Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2015 Aðalfundur Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. vegna ársins 2014 verður haldinn þriðju- daginn 14. apríl nk. kl. 11.00 á skrifstofu félagsins í Hnífsdal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um hluta- félög. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Leyfi til nýtingar við Fjallsárlón Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkti nýtt deiliskipulag við austurbakka Fjallsárlóns á Breiðamerkursandi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðið er í þjóðlendu við Fjallsárlón og hefur landnúmerið 222267. Allt skipulagssvæðið er skilgreint á náttúruminjaskrá. Markmið deiliskipulagsins er að sníða ramma utan um ferðamennsku á svæðinu þannig að hægt verði að taka á móti ferðamönnum svo umhverfið verði fyrir sem minnstu hnjaski. Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir að komið verði upp nauðsynlegri ferðamannaaðstöðu, svo sem þjónustuhúsi og salernisaðstöðu. Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að auglýsa leyfi til nýtingar á landsvæði við Fjallsárlón laust til umsóknar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi við Fjallsárlón. Um er að ræða leyfi með gildistíma frá 1. maí 2015 til 1. maí 2027 með möguleika á framlengingu til 1. maí 2033. Lágmarkgjald fyrir leyfið er kr. 9.500.000 á ári. Með auglýsingu þessari vill bæjarráð Hornafjarðar lýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á starfsemi sem fellur að deiliskipulagi svæðisins og uppfylla þá skilmála sem að neðan greinir. Leyfishafi þarf að koma upp varanlegri þjónustu- og salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu fyrir maí 2016. Nauðsynlegt er að koma upp bráðabirgða þjónustu- og salernisaðstöðu áður en starfssemi hefst 2015. Leyfishafa verður heimilt að vera með allt að fjóra báta í siglingum á lóninu. Stefnt skal að notkun umhverfisvænna utanborðsmótora í siglingum á lóninu. Er þetta gert til að upplifun ferðamanna af svæðinu verði eins náttúruleg og mögulegt er. Leyfishafi kemur upp vatnsveitu og fráveitu sem stenst kröfur til þeirrar starfssemi sem hann hyggst halda úti á svæðinu. Öll uppbygging á svæðinu er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Akvegur að svæðinu, bílastæði og göngustígar eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi. Ekki skal litið svo á að röðun þeirra gefi til kynna vægi einstakra skilmála innbyrðis: • Hvernig viðkomandi hyggst nýta skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar starfsemi fyrir ferðamenn, • Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu, • Að uppbygging samræmist vel landsslagi og stingi ekki í stúf við umhverfið • Upphæð gjalds fyrir leyfið • Tæki og búnaður til starfseminnar, • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu, • Leyfi sem skylt er að hafa fyrir starfsemina, Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til bæjarráðs Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 20. apríl 2015. Umsækjendur nálgast frekari upplýsingar um nýtingarleyfið í Ráðhúsinu á Höfn, í síma 470-8000 eða sent fyrirspurn á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is Bæjarráð Hornafjarðar                         ! "#$%  &' %$  ()*!!"' Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óska eftir tilboðum í verkið: Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún Um er að ræða gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stíga- gerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða yfir 5m breið, um 20m löng og unnið verður við alls um 0,2 km af stígum. Helstu magntölur eru: Uppgröftur og endurfylling 4.110 m3 Fylling hjáleiðar 4.100 m3 Losun klappar 1.050 m3 Burðarlög 2.400 m3 Malbik 2.770 m2 Ljósastaurar 3 stk. Steypumót 320 m2 Járnalögn 43.000 kg Steypa 260 m3 Vatnsvarnarlag á plötu 160 m2 Þétting samskeyta veggeininga 144 m Yfirborðsfrágangur 3.100 m2 Grjóthleðslur 370 m2 Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2015 Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í þjónustu- veri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 30. mars 2015. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðju- daginn 21.04.2015 kl. 11:00 og þau opnuð að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ Íslenskupróf fyrir um- sækjendur um íslenskan ríkisborgararétt Íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á höfuð- borgarsvæðinu 1.-5. júní og á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni: Akureyri 26. maí, Egilsstöðum 27. maí og Ísafirði 28. maí. Skráning í próf er hafin og fer fram með rafrænum hætti á vef Námsmatsstofnunar til og með 10. maí. Próftökugjald er kr. 7.000 sem greiða þarf í síðasta lagi 11. maí inn á reikning Námsmatsstofnunar. Nánari upplýsingar á www.namsmat.is eða í síma 550 2400. Útlendingastofnun, 21. mars 2015 Félagslíf Fundir/Mannfagnaðir Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri verður haldinn miðvikudags- kvöldið 8. apríl næstkomandi kl. 19:00 í bókastofunni í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá fundarins Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál Gestur fundarins Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Stjórnin Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð. Pálmasunnudagur 22. mars. Samkoma kl. 14. Vitnisburðir. Túlkað á ensku. Sunnudagaskóli f i bö i Tilkynningar Atvinnublað alla sunnudaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Samtök sveitarfélaga á Suð- urlandi standa nú fyrir átaki með kynningu á þeim marg- víslegu leiðum sem bjóðast í menntamálum. Háskóli Ís- lands tekur þátt í þessu og slæst í för með svokallaðri Menntalest Suðurlands, segir í tilkynningu Ráðgátur og tilraunir Starfsfólk háskólans og nemendur heimsækja fram- haldsskóla á Suðurlandi næstu vikurnar og setja upp svokallað Vísindatorg. Hið fyrsta var á Höfn í Hornafirði í gær, föstudag. 27. mars. Þar kynnust framhalds- skólanemar vísindum, gerðu tilraunir, leystu ráðgátur og mátuðu sig við ólíkar greinar. Næstu heimsóknir Menntalestarinnar og Há- skóla Íslands eru í Fram- haldsskólann í Vest- mannaeyjum 10. apríl, í Menntaskólann að Laug- arvatni 15. apríl og daginn eftir er viðstaða í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fræðsla Menntalestin verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Menntalestin fer um Suðurland

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.