Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARS 2015                                                     !    "#            $     $   %     &'()**+                 ,-  &.()**. /          ,  0          " 1  )  +')2 3     $       " "    #  # 4    1   !           !   #       !  $        !  "$        1 4            5-   )' 6.'  ,          "7"   !  ).   +')2                        !"#"$$# %       8 !               4      "        8$    /     /     /  ,          & '  ()    9  ,   $ !      !   "   $                 /    !  9$         , ,, !       $     -   Blaðberar Upplýsingar í síma 821 6379 og 822 6181 Blaðbera vantar í Sandgerði • Blaðburður verður að hefjast þegar blaðið kemur í bæinn Áfengis- og vímuefnaráðgjafar SÁÁ óskar eftir áfengis- og vímuefna- ráðgjöfum til náms eða starfa. Stúdentspróf æskilegt. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Björnsson dagskrárstjóri í síma 824 7620, netfang hjalti@saa.is Skriflegar umsóknir sendist á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík, merktar „ráðgjafi“, fyrir 25. mars nk. Staða skólastjóra Tónskóla Sigursveins Skólastjórn Tónskóla Sigursveins auglýsir stöðu skólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið er í stöðuna til 5 ára í senn. Ráðning framlengist um 5 ár sé henni ekki sagt upp minnst 9 mánuðum fyrir lok ráðningartíma. Starf skólastjóra hefst 1. ágúst 2015 eða eftir samkomulagi í ráðningarsamningi. Tónskóli Sigursveins var stofnaður árið 1964. Frumkvæði að stofnun hans hafði Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld. Skólinn er sjálfseignarstofnun sem rekinn er af styrktarfélagi með framlögum frá sveitarfélögum og ríkissjóði skv. lögum um fjár- hagslegan stuðning við tónlistarskóla auk skólagjalda. Skólinn er almennur tónlistarskóli og starfar á grundvelli stefnu í tón- listarmenntun, sem mótuð var af stofnanda skólans. Megin- markmið skólans er að efla almenna tónlistarþekkingu meðal barna og fullorðinna og að skapa þeim, sem skara fram úr í námi verkefni við sitt hæfi. Skólinn veitir tónlistarmenntun á grunnstigi, miðstigi og fram- haldsstigi í samræmi við aðalnámskrá skv. tónlist sem sett er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri fyrir klassíska og rytmíska tónlist og allar nauðsynlegar hliðarnámsgreinar. Nemendur í fullu námi við skólann hafa verið ríflega 500 á síðustu árum og við skólann starfa jafnan 50-60 kennarar í 25-30 stöðugildum. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: • Hafi háskólamenntun í tónlist, menntun í uppeldis- og kennslufræðum og/eða aðra menntun sem nýst getur í starfinu. • Hafi reynslu af kennslu við tónlistarskóla, reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af að vinna með ungu fólki eða aðra reynslu sem nýst getur í starfinu. • Hafi góða leiðtoga- og samskiptahæfileika. Umsækjendur skulu hafa kynnt sér skipulagsskrá Tónskóla Sigursveins og þann grunn sem lagður var við stofnun hans og vera reiðubúnir til að starfa á þeim grundvelli og í þeim anda sem einkennt hefur starf skólans í fimmtíu ár. Skólastjórn mun skipa starfshóp sem vinnur úr þeim umsókn- um sem berast og leggur mat á þær með tilliti til framan- greindra skilyrða og með tilliti til þeirrar menntastefnu sem skólinn fylgir. Umsagnir starfshópsins eru leiðbeinandi fyrir skólastjórn sem tekur ákvörðun um ráðninguna. Skólastjórn áskilur sér rétt til að ráða hvaða umsækjanda sem er eða hafna öllum umsóknum. Umsókn fylgi: 1. Afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum. 2. Starfsferilskrá. 3. Listræn ferilskrá. 4. Stutt greinargerð um viðhorf umsækjanda til tónlistar- menntunar og starfsemi tónlistarskóla og framtíðarsýn hans fyrir Tónskóla Sigursveins. 5. Nöfn allt að þriggja manna, sem vilja gefa munnlega umsögn um umsækjanda ef eftir verður leitað. