Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 45
ganga um borð og svo farið með þær rullur sem farið er með við svona tækifæri. Svo sem 10 mínútum síðar var landgangsframleng- ing dregin saman, yfirflugfreyjan lokaði búkdyrunum tryggilega, snuddaði í einhverjum málum og svo sett- ust flugliðar og bjuggu sig eins og farþegarnir undir flugtakið. En næstu 10 mínúturnar eða svo gerðist ekkert. Þá stóð flugfreyjan upp og tók að hringja. Hún virt- ist fyrst ekki ná sambandi og hélt svo áfram að hringja. Kallaði svo allt í einu á hina flugliðana og pískraði við þá. Þeir gátu fæstir leynt undrun sinni, svo skrítnir urðu þeir í framan. Svo var komið að farþegunum: „Góðir farþegar. Það hefur komið í ljós að það eru engir flugmenn frammi í flugstjórn- arklefanum. Við höfum fengið þær upplýsingar að skipta hafi þurft um áhöfn. Nýja áhöfnin átti að koma frá Osló í tæka tíð, en það virðist hafa orðið smáseinkun á þeirri flugvél, sem okkur var ekki sagt frá.“ Það brast á slíkur hlátur í vélinni að Ómar Ragn- arsson hefði ekki upp á sitt besta náð öðrum eins. Kannski var það feginshlátur. Svo sem hálftíma síðar, þegar flugmennirnir tveir gengu loks um borð, fengu þeir hressilegt lófatak, en tóku því hálflúpulegir. Mikil alvara á óróasvæði En það var margt annað öndvert uppi í tilverunni í þessari viku. Það er ekki nýlunda að í Mið-Austurlöndum sé ástandið erfitt og kvikt. Oftast nær eru blossar þar og hér á svæðinu. En nú virðist sem þar logi eldar, hvert sem litið er. Hatur eykst og tortryggni, sem er landlæg, grasserar eins og bráðsmitandi pest. Jafn- vel ólíklegustu valdamenn, svarnir hefðbundnir óvin- ir, deila skyndilega svipuðum áhyggjum og van- treysta þeim sem helst þyrfti að treysta. Utanaðkomandi öflum, horfnum heimsveldum og förnum forystumönnum, voru löngum mislagðar hendur á þessum bletti. Dregin voru upp mörk ríkja, stundum þvert á þjóð- ir eða þjóðarbrot, kynþætti, ættbálka og trúardeildir. Heimamönnum var svo ætlað að fást við þessa sköp- un eftir að herrarnir voru horfnir á braut. Iðulega reyndist það ekki á færi annarra en miskunnarlausra einræðisherra að halda ríkjum saman sem þannig voru komin til. Saddam Hussein, vitfirrtur harðstjóri, er sígilt dæmi um það. Hann stjórnaði með stuðningi súnní-múslima, sem voru þó í minnihluta en sjía- múslimar í meirihluta, og í norðurhluta Íraks voru Kúrdar, sem var haldið innan ríkisins með mikilli fólsku sem kristallaðist þegar Saddam Hussein lét myrða 300.000 Kúrda, aðallega með efnavopnum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Breta töldu eng- an vafa ríkja á því að Saddam réði enn yfir gereyðing- arvopnum eða væri við að koma þeim upp. Það var meginréttlæting árásarinnar á Írak. Árásin naut yfir- burðastuðnings í báðum löggjafarsamkundum þess- ara ríkja. Sagan varðandi gereyðingarvopnin reynd- ist haldlaus. Valdahlutföllum kollvarpað Súnní-múslimum, stuðningsmönnum Saddams Husseins, var ýtt til hliðar og sjía-múslimar leiddir til áhrifa og staða Kúrda var styrkt. En af þessu leiddi m.a. að skyndilega var kominn upp nýr stjórn- málalegur öxull á milli Teheran og Bagdad. Það var svo sannarlega aldrei meining valdhafa í Wash- ington. Bersýnilegt er að klerkastjórnin er ráðandi í hinu nýja sambandi. Þess utan hefur hún tögl og hagldir í Sýrlandi, Líbanon og nú síðast í Jemen. Barack Obama var svo óheppinn eða klaufalegur fyrir fáeinum mánuðum að lýsa Jemen sem sér- stakri táknmynd velheppnaðrar stefnu sinnar í Mið- Austurlöndum. Fáeinum vikum síðar var forseti landsins flúinn úr höllu sinni og höfuðborg og loks úr landi. Bandaríska sendiráðinu var lokað á hlaupum og skæruliðar Huthi, sem sækja leiðsögn til klerkastjórnarinnar í Teheran, létu greipar sópa um vopn og farartæki sem skilja varð eftir. Útsendarar hers og leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa nú einnig komið sér á brott frá Jemen með brotið sverð og rofinn skjöld. Engu að treysta Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, treystir ekki Obama forseta yfir þröskuld. Það er gagnkvæmt. Þess vegna bannaði forsetinn að Ísraelar fengju upplýs- ingar um þróun viðræðna um kjarnorkuvopnabrölt Ír- ana. En