Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 70

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 70
Bókasafnið 38. árg. 2014 70 verður það orð notað hér. Í metsölubókinni Big Data: A Revolution That Will Transform HowWe Live, Work, and Think sem fjallar um gagnagnótt, og ég get mælt heilshugar með, fjalla höf­ undarnir um margvísleg dæmi sem varpa ljósi á þessa merkilegu þróun ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013﴿. Þeir benda á að gagnagnótt er ekki í eðli sínu bundin við tölvutækni. Löngu fyrir tíma tölvunnar hafi miklu magni gagna verið safnað saman og úr þeim unnar verðmætar upplýsingar á handrituðu og prentuðu sniði. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um úrvinnslu gagnagnóttar. Í starfi sínu hjá bandaríska sjóhernum safnaði haffræðingurinn og kortagerðarmaðurinn Matthew Fontaine Maury ﴾1806­1873﴿ miklu magni gagna um haf­ strauma og vindafar um miðbik 19. aldar. Þetta voru gögn sem skipstjórar höfðu fært til bókar á ferðum sínum um heimshöfin en lágu ónýtt í dagbókum þeirra. Með því að safna þeim saman og greina þessi gögn gat Maury meðal annars fundið betri siglingaleiðir en áður þekktust. Hin nýju kort Maurys breiddust hratt út um allan heim og urðu til að stórbæta samgöngur á sjó. Fyrir vikið var Maury sleginn til riddara í fleiri en einu evrópsku konungsríki ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013, bls. 73­77﴿. Meðal annars veitti Friðrik 7. Danakonungur honum Dannebrogsorðuna árið 1856. Amazon Á vaxtarárum Amazon netheildsalans undir lok síð­ ustu aldar hélt fyrirtækið úti bókmenntagagnrýni.1 Hugs­ unin var að þetta væri góð leið fyrir notendur Amazon til að lesa umfjallanir um bækur og fá þá til að íhuga frekari bókakaup. Árið 1998 sótti forritarinn Greg Linden og deild hans hjá Amazon um einkaleyfi á aðferð sem fékk heitið samvinnusía ﴾e. collaborative filter﴿ og byggðist á samsafni gagna um verslunarsögu fyrri viðskiptavina. Upplýsingarnar voru notaðar til að spá fyrir um vörur sem líklegir viðskiptavinir gætu haft áhuga á að kaupa. Fljótlega kom í ljós að þetta kerfi jók mjög sölu bóka og í kjölfarið var því ákveðið að leggja niður bókmennta­ gagnrýnina.2 Niðurstöður úr samvinnusíuaðferðinni veittu mun markvissari vísbendingar um áhugasvið líklegra viðskiptavina en gagnrýni á völdum titlum af metsölubókalistanum. Í dag er talið að allt að þriðjungur af sölu Amazon sé fyrir tilstilli samvinnusíunnar ﴾Mayer­ Schönberger og Cukier, 2013, bls. 50­52﴿. CAPTCHA Um sama leyti og Linden sótti um einkaleyfið var ruslpóstur á netinu ﴾e. spam﴿ og önnur slík skilaboð orðin útbreidd og fyrirséð að dreifing slíks efnis yrði meiriháttar vandamál að öðru óbreyttu. Tölvunarfræðingurinn Luis von Ahn hannaði aðferð til þess að greina á milli tölvu­ forrita sem dreifa slíku efni og raunverulegra manneskja. Hann hannaði aðferð sem nefnd er CAPTCHA ﴾Completely Automated Public Turing Test to tell Computers and Humans Apart﴿.3 Þetta einfalda próf felst í því að birta brenglaða mynd af bók­ og/eða tölustöfum sem tölvur ná ekki að ljóslesa og er notandinn beðinn um að slá inn stafina á myndinni. Aðferðin virkar vel og leiða má líkum að því að henni megi þakka að talsvert minna sé um ruslpóst en ella. Luis Von Ahn var þó ekki sáttur við að milljónir manna eyddu nokkrum sekúndum á hverjum degi í að slá inn stafi sem þjónaði aðeins þessum þrönga tilgangi. Hann lagði því höfuðið í bleyti og fann upp stórsnjalla endurbót sem hann nefndi reCAPTCHA. Í stað þess að birta notandanum handahófskennda stafi og tölur voru nú valin orð úr ljóslestursverkefnum sem tölvurnar gátu ekki ljóslesið. Vitað er hvað annað orðið stendur fyrir ﴾til staðfestingar á að manneskja sé að fylla út﴿ en hitt er orð Mynd 1. Kort Maury sem sýnir hafstrauma á heimshöfunum og var gefið út um miðja 19. öld. 1 James Marcus sem var yfir ritstjórn bókmenntagagnrýni gaf út bókina Amazonia árið 2005 um reynslu sína. 2 Hér er aðeins átt við bókmenntagagnrýni samda af starfsmönnum Amazon. Notendur geta auðvitað skrifað gagnrýni um bækur á vef Amazon. 3 Turing­próf eru aðferðir til þess að greina á milli manna og tölva kenndar við stærðfræðinginn Alan Turing ﴾1912­1954﴿ sem fyrstur setti hugmyndina um slík próf fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.