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda. Umsóknum skal skilað á pappír til Tónskóla Sigursveins, Engjateig 1, 105 Reykjavík eða rafrænt á netfangið tsdk@ismennt.is. Umsóknafrestur er til 31. mars 2015. Upplýsingar um starfið veitir Sigursveinn K. Magnússon skólastjóri í síma 568 5828. Skorað er á alþingismenn að fella burt ákvæði í lögum sem tekur verkfallsrétt af lög- reglumönnum. Frumvarp til laga um breytingu á lög- reglulögum er nú til umfjöll- unar á Alþingi og vilja menn í Lögreglufélagi Eyjafjarðar fá aftur rétt til verkfalla, sem þeir seldu frá sér fyrir um 30 árum fyrir samkomulag um kauptryggingu. Átti hún að tryggja að laun lögreglu- manna héldust í hendur við það sem viðmiðunarstéttir, en vanhöld hafi verið á því. „Ekki hefur verið staðið við þetta samkomulag af hálfu ríkisvaldsins og lög- reglumenn setið eftir með sárt ennið og afleita samn- ingsstöðu. Viðsemjendur hafa nýtt sér þessa stöðu með þeim afleiðingum að ekki hef- ur tekist að landa kjarasamn- ingi í mörg ár,“ segir í ályktun lögreglumanna við Eyjafjörð. Benda þeir á að frá haustdög- um 2008 hafi kjaramál þeirra verið leidd til lykta á vett- vangi Kjaradóms og útkoman úr því sé ekki góð. Grunnstoð samfélagsins „Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum samfélagsins og lögreglumenn gera sér manna best grein fyrir mik- ilvægi starfa sinna. Í ljósi reynslunnar blasir þó við að lögreglumenn verða að hafa verkfallsvopnið til að skapa sér samningsstöðu,“ segir í ályktun. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fylking Lögreglumenn vilja sterkari stöðu í kjaramálum. Samningsstaða sé bætt með lögum  Vilja fá verkfallsrétt að nýju Bent er á kosti starfsnáms í bréfi sem Samtök atvinnulífs- ins hafa sent 4.000 unglingum í 10. bekk og foreldrum þeirra. Vakin er athygli á þessu í fréttapósti SA. Segir að rann- sóknir sýni að foreldrar og forráðamenn séu helstu áhrifavaldar unglinga á þess- um tímamótum. Mikilvægt er að ræða við þá um framtíðina og vekja athygli þeirra á fjöl- breyttum möguleikum. Bent er á að í könnun sem gerð var á síðastliðnu ári hafi komið í ljós að 37% þeirra sem völdu bóknám í framhalds- skóla hefðu frekar kosið starfsnám. Þá hafi um 60% þeirra sem fóru í bóknám vilj- að jafnhliða stunda starfsnám að einhverju leyti. Kraftar í réttan farveg SA segir slæmt hve mikið brotthvarf úr framhalds- skólum sé. Orsakir þess séu margar en vísbendingar eru um að unglingar hætti námi þegar þeir finna ekki styrk- leikum sínum og kröftum rétt- an farveg. Því er mikilvægt að vinna með börnunum og leið- beina í samræmi við þarfir og áhuga. Í því sambandi er bent á námsvefinn www.naesta- skref.is sem veiti ítarlegar upplýsingar um nám og störf á iðn- og tæknisviði. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Vélavinna Starfsnám skapar ýmsa möguleika í vinnu, enda er mikil eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki um þessar mundir. Vilja starfsnám jafnhliða bóknámi  SA kynnir námsmöguleika og tækifæri fyrir 10. bekkingum Podium ehf. ráðgjafarfyr- irtæki sem sérhæfir sig í al- mannatengslum, markaðs- málum, stefnumótun og breytingastjórnun er tekið til starfa. Stofnandi og eigandi er Eva Magnúsdóttir stjórn- endaráðgjafi sem hefur langa reynslu af vinnu við stefnu- mótun í markaðsmálum, almannatengslum og stefnu um samfélagsábyrgð. Auk verkefna á framangreindu sviði tekur hún að sér við- burðastjórnun, svo sem funda- og ráðstefnuhald. ,,Ímynd er verðmætasta eign fyrirtækja og það er hægt að gera heilmikið til að efla hana með mark- vissum að- gerðum,“ er haft eftir Evu í frétta- tilkynningu. Eva sat í framkvæmdastjórn Mílu í 7 ár þar sem hún bar m.a. ábyrgð á stefnumótun hjá fyrirtæk- inu Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður samskipta hjá Símanum, við almannatengsl og í blaðamennsku. sbs@mbl.is Nýtt ráðgjafarfyrirtæki Evu Eva Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.