Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 1
ATVINNA SUNNUDAGUR 8. MARS 2015 Ég ólst upp í vörubíl og einkaflugvél hjá föður mínum. Að verða flug- maður kom því af sjálfu sér. Ég hef verið hjá Icelandair með hléum í bráðum tíu ár og farið um allan heiminn. Gauti Sigurðarson flugmaður. DRAUMASTARFIÐ Bifreiðasmiður og bifvélavirki GBTjónaviðgerðir ehf óska eftir að ráða til vinnu vanan bifreiðasmið, þarf að vera van- ur bílaréttingum. Einnig óskum við eftir að ráða vanan bifvélavirkja. Nánari upplýsingar í síma 862-0086 og á staðnum Draghálsi 6-8 milli 8 og 16.30. Yfirvélstjóri Samherji hf. óskar eftir að ráða yfirvélstjóra til starfa á Kirkellu H-7 , nýsmíðaðan frystitogara félagsins í Evrópu. Um framtíðarstarf er að ræða. Hæfniskröfur: • Skilyrði að geta unnið sjálfstætt • Réttindi VF 1 • Góð enskukunnátta • Snyrtimennska • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reglusemi skilyrði Umsóknir berist til Önnu Maríu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra Samherja hf anna@samherji.is Samherji er eitt öflugasta sjávar- útvegsfyrirtæki Evrópu, með víðtæka starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipa- flota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi. Stálsmiðir Rennismiðir Við leitum að mönnum vönum smíði úr ryðfríu stáli. Einnig rennismið í hálft eða fullt starf. Umsóknir óskast sendar á mesa@mesa.is Á.M. Sigurðsson ehf. Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfirði www.mesa.is Símaþjónusta/ sumarafleysing Óskað er eftir þjónustuliprum og jákvæðum einstaklingi til starfa við símsvörun og létt skrifstofustörf. Viðkomandi þarf að búa yfir skipulagshæfni og frumkvæði og geta unnið undir nokkru álagi. Einungis reyklausir ein- staklingar koma til greina. Um er að ræða ca 75% starf og er vinnutíminn áætlaður annars vegar frá kl. 8.00 til 14.00 og hins vegar frá kl. 14.00 á daginn til kl. 18.00 á kvöldin. Áhugasamir einstaklingar skili inn greinar- góðum umsóknum á box@mbl.is fyrir 17. mars, merktum: „M – 25850“. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 73 34 7 3/ 15 Laust er til umsóknar starf markaðsstjóra Icelandair í Norður-Ameríku. Hlutverk markaðsstjóra er að fylgja eftir markaðsstefnu Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada. Við leitum að lykilstjórnanda í stjórnendateymi fyrirtækisins innan sölu- og markaðssviðs. Markaðsstjóri vinnur náið með stjórnendum fyrirtækisins í markaðsþróun, stjórnun og mælingum á markaðsárangri. Umsækjandi verður að hafa gilt atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Markaðsstjóri hefur aðsetur á skrifstofu Icelandair í Norður-Ameríku sem er rétt fyrir utan Boston í Massachusetts-fylki og staðan heyrir beint undir svæðisstjóra Icelandair í Norður-Ameríku. Á skrifstofunni starfa 25 manns sem sinna sölu- og markaðsmálum. MARKAÐSSTJÓRI ICELANDAIR Í NORÐUR-AMERÍKU STARFSSVIÐ: Ábyrgð á rekstri markaðsdeildar Icelandair í Norður-Ameríku Þróun, innleiðing og eftirfylgni á markaðsstefnu Icelandair Framkvæmd og greining markaðsrannsókna Samskipti við auglýsingastofur Rannsaka og meta markaðs- og fjölmiðlatækifæri Vinna að sameiginlegum verkefnum með öðrum svæðisskrifstofum Icelandair Náin samvinna með markaðs- og viðskiptaþróunardeild Icelandair á Íslandi HÆFNISKRÖFUR: Háskólapróf í viðskiptafræði eða verkfræði, eða sambærileg menntun, er skilyrði Framhaldsmenntun er æskileg Brennandi áhugi á markaðsmálum Reynsla af alþjóðlegu markaðsstarfi æskileg Eiga auðvelt með samskipti og kynningar Hæfni til að stjórna hópi starfsmanna Sjálfstæði í vinnubrögðum, gott skipulag og hæfni í tímastjórnun er nauðsynleg Framúrskarandi enskukunnátta í töluðu og rituðu máli Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf þar sem hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Liðsmaðurinn þarf að hafa frumkvæði og metnað til að ná góðum árangri í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. maí 2015. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsoknir eigi síðar en 22. mars 2015. Nánari upplýsingar veita: Pétur Ómar Ágústsson I Mannauðsstjóri markaðs- og sölusviðs I starf@icelandair.is Þorsteinn Egilsson I General Manager – The Americas I the@icelandair.is Svali Björgvinsson I Framkvæmdastjóri – Starfsmannasvið I svali@icelandair.is Prentari Héraðsprent á Egilsstöðum óskar eftir að ráða prentara. Æskilegt er að hann hafi nokkra reynslu af vinnu á Roland 200 4ra lita og Heidelberg GTO. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er nákvæmur í vinnubrögðum, jákvæð- ur og góður í mannlegum samskiptum. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 863 9102 eða Þráinn í síma 896 6422. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á gunnhildur@heradsprent.is fyrir 25. mars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.