Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 12

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 12
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 2 útgáfurita tóku saman og sendu til bókasafnanna ﴾app­ roval plans og blanket order plans﴿ ﴾sjá t.d. http://eric.ed.gov/?id=ED043342 og http://www.ybp.com/ser­ vices.html﴿. Efnislyklar voru iðulega þróaðir utan bóka­ safnanna. Skráningarþjónusta Library of Congress varð ásamt millisafnalánum til þess að auka og festa stöðlun skipulagsvinnu ﴾skráningu, flokkun og lyklun﴿ í sessi ﴾Abbott, 1988, s. 217­226﴿, og einnig til þess að bóka­ safnsfræðingar þar þjálfuðust ekki í þess konar vinnu að sama skapi og til dæmis hér á landi, þar sem miðskrán­ ing kom til heilli öld seinna ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Í BNA urðu átök um efnisval milli almennings og stéttar bókasafnsfræðinga, sem varð að láta undan kröf­ um almennings á því sviði strax á 19. öld. Undir lok þeirrar aldar reyndi fagstéttin fyrir tilstilli Melville Dewey að ná yfirráðum yfir óðali skjalastjórnar ﴾skipulagi við­ skiptaskjala﴿, þó það tækist ekki hafði hún næga vinnu. Af þeirri ástæðu sótti stétt bókasafnsfræðinga yfirráð í óðali skjalastjórnar ef til vill ekki eins fast og hún hefði getað. Yfirráð óðals skjalastjórnar í BNA komst að því er virðist átakalaust í hendur annarra en bókasafnsfræð­ inga. Enda þótt framboð starfa væri sveiflukennt í BNA þegar kom fram á 20. öldina, má segja að til þess að halda nægri atvinnu hafi bókasafnsfræðingar lítið þurft að sinna vörnum óðals síns eða gera árásir í önnur óðul. Þróunin var þó ekki algerlega átakalaus. Átök urðu milli akademískra starfsmanna háskóla og bókasafnsfræð­ inga um hvort þeir síðarnefndu ﴾sérstaklega forstöðu­ menn﴿ ættu að njóta sömu kjara við rannsóknastörf og akademískir starfsmenn sem höfðu kennslu og rann­ sóknir að aðalstarfi. Á lægri skólastigum urðu átök milli bókasafnsfræðinga og kennara, sem leiddu til þess að bókasafnsfræðingar komu á leyfisbréfum til starfsrétt­ inda til þess að aðgreina „sanna bókasafnsfræðinga“ frá skólasafnskennurum, en það var tiltölulega seint á þró­ unarferli fagstéttarinnar ﴾Abbott, 1988, s. 221­222; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samkvæmt Abbott ﴾1988﴿ hefur tækniþróun áhrif á óðul fagstétta, sem fyrr segir. Gömul óðul geta horfið eða breyst, einnig geta ný óðul myndast. Abbott nefnir áhrif af tvenns konar tækniþróun, annars vegar útgáfu örefnis sem stækkaði í raun óðal bókasafnsfræðinga, og hins vegar tölvutækni sem hann taldi að ógnaði óðali þeirra. Enda þótt áhrifa rafrænnar miðlunar á Lýðnetinu væri aðeins lítillega farið að gæta miðað við það sem síðar varð árið 1988 þegar The system of profession kom út taldi Abbott tölvufræðinga hafa ráðist inn í óðal bókasafnsfræðinga. Rök hans voru þau að með tölvum, sem væru á yfirráðasvæði tölvufræðinga fyndist þekking og upplýsingar skjótar en þegar leitað væri með öðrum hætti og þess vegna væru yfirráð óðals þekkingar­ og upplýsingamiðlunar þeirra ﴾Abbott, 1988, s. 217­226; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Í samræmi við kenningu Abbotts sköpuðust nýjar gerðir starfa bókasafnsfræðinga með tilkomu rafrænnar miðlunar. Sem fyrr getur voru dæmi um það sérfræðing­ ar í leitum í rafrænum gagnasöfnum sem tilheyra kjarnasviði upplýsingaþjónustu og var afar mikilvægt sérsvið fyrir bókasafnsfræðinga í lok 20. aldar, en hafði í upphafi þeirrar 21. nánast lagst af ﴾Carson, 2002, 2004﴿. Önnur ný störf í óðalinu voru kerfisbókasafnsfræðingar og gagnasafnsstjórar ﴾database managers﴿. Tvær rannsóknir sem mikilvægar eru fyrir þær sem hér eru til umfjöllunar voru gerðar vestan hafs á stöð­ ugleika og breytingum á störfum í bókasöfnum ﴾Carson, 2002, 2004; Watson­Boone, 1998﴿. Segja má að þær taki við þar sem greiningu Abbotts lýkur. Helstu niður­ stöður þeirrar fyrri ﴾Watson­Boone, 1998﴿, sem gerð var í háskólabókasafni í BNA, voru að þrátt fyrir breytingar á þeim þremur þáttum sem hún skilgreinir sem kjarna bókasafns­ og upplýsingafræðinnar ﴾nefnilega uppbygg­ ingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og upplýs­ ingaþjónustu﴿ væri eðli starfa bókasafnsfræðinga ennþá óbreytt. Það væri að tengja saman upplýsingar og not­ endur ﴾Watson­Boone, 1998, s. 119­121﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson í rannsóknabókasöfnum í Kanada nokkru síðar, bentu hins vegar til þess að með tilkomu upplýsingatækni væri fagmennskan að hverfa úr störf­ um bókasafnsfræðinga ﴾Carson, 2004, s. 55﴿. Það gerð­ ist við aukna aðkomu einkafyrirtækja að upplýsingaþjónustu milliliðalaust við annað fagfólk en bókasafns­ og upplýsingafræðinga. Það taldi hún að hefði haft áhrif á eðli starfa í bókasöfnum. Fyrirtækin hefðu náð að taka yfir og einoka störf við efnisval og uppbyggingu safnkosts ásamt vinnu við skráningu, flokkun og lyklun, sem Watson­Boone skilgreindi sem tvö af kjarnasviðum bókasafns­ og upplýsingafræðinnar. Sem dæmi nefnir hún þjónustu Institute for Scientific In- formation ﴾ISI﴿ og Reed Elsevier. Þessi fyrirtæki sam­ þættu rafræna útgáfu, gagnasafnskerfi, alhliða bókasafnskerfi og sérhæfða upplýsingaþjónustu. Við það missti stétt bókasafnsfræðinga tökin á uppbyggingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og einnig sér­ hæfðri upplýsingaþjónustu sem Watson­Boone skil­ greindi sem þriðja kjarnasvið bókasafnsfræðinnar ﴾Watson­Boone, 1998﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson ﴾2002; 2004﴿ bentu

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.