Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  89. tölublað  103. árgangur  BRÚÐKAUP ÍMYNDAÐAR PERSÓNUR SEM ÞUSAST ÚT Í LÍFIÐ FJÖLBREYTT EFNI UMSTÓRA DAGINN Í 48 SÍÐNA BLAÐAUKA ÓSÓMALJÓÐ ÞORVALDAR FRUMFLUTT 38 Staðan er „grafalvarleg“  Flóafélögin ákváðu á fundi samninganefndar að vísa kjaraviðræðum til ríkis- sáttasemjara  Formaður Eflingar segir enga lausn vera í sjónmáli í deilunni það því á borði hans að boða til næsta fundar. „Það er engin lausn í sjónmáli í þeim deilum sem nú eru uppi,“ segir Sigurður og bætir við að verði sáttaumleitanir í húsa- kynnum ríkissáttasemjara án ár- angurs séu „verulegar líkur“ á verkföllum. Blaut tuska framan í launafólk Í ályktun stjórnar Eflingar segir um ákvörðun stjórnar HB Granda, sem tekin var á síðasta aðalfundi, að hækka stjórnarlaun fyrirtækis- ins um 33% að hún komi sem „blaut tuska“ framan í starfsmenn fyrir- tækisins og launafólk. „Að stjórn- endur í fyrirtækjum skenki sér ótrúlegar launabreytingar á sama tíma og þeir gera kröfu á almenn- ing um að semja á hógværum nót- um fer ekki saman,“ segir Sigurður. Í Flóanum eru Verkalýðsfélagið Hlíf, VSFK og Efling. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir hækkun áðurnefndra stjórnarlauna hafa hleypt illu blóði í hans fólk. „Maður heyrir það á félagsmönnum að þegar þeir horfa fram á mis- skiptinguna sem er orðin í landinu þá sé ekkert annað í boði [en verk- föll],“ segir hann. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir merki um aukna stéttaskiptingu á Íslandi. MKjaramálin »2, 4 og 12 Baldur Arnarson Kristján H. Johannessen „Þetta var mjög fjölmennur fundur. Á honum var farið yfir þá grafalvar- legu stöðu sem nú er komin upp og það samþykkt að vísa málinu til rík- issáttasemjara,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og vísar í máli sínu til fundar samn- inganefndar Flóabandalagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Alls eiga þar sæti 120 manns og mættu um 100 þeirra á fundinn sem var rúm- lega klukkustundar langur. Verður kjaraviðræðum Flóans og Samtaka atvinnulífsins vísað til sáttasemjara strax í dag og verður Um 3.000 í verkfalli » Á mánudag bætast við fé- lagsmenn BHM hjá Fjársýslu ríkisins og Matvælastofnun sem fara í verkfall. » Alls hafa þá ríflega 3.000 fé- lagsmenn BHM fellt niður störf sín á undanförnum vikum. » Páll Halldórsson, formaður BHM, segir ríkið ekki gera neina tilraun til að nálgast kröfur bandalagsins og að lítið hafi gerst undanfarið. Morgunblaðið/Ómar Einhugur Sigurður Bessason, formaður Eflingar, átti í gærkvöldi fund með samninganefnd Flóabandalagsins en mikil samstaða var á fundinum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Björgólfur Jó- hannsson, formaður SA, gagnrýndu báðir þær launahækkanir sem sam- þykktar hafa verið á vettvangi fyrirtækja að undanförnu, í ræðum sem þeir fluttu á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Björgólfur sagði ekkert svigrúm til þess að hækka launakjör stjórn- enda og stjórna á þessum tíma- punkti og að þeir hópar þyrftu að sýna ábyrgð eins og aðrir. For- sætisráðherra sagði að tugprósenta hækkun stjórnarlauna væri „kol- röng og óábyrg skilaboð inn í sam- félagið á þessum tíma“. »18 Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnulíf Björgólfur Jóhannsson var endurkjörinn formaður SA í gær. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Ég tala bara fyrir mig, en mig hefur lengi langað að komast aftur í virkjanaframkvæmdir,“ seg- ir Guðmundur Þórðarson verk- efnastjóri, sem mun stjórna bygg- ingu Þeistareykjavirkjunar fyrir LNS Sögu sem Landsvirkjun fól að byggja stöðvarhús og leggja gufu- veitu virkjunarinnar. LNS er íslenskt verktakafyrir- tæki sem aðeins hefur starfað í tæp tvö ár. Það hefur aðallega sinnt stórverkefnum í Noregi sem undir- verktaki móðurfélagsins, Leonhard Nilsen & Sønner AS. Það vinnur nú að tveimur nokkuð stórum verk- efnum hér á landi en með byggingu Þeistareykjavirkjunar er það kom- ið í hóp allra stærstu verktakafyrir- tækja á Íslandi. Hafist verður handa við fram- kvæmdir á Þeistareykjum í næsta mánuði og byrjað að steypa í júní. Á vegum fyrirtækisins verða um 100 manns við þetta verkefni þegar mest verður. Nýta verður tímann vel því húsið þarf að vera tilbúið haustið 2016 og gufuveitan lögð. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að vinna að framkvæmdum að vetrinum á Þeistareykjum þannig að nýta verður þessi tvö sumur vel. helgi@mbl.is »14 Ljósmynd/LNS Saga Framkvæmdir Fyrsta verkefni LNS Sögu á Íslandi var gufulögn að virkj- unum Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Unnið hefur verið að því í vetur. Nýr verktaki í hóp þeirra stærstu  LNS Saga þarf að nýta tímann vel við gerð Þeistareykjavirkjunar í sumar „Ég virði ákvörð- un Rannveigar, hún ræður þessu alveg sjálf. Þetta hefur engin áhrif á okkar sam- vinnu,“ segir Kristján Lofts- son, stjórnar- formaður HB Granda, um þá ákvörðun Rannveigar Rist, stjórn- armanns í HB Granda, að þiggja ekki 33% hækkun fyrirtækisins á stjórnarmenn. Rannveig segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir hækkun- ina sé þóknun stjórnarmanna hjá HB Granda lág. „Eftir á að hyggja er hækkunin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjaramála á Íslandi.“ Spurður segist Kristján ekki ætla að fara að dæmi Rannveigar. Virðir ákvörðun Rannveigar Rist Kristján Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.