð ég með nokkrar tegundir af konfekti sem við löguðum. Það eru makónur sem verða sífellt vinsælli hér á landi, pistasíu-canas, meira súkkulaði og múskatín sem er líka meira súkkulaði, þannig að það verða hér mikil frönsk áhrif,“ segir Stefán Elí um máltíðina. Stefán Elí segir að Frakkar séu alla jafna mikið fyrir súkkulaði og að hægt sé að fá súkkulaði með ýmiss konar „karakter“. „Þú getur fengið ávaxtaríkt súkkulaði, minna kakó og meiri ávöxt, eða mjólkursúkkulaði með miklu karamellubragði eða litlu. Það er hægt að velja súkkulaði eftir karakter,“ segir Stefán Elí Stefánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar. Skemmst er frá því að segja að máltíðin var undursamleg og í anda franskrar matarmenningar voru réttirnir bornir fram á hæfilega löngum tíma og hvers bita notið í rólegheitum. Smáir réttir, matreiddir af alúð og virðingu. Matreiðslumenn- irnir að störfum. Vel fór á með gestum og gestgjafa en allir gestirnir hafa tengsl við Frakkland, hver á sinn hátt. MATARBOÐ HJÁ SENDIHERRA FRAKKLANDS Sex réttir á fjórum tímum Á SAMA TÍMA OG EITT ÞÚSUND MATREIÐSLUMENN MEÐ ÞÚSUND MISMUNANDI MATSEÐLA TÓKU ÞÁTT Í FRÖNSKU MATARHÁTÍÐINNI GOÛT DE FRANCE BRÖGÐUÐU GESTIR SENDIHERRA FRAKKLANDS Á ÞVÍ BESTA. Malín Brand malin@mbl.is Þau Friðrika H. Geirsdóttir, Arnaldur IndriðasPhilippe O’Quin hefur gegnt stöðu sendiherra Frakklands á Íslandi síðan í október. Áður en formlegt borðha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.