Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 40
Tíska AFP AFP *Söngkonan Rihanna er nýtt andlit tískuhússinsDior. Rihanna hefur nú tjáð sig opinberlegaum hvaða þýðingu það hafi fyrir hana að verafyrsta dökka andlit tískuhússins í samtali viðMTV-sjónvarpsstöðina. „Þetta skiptir miklu máli fyrir mig, fyrirmína menningu og fyrir ungar stúlkur af hvaða litarhætti sem er,“ sagði Rihanna meðal ann- ars í viðtalinu. Rihanna ánægð með Dior H vað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Þegar það kemur að því að kaupa hluti fyrir mig sjálfa, sem ég þarf ekki nauðsynlega á að halda, er ég mikill nískupúki. Þannig spurningin sem poppar oftast upp í hausinn á mér þegar ég kaupi mér föt er ,,Þarf ég þetta? Svarið við spurningunni er oftast nei og er að- alástæðan fyrir því að ég kaupi mér sjaldan föt. Þegar mig vantar föt í fataskápinn kaupi ég flík sem passar við flest í fataskápnum og pæli í því hversu mikið ég muni nota hana og hvort mér líði vel í henni. En svo kemur alveg fyrir að ég falli fyrir flík og kaupi hana án þess að spá í notagildi hennar. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Afslappaður, strákalegur, rokk- aður, einfaldur og stundum hippalegur. Ég á ekki mikið af fáguðum föt- um og leiðist það að dressa mig fínt upp. En þegar ég fer eitthvað fínt hjálpa skartgripir, fínna make-up og pelsar mikið til. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir sumarið? já! Heklað bikiní er eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um að eignast. Komandi sumar verður sumarið þar sem ég mun eignast eitt slíkt. Sér- staklega því ég verð meiri hlutann af sumrinu í útlöndum að baða mig í sólinni. Síðan sárvantar mig órifnar gallabuxur, sem er hlægi- legt. Þannig að ég mun líklegast fjárfesta í einum slíkum. Hvaða þekkti einstaklingur finnst þér vera með flottan stíl? Si- enna Miller, Kate Moss, Elsa Hosk og Olsen-systurnar eru allt kon- ur sem mér finnst bera af varðandi flottan fatastíl. Ef þú fengir að eiga fataskáp einvers, hver myndi það vera og af hverju? Ég væri mjög til í að skipta út mínum fataskáp fyrir fataskáp fyr- irsætunnar Behati Prinsloo. Ég hef fylgst með fatastílnum hennar í langan tíma og langar alltaf í hvert einasta outfit sem hún velur sér. Áttu þér einhvern uppáhalds fatahönnuð? Alex- ander Wang er ágætur. Annars fylgist ég lítið með hátísku. Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Tískutímarit skoða ég lítið sem ekkert en stundum dett ég inn á tumblr sem er myndablogg. Þar get- ur maður sigtað út hvað maður vill sjá og hvað ekki. Þangað sæki ég stundum innblástur. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Flíkurnar eru nokkrar. Ofarlega á listan- um er víða, loðna, svarta peysan mín. Reyndar eru þær margar peysurnar sem komast á þennan lista. Mögulega vegna þess hversu mikil kuldaskræfa ég er. Gamla veiðitaskan hans pabba fer með mér út um allt þar sem ég er oft með mikið af dóti á mér. Hattar eru í miklu uppáhaldi þó að íslenska veðrið gefi manni ekki mikinn séns. En ef maður er í vandræð- um með outfit, þá getur maður alltaf sett á sig hatt og maður er good-to-go. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil? 90’s grunge heillar mig. Myndi segja að ég hallaðist soldið að þeim stíl. Svo hefði ég alveg verið til í að vera uppi í kringum 1920 í krúttlegum glamúr fílingi. Hvar kaupir þú föt? Second hand finnst mér skemmtilegast. Fötin eru notuð og ég fíla „lookið“ á þeim þegar það sést. Svo eru búðir eins og Zara, Topshop, Urban Outfitters og H&M alltaf góðar. Reyndar, síðastliðin ár, hef ég byrjað að hugsa mikið út í það hvaðan fötin sem við kaupum eru. Því reyni ég að versla sem minnst. Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað við þurfum lítið. LEIÐIST AÐ KLÆÐA SIG UPP Veru leiðist að klæða sig upp en segir skartgripi, fínni förðun og pelsa hjálpa til við fínni tilefni. Morgunblaðið/Eva Björk Gamla veiðitaskan hans pabba í uppáhaldi VERA HILMARSDÓTTIR ER MEÐ STÆRSTU FYRIRSÆTUM LANDSINS. VERA ER MEÐ AFSLAPPAÐAN FATASTÍL OG SEGIR HATTA VERA Í MIKLU UPPÁHALDI ÞÓ SVO AÐ ÍSLENSKA VEÐRIÐ GEFI EKKI MIKINN KOST Á ÞVÍ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vera heillast af „grunge“-tískunni sem var áberandi á tíunda áratugnum. Heklað bikiní hefur lengi verið á óskalistanum. Breska leikkonan Sienna Miller er með flottan fatastíl. Úr sumarlínu Alexander Wang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.