Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Tónlistarflutning annast: ◊ Kristján Jóhannsson ◊ Grímur Sigurðsson ◊ Ragnheiður Sara Grímsdóttir ◊ Magnús Ingólfsson ◊ Ingólfur Magnússon ◊ Helga Maggý Magnúsdóttir ◊ Matthías Stefánsson ◊ Jónas Þórir SUNNUDAGINN 19. APRÍL KL. 14:00 Prédikun flytur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir Akureyringar lesa bænir og lestra Prestur sr. Pálmi Matthíasson Lindu konfekt, Kristjánspungar, Bragakaffi og Mix eftir messu. Eflum gömul og góð kynni og látum þetta marka upphaf fleiri samverustunda okkar Akureyringa. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Undanförum er ætlað að leggja í erfiðustu aðstæðurnar,“ segir ÁgústIngi Kjartansson björgunar- sveitarmaður. Hópur félaga úr svo- nefndum undanfarahópum björgun- arsveita æfði straumvatnsbjörgun í Ölfusá við Selfoss á miðvikudags- kvöld. Mannskapur kom bæði úr Ár- nessýslu og af höfuðborgarsvæðinu, en á báðum stöðum eru undanfarar sem hafa með sér samstarf við æf- ingar sem eru mjög krefjandi. Um 20 manns tóku þátt í æfing- unni, þar sem fólk í flotbúningum gekk frá grynningum við árbakkann út í elginn og lét sig þar berast niður straumþunga Ölfusá. Kastað var út línu og fólk dregið að landi, en einnig fengu menn á gúmmíbátum þjálfun í því að draga fólki um borð. Ágúst Ingi segir félaga í Björg- unarfélagi Árborgar oft hafa æft á og við Ölfusá, enda komi oft upp verkefni við leit og björgun í ánni. Þá hafi reynsla þessi komið sér vel í fyrra við leit að tveimur konum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Mætast með styrkleika „Styrkur undanfara hér eystra, sem félagar úr þremur björgunar- sveitum mynda, er til dæmis straumsvatns- og fjallabjörgun. Í æfingum mætast menn svo á miðri leið, hver með styrkleika á sínu sviði,“ segir Ágúst Ingi sem hefur lengi starfað í björgunarsveitum og er gjarnan í hlutverki leiðtogans. Vaðið Björgunarsveitarmenn stóðu á grynningum undir eystri stöpli brúarinnar og óðu þaðan út í strauminn.  Fara í erfiðustu aðstæðurnar  20 menn í vatnsmestu á landsins  Sveitir sameinast í krefjandi æfingaverkefnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðtogi Verkefni tengd Ölfusá eru algeng, segir Ágúst Ingi Kjartansson. Sigling Farið á slöngubát björgunarsveitarmanna beint upp í strauminn. Undanfarar í Ölfusá Benedikt Bóas Guðni Einarsson „Í eldfjallafræðinni vekur Holu- hraun mesta athygli hér,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, en hann er staddur í Vínarborg þar sem hann situr ráðstefnu Evrópska jarðvís- indasambandsins (EGU). Ráðstefnuna sækja um 12 þúsund jarðvísindamenn hvaðanæva úr heiminum. Þar hefur m.a. verið fjallað um eldgosið í Holuhrauni og hræring- arnar í Bárðarbungu. Fréttavefur BBC birti frétt um gasmengunina frá Holuhrauni og ræddi við Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, hjá Veðurstofu Íslands. Hún greindi m.a. frá auknum kvörtunum um önd- unarfærasjúkdóma og meiri sölu lyfja sem rakin voru til áhrifa meng- unarinnar frá gosinu. Lítill atburður á Íslandi gæti haft áhrif í Bretlandi Auk 1,5 rúmkílómetra af hrauni losaði eldgosið í Holuhrauni um 11 milljónir tonna af brennisteinsdíox- íði út í andrúmsloftið, rúmlega 6,5 milljónir tonna af koldíoxíði og um 110 þúsund tonn af vetnisklóríði. Til samanburðar kom upp tífalt meira af hrauni úr Lakagígum í Móðuharð- indunum 1783-84, um 15 rúmkíló- metrar, og líklega um 110 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði. BBC rifjar upp áhrif eldgossins í Lakagígum í Englandi en kirkju- annálar þar greina frá mörgum dauðsföllum sem síðar hafa verið rakin til öndunarfærasjúkdóma, harðs veturs í kjölfarið og