Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2015 Hveragerðisbær Útboð SUNDLAUGARHÚS, LAUGASKARÐI HVERAGERÐI VIÐHALD UTANHÚSS Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í viðhald utanhúss á sundlaugarhúsi, Lauga- skarði í Hveragerði. Húsið er byggt 1965, steinsteypt, á tveim hæðum, múrhúðað og málað að utan. Verkið er alhreinsun og málun, múr- og steypuviðgerðir, lagfæringar glugga og stálhluta. Helstu magntölur eru alhreinsun og málun um 475 m2. Upphaf verks á verkstað: 15. maí 2015 Verklok: 1. ágúst 2015 Útboðsgögn eru afhent frá og með mánu- deginum 16. mars. Væntanlegir bjóðendur fá þau rafrænt, án endurgjalds, með því að tilkynna þátttöku sína á tölvupóstfang sigjak@simnet.is þar sem tilgreint er nafn, kennitala og sími bjóðanda. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hvera- gerðisbæjar að Sunnumörk 2, mánudaginn 30. mars 2015, kl. 11.00. Bæjarstjórinn í Hveragerði. ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur – veitur ohf. óska eftir tilboðum í verkið: Dreifistöð við Mýrargötu Útboðverkið felst í byggingu dreifistöðvar fyrir rafmagn að Mýrargötu 25 í Reykjavík. Helstu verkþættir útboðsverksins eru: • Grafið í klöpp og fyllt með púða • Sökklar, botnplata, veggir og þak • Stálgrindargólf með krossviðsflekum • Grunnlagnir lagðar í kringum hús og tengt við fráveitukerfi • Heimæðar teknar inn og lagnir lagðar innanhúss • Innanhússfrágangur • Utanhússfrágangur Verklok heildarverks er 3. júlí 2015 Verkkaupi gerir kröfu um lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu bjóðenda síðustu þrjú ár, sjá nánar í útboðsgögnum. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 17. mars 2015 á vefsíðu Orkuveitunnar http://www.or.is/um-or/utbod. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum „ORV-2015-03 Mýrargata 25 dreifistöð“ Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur – veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 31. mars 2014 kl. 11:30. ORV-2015-03 14.3.2015 Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/um-or/utbod *Nýtt í auglýsingu 15799 Vegrið og stoðir fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar óska eftir til- boðum í vegrið og stoðir. Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vefsvæði Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.Tilboð verða opnuð 21. apríl 2015 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. *15797 Flotaleiga fyrir Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Ríkiskaup, fyrir hönd Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, óska eftir tilboðum í 50 (+/- 20%) litlar fólksbifreiðar, beinskiptar og/eða sjálfskiptar, á flotaleigukjörum til 3 ára, m.v. 15.000 km akstur á ári, fyrir Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til nota við heimavitjanir. Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vefsvæði Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þann 18.mars 2015. Tilboð verða opnuð 28. apríl 2015 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. *15770 Matvæli - Rammasamningsútboð. Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamn- ingum ríkisins, standa fyrir útboði vegna kaupa á almennum matvælum s.s. þurrvöru, drykkjarvöru, frystivöru, niðursuðuvöru og ferskvöru, þ. á m. ferska ávexti og grænmeti. Kjöt og fiskur auk mjólkur og mjólkurvara eru undanskilin í útboði þessu. Heimilt er að bjóða í einstaka vöruflokka (einnig undirflokka) útboðsins. Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vefsvæði Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.Tilboð verða opnuð 5. maí 2015 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. HS Veitur hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is HSVeitur hf. og HSOrka hf. leita að aðilum til að taka þátt í samningskaupaferli vegna kaupa og innleiðingar           forvalsgögnum:      Microsoft DynamicsAX (DynAx) Útboð HS-VF060102-001.                                          !  "   "   "     #       $       %           & ' ( )*'+  ( ' ( )*', Forvalsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu HSVeitna, www.hsveitur.is.  /  !!$          -   1%2  1%3" 4  5," 6 - /"       )' ! )*'+  '7** 8 /    $  9 !     