Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 1
ATVINNA SUNNUDAGUR 22. MARS 2015 Draumarstarfið er að vera forsætis-, mennta- eða velferðarráðherra. Hafa áhrif á samfélag mitt og geta ýtt góðum málum úr vör. Hef átt þennan draum síðan í grunnskóla. Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins. DRAUMASTARFIÐ HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is STARFSSVIÐ: • Viðhald og rekstur stjórnkerfa • Bilanagreiningar • Verkefnastjórnun • Greining og bestun iðnstýrikerfa Um er að ræða allar stærðir kerfa með iðntölvum og skjágæslustýringum (SCADA). MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla í notkun iðntölva og forritunarmála • Öryggisvitund og árvekni • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð Við leitum að reyndum sérfræðingi í iðntölvum og stjórnkerfum fyrir vél- og rafbúnað. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn eru um 600 og veltan um 70 milljarðar króna. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars. Um- sókn og ferilskrá er fyllt út á www.nordural.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Fjalar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs, og Valka Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfs- þróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. SÉRFRÆÐINGUR Í IÐNSTÝRINGUM Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi, Hömrum hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ og öryggisíbúðum Eirar. Um er að ræða vaktavinnu, helgarvinnu, næturvaktir og sumarafleysingar. Einnig er laus staða Hjúkrunardeildarstjóra frá og með 1. júlí 2015. Nánari upplýsingar veita: Sigríður J. Kjartansdóttir verkefnastjóri mannauðs eða Birna Kr. Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 522 5700. Umsóknir má einnig senda á sigridur@eir.is eða birna@eir.is Eir hjúkrunarheimili er með fjölþættan rekstur með 173 rými sem skiptast í 155 hjúkrunarrými, 12 endurhæfingarrými fyrir aldraða eftir brot og liðskiptaaðgerðir og 6 rými fyrir hvíldardvöl. Einnig eru 24 dagdeildarrými á Eir og 18 rými í Borgum fyrir einstaklinga með heilabilun. Hamrar hjúkrunarheimili er í Mosfellsbæ með 30 rými á þremur einingum. Eir rekur einnig öryggisíbúðirnar Eirarhús við Eir, Eirhamra í Mosfellsbæ og Eirborgir í Fróðengi í Grafarvogi. Mikil áhersla er lögð á faglega hjúkrunar- og læknisþjónustu auk sjúkra- og iðjuþjálfunar á báðum heimilunum. Hjúkrunarheimili Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, Sími 522 5700. www.eir.is Sendibíla Reykjavíkur vantar 2 meira- prófsbílstjóra í framtíðarstarf og 1 bílstjóra í sumarafleysingar. Einnig 2 bílstjóra með litla prófið í sumarafleysingu. Sendið umsókn á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjóra vantar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.