þegar andstæðingar Obama á Bandaríkja- þingi, sem haldið var óupplýstum líka, meirihlutanum í báðum þingdeildum, tóku að fjalla um samnings- forsendur brá forsetanum. Upplýsingar þingsins voru augljóslega ekki frá bandarískum stjórnvöldum og því sakaði Obama Ísrael um að stunda njósnir gagnvart Bandaríkjunum! Ísraelar svöruðu í hálfkæringi og bentu á að Þýskaland væri í sex ríkja hópnum sem sæi um viðræðurnar og það væru fleiri færir um að hlera síma Merkel kanslara en Obama. En í aðeins meiri alvöru gáfu Ísraelsmenn síðar til kynna að upplýsingarnar hefðu þeir fengið með því að hlera Íran. Enginn veit hvað er satt í þessu, enda fyrsta regla Mossad og CIA væntanlega sú, að segja ekki frá neinu, og seinast alls frá sannleikanum og þá einvörð- ungu ef öll lygi sem hægt sé að grípa til sé algjörlega uppurin. En þótt sannleikurinn um þetta atriði muni því lengi enn fara huldu höfði er annað öllum augljóst: Helstu og mikilvægustu bandamenn í Mið-Austur- landamálum, Ísrael annars vegar og Bandaríkin hins vegar, hafa aldrei verið fjarlægari en nú. Við bætist að tortryggni annarra mikilvægra ríkja á svæðinu í garð Bandaríkjanna fer vaxandi. Á því eru margar skýringar. Eftir áratuga vinsemd og milligöngu Mub- araks, fyrrverandi forseta, í þágu markmiða Banda- ríkjanna lyfti Bandaríkjaforseti ekki litlafingri eða síma til að létta honum róðurinn, þegar á móti blés. Þvert á móti. Hann tók kjöri Morsis og Bræðralagi múslíma fagnandi. Þegar Morsi hafði algjörlega umboðslaust lagað egypsku stjórnarskrána í hendi sér, gerði Egyptum með því skylt að vera sammála sér, og stefndi að því að gera Egyptaland að ríki sem lyti sjaríalögum heyrðist ekki hósti eða stuna frá Obama. En þegar Egyptaland var komið á heljarþröm og Al Sisi hershöfðingi taldi sig nauðbeygðan til að grípa inn í frysti Obama samstundis fjárhagsstuðning Banda- ríkjanna við Egyptaland. Það var þungt högg því að rósturnar í landinu höfðu þurrkað upp helstu tekjulind landsins, ferðaiðnaðinn. Sádi-Arabíu leist ekki á blik- una og bauð Sisi margfaldan þann fjárstuðning sem Obama hafði stöðvað og undirstrikaði þar með að Bandaríkin gætu ekki lengur stjórnað löndum í þess- um heimshluta í gegnum hlaupareiking sinn. Eftir vorhreingerningar Nató í Túnis og Líbíu, sem hin hreina íslenska vinstristjórn samþykkti, fór þar allt í bál og brand. Hryðjuverkasamtök Ríkis Íslams náðu fótfestu þar. Þegar það hryllingslið hafði skorið meira en hundrað unga kristna egypska verkamenn á háls og sýnt viðbjóðinn á netinu sendi Sisi flugher sinn á vettvang. Hvíta húsið frétti af þeirri árás í sjónvarpinu. Og nú þegar Sádi-Arabar, Egyptar og fleiri þjóðir á svæðinu sendu flugheri sína til árása á Jemen töldu þær ástæðulaust að láta Bandaríkin vita af því fyrirfram. Enginn vafi um kjarnorkuvopn nú Árásin á Saddam Hussein var gerð þar sem fullvissa þótti fyrir því að hann hefði komið sér upp gereyðing- arvopnum. Það reyndist ekki rétt, því einræðisherr- ann hafði náð að losa sig við slík vopn í tæka tíð. En um Íran ríkir enginn vafi. Þeir eru hættir að neita því að þeir eigi skammt í að fullgera sínar sprengjur. Þeir ætli sér það þó ekki, og vilji það ekki og séu ein- göngu að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Íran er meira en fjórfalt stærra en Írak og meira en helmingi fjölmennara og lýtur harðræðisstjórn klerkaveld- isins. Ekkert ríki hefur staðið betur við bakið á hryðjuverkamönnum síðustu árin en Íran. Bandarík- in eru nú í samningaviðræðum við Íran um að Íran lofi að smíða ekki kjarnorkuvopn næstu 10 árin. Gegn slíku loforði muni efnahagsþvingunum við landið af hálfu vestrænna ríkja hætt. Egyptaland, Sádi-Arabía, Jórdan og Ísrael eru í öngum sínum yfir þessari þróun. Íran er að mati þessara ríkja þegar komið með yfirburðastöðu á ein- um viðkvæmasta bletti veraldar. Þegar efnahags- þvingunum ljúki verði Íran óviðráðanlegt með öllu og enginn vafi á, að eftir fáein ár verði Íran komið með myndarlegt kjarnorkuvopnabúr að auki. Hinn endurborni Carter í Hvíta húsinu sé ólíkleg- asti maðurinn í veröldinni til að koma í veg fyrir það. Morgunblaðið/Eggert 29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.