Útboðsgögn eru á íslensku og ensku. FORVAL Á dögunum var 99. þing Bandalags kvenna í Reykja- vík haldið. Þar var í annað sinn veitt viðurkenning til þeirra sem starfa á áherslu- sviðum félagsins. Konur í BKR telja mikilvægt að vekja athygli á því góða starfi sem unnið sé á öllum sviðum samfélagsins. Viður- kenninguna Kona ársins 2015 hlaut Þórdís Elva Þor- valdsdóttir fyrir hugsjóna- starf á sviði jafnréttis, með- al annars gegn kynbundnu ofbeldi og klámvæðingu með áherslu á ungt fólk á mót- unarárum. Þórdís Elva Þorvalds- dóttir hefur meðal annars gefið út bókina Á manna- máli auk þess sem hún er höfundur heimildamyndanna Fáðu já og Stattu með þér sem ætlaðar eru ungu fólki og eiga það sameiginlegt, að því er segir í tilkynningu að spyrna gegn kynferðisof- beldi og klámvæðingu á lausnamiðaðan máta með sjálfsvirðingu og jákvæðni að vopni. Nú hefur hún tek- ið höndum saman með Vodafone með fyrirlestra- röðina Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið sem er hugsuð sem fræðsla fyrir foreldra um ör- yggi barna í stafrænum samskiptum. Fósturforeldrar fengu hvatningu Thorvaldsensfélagið hlaut viðurkenninguna Kvenfélags ársins 2015 fyrir starf í þágu barna í 140 ár. Þetta er elsta kvenfélagið í Reykjavík og er 140 ára af- mæli þess fagnað á líðandi ári. Í áraraðir hefur Thor- valdsensfélagið styrkt barnadeildina sem var á Landakoti og síðar á Land- spítalanum í Fossvogi til tækjakaupa og annars þess sem þörf hefur verið á. Eftir að tvær fyrrnefndar deildir voru lagðar niður stofnaði félagið sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börn- um og unglingum með 10 milljóna króna framlagi. Fé- lagið styrkir einnig fjöl- skyldur veikra barna, ung- lingastarf, vímuvarnir, verkefni í þágu aldraðra og margs konar landssafnanir. Á síðustu árum hefur Thorvaldsensfélagið m.a. unnið með Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og styrkt þróun á heilsueflandi snjallsímaforriti í leikjaformi sem er ætlað til þess að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína með áherslu á mataræði, hreyfingu og geð- rækt. Hvatningarviðurkenningu BKR 2015 hlaut Félag fóst- urforeldra fyrir starf fóstur- foreldra um land allt í umönnun barna þegar að- stæður leyfa ekki að börn og unglingar dvelji á heimilum sínum, varanlega eða tíma- bundið. Starf fósturforeldra er sagt mjög falið enda um viðkvæman málaflokk að ræða og aðilar bundnir trún- aði. Eins og gefi að skilja hafi slík opnun á heimili sínu og einkalífi mikil áhrif á líf viðkomandi. Á stundum tengist aðilar tilfinninga- böndum sem geti reynst erf- itt þegar um tímabundna vistun er að ræða. Margar brotalamir séu í kerfinu þegar komi að málefnum barna og fósturforeldra, m.a. hvað varðar réttinda- mál. Því hafi ný stjórn Fé- lags fósturforeldra nú lagt ríkari áherslu á að tryggja réttindi barnanna og fóstur- foreldra innan þess. Orlof húsmæðra fái að halda sér Ýmsar ályktanir voru samþykktar á þingi BKR. Fagnað er ákvörðun velferð- arráðherra að taka stjórn- sýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar til endur- skoðunar í samvinnu við þá sem til þessara mála þekkja. Nefnd á vegum ráðherra hafi verið skipuð og henni ætlað að skila tillögum á þessu sviði fyrir páska. Þá leggur BKR áherslu á að rætt sé við Félag fósturfor- eldra, sem búi yfir dýrmætri innsýn hvað varðar stöðu og réttindi barna og ungmenna sem þurfa á skjóli að halda utan heimilis síns vegna erf- iðra aðstæðna heima fyrir. Þá var samþykkt ályktun við frumvarp til laga um af- nám laga um orlof hús- mæðra í ljósi þess að enn hallar á konur í þjóðfélag- inu, sérstaklega hinar eldri og láglaunakonur á öllum aldri. Þetta séu þeir hópar sem nýti sér orlof hús- mæðra í Reykjavík og eigi langt í land hvað varðar jafnrétti í launum. Frum- varp þetta sé því óþarft. sbs@mbl.is Fengu viður- kenningu fyrir starf í þágu barna  Athygli á góðu starfi  Þing BKR  Þórdís Elva, Thorvald- sensfélag og fósturforeldrar Viðurkenning Guðbergur G. Birkisson frá Félagi fósturfor- eldra, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Kona ársins 2015 og Anna Birna Jensdóttir frá Thorvaldsensfélaginu. Lengst til hægri stendur Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, sem er formaður BKR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.