Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2015 3 Starf sérfræðings Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins Starf sérfræðings á kjarasviði felst meðal annars í: • að vera lykilsérfræðingur í tölfræðilegum gagnagrunnum sviðsins • að annast sérfræðiráðgjöf til sveitarfélaga vegna launaútreikninga og túlkunar kjarasamninga • þátttöku í kjarasamningagerð f.h. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga • þátttöku í nefnda- og stjórnarstörfum í tengslum við kjaramál og önnur mál er varða íslenskan vinnumarkað • samskiptum við stéttarfélög og aðra aðila vinnumarkaðarins Menntunar- og hæfniskröfur: • háskólapróf sem nýtist í starfi • reynsla af starfi hjá sveitarfélagi á sviði launaumsýslu og/eða fjármála • sérþekking á kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga • góð almenn þekking á laga- og kjara- samningsumhverfi opinbers vinnumarkaðar • mjög gott vald á exel • þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga • hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti • gott vald á ensku og færni í einu Norðurlandamáli Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Nánari upplýsingar veitir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs, netfang: inga.run.olafsdottir@samband.is, eða Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri og starfsmannastjóri, netfang: magnus.karel.hannesson@samband.is, í síma 515 4900. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfsmannastefnu sambandsins og starfslýsingu fyrir starfið. Umsóknir, merktar Umsókn um starf á kjarasviði, berist eigi síðar en 31. mars 2015 til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík. Icelandair óskar eftir öflugum liðsmanni í krefjandi starf á tæknisviði félagsins á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér gerð flókinna gagnagrunnsfyrirspurna og skýrslna og önnur verkefni á sviði hugbúnaðarþróunar. HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR STARFSSVIÐ:  Forritun og prófanir á flóknum SQL fyrirspurnum  Gerð skýrslulíkana og hönnun viðmóts  Tæknileg aðstoð, villuprófanir og lagfæringar á fyrirliggjandi skýrslum  Greiningarvinna í tengslum við misræmi og frávik gagna  Önnur hugbúnaðarverkefni eftir þörfum HÆFNISKRÖFUR:  Háskólapróf á sviði hugbúnaðar eða a.m.k. þriggja ára reynsla af forritun og gagnagrunnum  Reynsla af flóknum gagnagrunnsfyrirspurnum (SQL) og gagnalíkönum  Reynsla af Python og Django æskileg  Metnaður og rík þjónustulund  Gott vald á ensku og íslensku Nánari upplýsingar veita: Viktor J. Vigfússon I viktorv@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. + Umsókn óskast fyllt út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 30. mars. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 73 61 4 3/ 15 Útskriftarsýning nema í Upp- lýsingatækniskólanum, sem er ein deilda Tækniskólans – skóla atvinnulífsins er í dag laug- ardag frá kl. 13-15. Að þessu sinni útskrifast tíu nemendur í grafískri miðlun- og prentsmíð, sjö í ljósmyndun, þrír í prentun og einn í bókbandi. Það er þetta fólk sem sýnir verk sín nú. Hóparnir, með aðstoð kenn- ara, hafa unnið saman að skipu- lagi, uppsetningu og markaðs- setningu á útskriftar- sýningunni. Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífs- ins á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi, segir í kynn- ingu. Nemendur hafa boðið for- svarsmönnum og starfs- mönnum fjölda fyrirtækja í iðn- greinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Segir í til- kynningu að það sé og tilvalið fyrir alla sem hafa áhuga á námi í þessum greinum að koma og kynna sér iðngrein- arnar og spjalla við útskriftar- efni og kennara. Sýningin er í sal Vörðuskóla við Skólavörðu- holt þar sem gengið er inn frá Barónsstíg. sbs@mbl.is Ljósm/Gabriel Rutenberg Skapandi Nemendur Upplýsingatækniskólans sýna gestum og gangandi í dag afrakstur starfs síns á síðustu mánuðum. Sýna prentverk, myndir og bókband  Útskriftarsýning í Upplýs- ingatækniskólanum er í dag Virk starfsendurhæfingar- sjóður hefur ýtt úr vör kynningarherferð til að kynna hlutverk og þjónustu á vegum Virk og til að fjölga möguleikum þeirra sem lok- ið hafa starfsendurhæfingu til þátttöku í atvinnulífinu. Herferðinni er, segir í til- kynningu, meðal annars beint að fulltrúum atvinnu- lífsins og undirstrikar hversu verðmætt það fólk er sem hefur lokið starfsendur- hæfingu. „Einstaklingar sem vegna veikinda eða slysa hafa þurft að breyta lífi sínu, þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svip- stundu. Einstaklingar sem hafa tekist á við mikið mót- læti en sýnt skýran bar- áttuvilja með því að fara í gegnum starfsendurhæf- ingu,“ segir í tilkynningu. Bætt er við að til þessa alls þurfi þó styrk sem Virk veiti. Þetta komi sér vel fyr- ir atvinnulífið auk heldur sem fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum hafi almennt víða sýn á lífið sem nýtist alls staðar. sbs@mbl.is Fjölga möguleikum endurhæfingarfólks  Kynna nú starfsemi Virk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.