Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2015 Fjölsmiðjan auglýsir eftir framhalds- skólakennara Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða framhaldsskólakennara. Um er að ræða 100% starf. Skilyrði er að við- komandi hafi kennsluréttindi á framhalds- skólastigi og reynslu af vinnu með nem- endum sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu af tónlist. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rennur út 20. apríl. Allar frekari upplýsingar veita Þorbjörn Jens- son forstöðumaður í síma 571-2780 tj@fjolsmidjan.is eða Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir í síma 571-2781 solveig@fjolsmidjan.is Umsóknir ásamt afritum af prófskírteinum sendist á netfangið tj@fjolsmidjan.is eða á Víkurhvarf 2, 203 Kópavogur. Lektor í umhverfisskipulagi Laust er til umsóknar starf lektors í umhverfisskipulagi við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða fullt starf og er miðað við að það sé veitt frá og með 1. september 2015, eða eftir samkomulagi. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum Landbúnaðarháskóla Íslands er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaragráðu eða doktorsgráðu á sviði umhverfisskipulags (t.d. landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, arkitektúr, eða hliðstæðum fræðigreinum). Umsækjendur skulu geta sýnt fram á það með námsferli sínum, starfsreynslu og verkum að þeir séu færir um að annast háskólakennslu og rannsóknir á fræðasviðinu. Reynsla og færni í notkun helstu hönnunarforrita og framsetningu efnis er kostur sem horft verður til. Æskilegt er að umsækjandi búi yfir stjórnunarreynslu og hæfni til að afla styrkja til rannsókna. Krafist er góðrar samstarfshæfni, lipurðar í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni til að miðla eigin kunnáttu. Horft verður til að umsækjendur falli sem best að kennslu- og rannsóknaþörfum umhverfisdeildar LbhÍ. Kennsla í grunnnámi við LbhÍ fer að jafnaði fram á íslensku í samræmi við málstefnu skólans. Ef móðurmál viðkomandi er ekki íslenska er ætlast til að hann hafi öðlast næga færni til að nota íslensku við kennslu innan þriggja ára frá því að hann hefur störf. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.w Aðalstarfsstöð Landbúnaðarháskólans er á Hvanneyri, en aðrar meginstarfsstöðvar eru á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram á Hvanneyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Óskarsson deildarforseti umhverfisdeildar í síma 433 5000 eða tölvupósti hlynur@lbhi.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2015. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti kristins@lbhi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni gögn um námsferil, fræða- og kennslustörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu einnig fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem þeir óska að tekið sé tillit til. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fjármála– og mannauðsstjóri Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða fjármála- og mannauðsstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir yfirstjórn velferðarráðherra. Barnaverndarstofa annast stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Stofan skal vinna að samhæfingu og eflingu barna- verndarstarfs í landinu. Meginverkefni Barnaverndarstofu greinast í tvö svið. Annars vegar margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barna- verndarnefnda sveitarfélaga. Hins vegar yfirumsjón og eftirlit með rekstri sérhæfðrar þjónustu og úrræða fyrir börn. Sjá nánar á www.bvs.is Nánari upplýsingar veita: Bragi Guðbrandsson bragi@bvs.is Erla S. Jensdóttir erla@bvs.is Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl n.k. Umsóknir óskast sendar til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram koma helstu upplýsingar um færni í starfi. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fullt starf sem heyrir beint undir forstjóra Barnaverndarstofu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju. BARNAVERNDARSTOFA Starfs- og ábyrgðarsvið: • Áætlanagerð • Kostnaðareftirlit • Yfirumsjón með bókhaldi • Samningsgerð • Þróun og stjórn mannauðsmála Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun er skilyrði • Reynsla af fjármálastjórnun • Góð bókhalds og Excel-kunnátta • Mjög góð samskiptafærni • Reynsla og áhugi á mannauðsmálum • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.