Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2015 Garðyrkjufræðingur óskast Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) óska e f t i r a ð r áða garðyrkjufræðing til starfa. Viðkomandi þarf að hafa lokið námi frá garðyrkjuskóla, helst af skrúð- garðyrkjubraut. Verkefnin felast í almennum garðyrkjustörfum og verkstjórn. Ráðið verður í starfið frá og með 1. maí n.k. eða eftir samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KGRP og Samiðnar f.h. aðildarfélaga þess. Skriflegar umsóknir skal senda til KGRP, Vesturhlíð 8, 105 Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. merkt: “Garðyrkjufræðingur” Nánari upplýsingar um starfið veitir garðyrkjuverkstjóri hjá KGRP í síma 585-2770 eða 898-4711 næstu daga. Upplýsingar um KGRP: www.kirkjugardar.is Lýsi hf. leitar að starfsmanni í framleiðsludeild Lýsi hf. er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr                               Vélgæsla í verksmiðju !          " #       $    " %" !   & "  ' " (    Starfssvið: ) #         * • Eftirlit með framleiðsluafurðum ) +   ) ,    * Hæfniskröfur: ) +   '    ) -  "   ) / "     0 ) 1      ) 2         #  "    ,    '   Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á heimsíðu Lýsis hf. http://www.lysi.is/starfsemin/storf-i-bodi       '  0  starf@lysi.is. $         *    Umsóknir skulu berast fyrir 25. mars 2015. Vegna aukinna umsvifa auk opnun nýs hótels, CenterHotelMiðgarðs óskumvið eftir því að ráða starfsfólk í ýmsar stöður. Við leitum að: HÓTELSTJÓRA YFIRÞJÓN MÓTTÖKUSTARFSMÖNNUM NÆTURVÖRÐUM ÞJÓNUM HERBERGISÞERNUM MORGUNVERÐAÞERNUM CenterHotels er leiðandi hótelkeðja í miðborg Reykjavíkur sem leggur áherslu á góða þjónustu og leitar því að starfsfólki sem hefur ríka þjónustulund og metnað til að standa sig í starfi. Umsóknir merktar viðkomandi starfi óskast sendar á jobs@centerhotels.com fyrir 3.apríl 2015 Nánari upplýsingar um störfin og CenterHotels er að finna á heimasíðu okkar www.centerhotels.is MIÐGARÐUR VILTU STARFA Í BORGARINNAR? Um 80% íbúa í Vatnsenda- hverfinu í Kópavogi eru á vinnumarkaði en ekki nema um 65% í Laugardal í Reykjavík. Þetta kemur fram í manntali Hagstofu Íslands sem gert var í árs- lok 2011 en endanlegar nið- urstöður þess voru birtar fyrir nokkrum dögum. Ætla má, miðað við birtingu, að tölur þessar séu enn mark- tækar og leiða þær margt forvitnilegt í ljós. Hvað varðar framansagt um at- vinnuþáttöku má benda á að ungt fólk er áberandi meðal Vatnsendabúa, en í Laugar- dal býr gjarnan roskið fólk sem komið er á lífeyr- isaldur. Getur það sennilega – og að hluta – útskýrt hve staðan milli svæða er ólík. Rangæingar og Skaftfellingar í sveitinni Þegar könnunin var gerð var atvinnuleysi mest í Reykjanesbæ, Njarðvíkum, Ásbrú og Höfnum; 14,2%. Minnst var það í Vest- mannaeyjum, 1,9%. Einnig kom í ljós að menntunarstig var mjög misjafnt eftir taln- ingarsvæðum. Hlutfall há- skólamenntaðra var hæst í vesturbæ Reykjavíkur, eða rúmlega 50% meðal fólks eldra en 25 ára. Lægst var hlutfall háskólaborgara á Suðurnesjum, að frátöldum Reykjanesbæ, aðeins 12,5%. Á höfuðborgarsvæðinu var þetta hlutfall yfir 25% á öll- um svæðum nema í Breið- holti, aðeins 18,6%. Hlutfall innflytjenda og afkomenda þeirra, það er þeirra sem hvorugt foreldri er fætt á Íslandi, né heldur afi og amma, var hæst í Breiðholti. Þar eru um 20% íbúa innflytjendur. Lægst á landsvísu var þetta hlutfall á Brekkunni á Akureyri, tæplega 3%. Alls bjuggu 93,8% þjóð- arinnar í þéttbýli í árslok 2011. Með þéttbýli er átt við staði þar sem íbúarnir eru 200 eða fleiri. Þetta hlutfall var yfir 60% á öllum talningarsvæðum nema tveimur, Þingeyjarsýslum þar sem það var 55,4% og Skaftafells- og Rangár- vallasýslum þar sem það var 56,9%. Alls voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu í lok árs 2011, það er byggðakjarnar þar sem íbúar voru 200 manns eða fleiri. Flestir þéttbýlisstað- irnir höfðu færri en 1.000 íbúa. Alls voru taldir 35 slíkir staðir, þar af 22 á norðursvæðinu. Lægstur meðalaldur í Vallahverfi Meðalaldur þjóðarinnar var 36,4 ár í desemberlok 2011. Meðalaldurinn er mjög breytilegur milli talning- arsvæða. Yngstir voru íbúar á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem meðalaldurinn var 27,6 ár. Elstir voru hins veg- ar íbúar á austurhluta Laug- ardalssvæðisins í Reykjavík, það er að jafnaði 41 árs. Alls voru 118.565 einka- heimili á landinu þegar taln- ingin var gerð. Að meðaltali voru 2,6 einstaklingar á hverju heimili. Örlítill mun- ur var á höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Í Reykjavík og nágrenni hennar voru 2,5 manns að meðaltali á heimili en 2,7 úti á landi. Fjölmenn- ustu heimilin voru í Setbergi og Áslandi í Hafnarfirði, það er barnahverfum, þar sem voru 3,2 einstaklingar að jafnaði á hverjum heimili. Hin fámennustu voru í mið- borg Reykjavíkur þar sem að jafnaði 1,8 manns voru á hverjum bæ. sbs@mbl.is Fjórðungur í Vesturbæ með háskólamenntun  Um 94% þjóðarinnar í þéttbýli í árslok 2011  Hár meðalaldur í Laugardalshverfinu í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Námsfólk Óhætt er að segja að í Háskóla Íslands sé kvika Vesturbæjarins í Reykjaví. Má ætla að það skýri að stórum hluta hve hátt hlutafall íbúa þar hefur akademíska menntun að baki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðholtsbörn Í fjölmennri úthverfisbyggð þar sem um fimmtungur íbúanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Morgunblaðið/Golli Suðureyri Áberandi er á norðan- og vestanverðu landinu hve margir eiga heima í þorpum þar sem íbúar eru 200 til 1.000.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.