Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARS 2015 Netamaður Reyktal þjónusta ehf. leitar að vönum neta- manni í afleysingar, helst með reynslu af rækjuveiðum. Möguleiki á framtíðarstarfi. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: reyktal@reyktal.is. Nánari upplýsingar veita Hjálmar Vilhjálmsson og Ólafur Óskarsson í síma 588-7666. Reyktal þjónusta ehf. er umboðsaðili erlendra útgerða sem tengjast Eystrasaltsríkjunum og Danmörku. Fyrirtækið var stofnað árið 2001. Starf fyrir ostóða einstaklinga! Búrið er fjölskyldurekið fyrirtæki sem leitar að framtíðarstarfskrafti í 70–100% vinnu. Við leitum að kraftmikilli manneskju sem er til í að sökkva sér í heim ostanna og leggur metnað sinn í að brosa til viðskiptavina okkar og veita þeim frábæra þjónustu. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, sé með sterka ábyrgðatilfinningu og hafi bílpróf! :) Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem leiðir af sér sérfræðiþekkingu á sviði ljúfmetis! Umsóknir og nánari upplýsingar á burid@burid.is og í s. 551-8400 www.burid.is Starf sérfræðings í skólamálum Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar tímabundið hálft starf sérfræðings í skólamálum á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins. Um er að ræða 50% stöðu sérfræðings og felst starfið m.a. í að starfa, ásamt skólamálafulltrúa samband- sins og skólateymi, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tón- listarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum. Á meðal fastra verkefna og áherslna eru verkefni sem tengjast ýmsum sjóðum á sviði skólamála sem sambandið hefur aðkomu að, vinna að eftirfylgd aðgerðaáætlana á grundvelli Hvítbókar um menntamál auk annarra verkefna samkvæmt ákvörðun sviðsstjóra. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en miðað er við að ráðið verði í starfið til eins árs. Krafist er háskólaprófs sem nýtist í starfi auk reynslu og þekkingar á skólamálum og áhuga á málefnum sveitarfélaga. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli er nauðsynleg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflun- ar og úrvinnslu upplýsinga, þ.m.t. vegna umsýslu endurmenntunarsjóða kennara. Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sérfræðingurinn vinnur undir yfirstjórn sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: magnus.karel.hannesson@samband.is eða í síma 515 4900. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, sam- heldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Umsóknir, merktar Umsókn um starf sérfræðings í skólamálum, berist eigi síðar en mánudaginn 23. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til magnus.karel.hannesson@samband.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569-1332. Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu starfa í lifandi umhverfi? Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf til sex mánaða. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólk Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns Um er að ræða 50% starf, frá 10:00-14:00 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. „Við tókum okkur frí í vinnunni á afmælisdaginn og heimsóttum fyrirtæki og stofnanir og sungum fyrir starfsfólkið. Við sungum á átta stöðum og fengum af- skaplega góðar viðtökur, þannig að afmælisdagurinn var bæði hátíðlegur og skemmtilegur,“ segir Gísli Jónsson, formaður Karlakórs Selfoss. Ekkert stress Hálfrar aldar afmæli kórs- ins var fagnað sl. mánudag og á föstudagskvöld var sér- stakur fagnaður í tilefni tíma- mótanna. Loftur Erlingsson hefur stjórnað kórnum í fimm- tán ár og sá á undan stjórnaði í tíu ár. „Okkur hefur haldist nokkuð vel á stjórnendum. Í kórnum í dag eru um sjötíu karlar, sem segir okkur að þetta er góður félagsskapur. Við erum svo heppnir að kór- inn á sitt eigið húsnæði, sem er ein ástæða þess að starfsemin er svona öflug. Það var stórt átak að kaupa húsnæðið á sín- um tíma, en þjappaði okkur jafnframt saman,“ segir Gísli. „Við æfum að jafnaði einu sinni í viku og oftar ef þurfa þykir. Á vorin höldum við venjulega ferna tónleika og aðsóknin hefur yfirleitt verið nokkuð góð og í aðdraganda þeirra þarf að fjölga æfing- um.“ Kórinn undirbýr söngferð til Ítalíu á næsta ári, en utan- landsferðir hafa verið reglu- legar í starfseminni. Gísli seg- ir að undirbúningur slíkra ferða þjappi kórfélögum enn betur saman. Hann segir sam- starfið við aðra karlakóra í ná- grenninu gott, hæfileg sam- keppni sé líklega af hinu góða. „Þetta er skemmtileg grúppa sem tekur sig ekki hátíðlega en vandar sig samt sem áður. Okkar leiðarstef hefur verið að finna gleðina með því að koma saman og syngja hressi- lega.“ Gjörsamlega heillaðist Sigurdór Karlsson hefur verið í kórnum frá upphafi. Hann hefur sungið annan ten- ór frá upphafi. „Faðir minn var með bíóið hérna á Selfossi og ég fékk oft að hjálpa hon- um við ýmis störf. Karlakór Akureyrar kom í heimsókn og skemmst er frá því að segja að éggjörsamlega heillaðist af kórnum. Skömmu síðar var auglýst eftir körlum í karlakór til að syngja á árshátíð Mjólk- urbús Flóamanna og ég skráði mig strax. Í kjölfar árshátíð- arinnar var kórinn svo stofn- aður og ég hef sem sagt sung- ið með körlunum frá upphafi.“ Sigurdór segir að eigið hús- næði kórsins hafi skipt sköp- um og gjörbreytt fé- lagsstarfinu. Hann segir að kórfélagar hafi verið heppnir með stjórnendur og undirleik- ara í gegnum tíðina og Sunn- lendingar hafi alltaf stutt dyggilega við bakið á kórnum. „Stundum kom maður dauðþreyttur heim eftir erf- iðan vinnudag og þá var slak- andi að fara á æfingu og syngja hressilega með strák- unum.“ karlesp@simnet.is Sigurdór verið með frá upphafi  50 ára karlakór  Sungið af gleði á Selfossi  Í Ítalíuför Ljósm/Guðmundur Karl Söngfélagar Sigurdór Karlsson og Gísli Á. Jónsson. Báðir eru trésmiðir eins og margir Selfossbúa. Söngurinn er áhugamál. Í kór Karlakórsmenn sungu í mjólkurbúinu á Selfossi. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustu síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hag- kerfið tók við sér 2010. Í pistli ætlar greiningardeild Íslandsbanka að þriðjung hagvaxtar sl. fimm ár megi rekja til ferðaþjónustu. Í heild hefur störfum í hagkerfinu fjölgað um 10.300 á tímabilinu og eru 4.600 þeirra sem sinna þess- um störfum starfandi í flutn- ingum með flugi, á ferða- skrifstofum og í rekstri gisti- og veitingastaða. Það má því, segir bankinn, rekja um 45% af fjölgun starfandi á tíma- bilinu til ferðaþjónustunnar. Eru þá ótaldar tengdar greinar og hlutfallið sé ef- laust vanmetið. sbs@mbl.is Ferðaþjónustan skýrir hagvöxt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.