hallæris. Þá segir BBC að Bretar hafi sýnt eldgosinu í Holuhrauni sérstakan áhuga. Eldgos af stærðargráðu Lakagossins sé á skrá yfir ógnir sem geti valdið verulegri röskun í Bret- landi. Bæði Breska veðurstofan og vísindamenn við háskóla mældu styrk brennisteinsdíoxíðs frá Holu- hrauni þegar mengunin barst suður yfir Atlantshaf. Claire Witham frá Bresku veðurstofunni sagði ljóst að jafnvel lítill atburður á Íslandi gæti haft áhrif í Bretlandi. Eldgos á lista yfir ógnir í Bretlandi  Holuhraun og sigið í Bárðarbungu mikið rætt á vísindaráðstefnu í Vín Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Holuhraun Sérstakur blaðamanna- fundur var haldinn um Holuhraun. „Ætli sé ekki búið að halda um 50-60 erindi um jarð- hræringarnar í Holuhrauni og Bárðarbungu á þessari ráðstefnu,“ segir Magnús Tumi en sérstakur blaða- mannafundur var haldinn af hálfu ráðstefnunnar um Holuhraun. Í gær var haldið erindi um öskjusigið í Bárðarbungu og skjálftavirknina. „Þarna voru fjölmargar niðurstöður kynntar um stærðir gossins, um sigið og jarðskjálftana. Menn voru einnig að huga að tæknilegu hliðinni – hvernig þetta gerðist allt saman. Sigið í Bárðarbungu er stærsta öskjusig í nokkra ára- tugi. Öskjusig verða ekki mjög oft í heiminum. Ef við bökkum aftur í tíma þá hafa orðið fimm eða sex á síðustu 100 árum í heiminum. Það þarf að fara aftur til ársins 1968 til að finna atburð sem er líkastur í Bárðarbungu og það var á Galapagos-eyjum. Sigið í Bárðarbungu var hinsvegar vel mælt þar sem FutureWalk-verk- efnið skipaði stóran sess, því án þess hefði ekki verið hægt að setja upp mælitæki og skilja þessa atburðarás – það kom bersýnilega í ljós á þess- ari ráðstefnu.“ Stærsta öskjusig í áratugi HOLUHRAUN OG BÁRÐARBUNGA Á RÁÐSTEFNUNNI Í VÍN Magnús Tumi Guðmundsson Samkvæmt nýrri gjaldskrá Arion banka, sem birt er á vef bankans, eru nú teknar 480 krónur í þjónustu- gjald þegar einstaklingur, sem ekki er í viðskiptum við bankann, mætir í útibú bankans og tekur út eða legg- ur inn fé á reikning í öðrum banka. Til samanburðar má geta þess að Landsbankinn tekur 100 krónur fyr- ir slíka þjónustu en Íslandsbanki 125 krónur, miðað við gjaldskrár, sem birtar eru á vefsíðum bankanna. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka, segir að um nýtt gjald sé að ræða en áður hafi verið tekið sama gjald hvort sem um var að ræða viðskiptavini bankans eður ei, þ.e. 120 krónur. Talningargjald Ný gjaldskrá bankans tók gildi 1. mars. Þar er m.a. áfram gert ráð fyrir að aðrir en viðskiptavinir bank- ans greiði ýmist 990 eða 1990 króna gjald vegna notkunar talning- arvélar. Það gjald var gagnrýnt sl. haust eftir að Morgunblaðið sagði frá því að kona setti 1.062 krónur í talningarvél í útibúi bankans og sat eftir með 72 krónur þar sem bankinn tók 990 krónur í þjónustugjald. Í kjölfarið felldi bankinn þetta gjald tímabundið niður og vísaði til þess, að gjaldskráin væri í endurskoðun. Til samanburðar má geta þess að Landsbankinn tekur þrjú prósent fjárhæðar fyrir slíka þjónustu en í gjaldskrá Íslandsbanka er ekki til- greind fjárhæð vegna notkunar taln- ingarvélar. Um þetta segir Haraldur að gjald- tökunni sé háttað þannig að ein- staklingar, sem nýti sér talingarvél bankans, greiði ekki gjald fyrir notkun, hvort sem um ræðir við- skiptavini bankans eða ekki. Hins vegar greiði einstaklingar, sem ekki séu viðskiptavinir, framangreint þjónustugjald ef þeir láti gjaldkera sjá um talningu. brynjadogg@mbl.is Nýtt þjónustugjald Arion Morgunblaðið/Kristinn Arion banki Hærri þjónustugjöld snúa ekki að viðskiptavinum.  480 krónur fyr- ir að leggja inn í öðrum bönkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.