Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Matur og drykkir N önnu Rögnvaldardóttur, mat- reiðslubókarhöfund með meiru, þekkja flestir. Nanna er lands- þekkt fyrir skrif sín um mat og matargerð en hún hefur skrifað á annan tug matreiðslubóka. Ný bók hefur nú litið dagsins ljós, Ömmumatur Nönnu. Bókin inniheldur um 80 uppskriftir að ekta ís- lenskum ömmu- og mömmumat, maturinn sem við þekkjum öll og notalegt er að snæða. Mataráhugann telur hún vera með- fæddan en hún hafði alltaf gaman af því að fylgjast með í eldhúsinu og taka þátt í mat- argerð og bakstri frá blautu barnsbeini. „Mamma átti enga matreiðslubók en ég las fjölrituðu blöðin sem hún hafði fengið í hús- mæðraskólanum á Löngumýri, af miklum áhuga – man ennþá hvað mér fundust lýs- ingar á ísgerð í fötu spennandi – og ég hef áttað mig á því að flest það sem ég man best úr bókum sem ég las þegar ég var barn tengist mat eða matargerð,“ segir Nanna. „Einu sinni rakst ég á gamlan reyf- ara í sumarbústað þegar mig vantaði lesefni og las aftur í hann miðjan, kannaðist ekki við neitt. Svo var farið að lýsa veislu og veitingum í henni ítarlega, þetta náði yfir heila opnu, og allt í einu lá við að ég gæti lokað augunum og þulið lýsinguna utan- bókar. Þá hafði ég lesið þessa bók einhvern tímann fyrir tíu ára aldur en mundi ekkert eftir henni fyrr en kom að matarlýsing- unni.“ Nanna segist hafa lært að elda „ömm- umat“ með því að fylgjast með móður sinni í eldhúsinu, fyrst í sveit og síðar í kaupstað. „Ég lærði snemma að elda marga þessa hefðbundnu rétti og þegar ég var fjórtán ára eldaði ég hádegismatinn heima heilan vetur, ofan í sex manna fjölskyldu og stund- um þrjá kostgangara. Ég var að vísu ekki góður kokkur, það breyttist ekki fyrr en löngu seinna. En ég gat nú gert flest þetta hefðbundna, kannski ekki alveg skammlaust, en fólk var svangt,“ segir Nanna og hlær. Spurð um sinn uppáhalds hefðbundna ís- lenska rétt segir hún að erfitt sé að gera upp á milli en nefnir þó einn sem ekki er í bókinni, þó að báðir hlutar réttarins séu vissulega þar. „Það er grjónagrautur með saltkjöti. Ég hafði þetta ekki með því þessi samsetning er held ég mjög lókal, ég þekki hana bara út Blönduhlíðinni þar sem ég ólst upp. Og svo er þetta nú kannski eitthvað sem maður þarf að hafa vanist á barnsaldri til að kunna að meta,“ segir Nanna. „Fyrir nokkrum árum, þegar ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum einu sinni sem oftar spurði mamma mig hvort ekki væri eitthvað sérstakt sem mig langaði í. Ég var svolítið hissa, hún var ekki vön að spyrja, en allt í einu langaði mig svo í saltkjöt og grjóna- graut, sem ég hafði ekki fengið í yfir 40 ár. Hún eldaði graut og sauð saltkjöt fyrir mig, ég brytjaði kjötið smátt, setti út í grautinn og stráði dálitlum kanilsykri yfir. Þetta borðaði ég með bestu lyst og það var allt í einu eins og ég væri orðin átta ára aftur. Þetta var síðasta máltíðin sem mamma eld- aði fyrir mig.“ Nanna gefur lesendum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins uppskrift að kótelettum. Morgunblaðið/Kristinn GRJÓNAGRAUTUR OG SALTKJÖT Í UPPÁHALDI Mataráhuginn líklega meðfæddur Nanna hefur skrif- að ótal margar matreiðslubækur. NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MAN VEL EFTIR MATARLÝSINGUM Í BÓKUM SEM HÚN LAS SEM BARN EN MAN LÍTIÐ SEM EKKERT EFTIR ÖÐRUM KÖFLUM. ÞAÐ TELUR HÚN VERA EITT AF MERKJUM ÞESS AÐ MATARÁHUGINN HAFI VERIÐ TIL STAÐAR LENGI. NANNA HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA MATREIÐSLUBÓK SEM INNIHELDUR TUGI UPPSKRIFTA AÐ RÉTTUM SEM MARGIR ÓLUST UPP VIÐ OG FENGU HJÁ MÖMMU EÐA ÖMMU, EN ERU NÚ SJALDSÉÐIR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fyrir 4 Kótelettur og lærisneiðar í raspi voru mjög algengur sunnudagsmatur á seinni hluta 20. aldar og standa enn alveg fyrir sínu. Oftast var notað skærlitt Paxo-rasp en heimagert rasp er eitt af því sem tilkoma matvinnsluvél- anna hefur auðveldað svo mikið. Læri- sneiðar eru eldaðar á sama hátt, þurfa að- eins lengri tíma en það fer þó eftir þykktinni. 12 kótelettur, einfaldar 3−4 hálfþurrar brauðsneiðar ½ tsk þurrkað timjan pipar og salt 50 g hveiti 2 egg 2 msk olía 2 msk smjör 3−4 msk vatn Berðu kóteletturnar létt með buffhamri eða kökukefli. Settu brauðið í matvinnsluvél og láttu hana ganga þar til það er orðið að fremur fíngerðri mylsnu. Settu brauðmylsn- una og timjanið á disk og hveitið á annan og kryddaðu hvort tveggja með dálitlum pipar og salti. Brjóttu eggin á þriðja diskinn og sláðu þau létt með gaffli. Hitaðu olíu og smjör á stórri pönnu. Veltu kótelettunum fyrst upp úr hveitinu, svo eggjunum og síðast úr raspinu, og steiktu þær við meðalhita í um 3 mínútur á hvorri hlið. Helltu vatninu á milli kótelettanna, leggðu lok yfir pönnuna, lækkaðu hitann og láttu krauma í 3−4 mín- útur í viðbót. Berðu kóteletturnar fram með soðnum eða steiktum kartöflum, hrá- salati, grænum baunum og e.t.v. rauðkáli og rabarbarasultu. Kótelettur í raspi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.