Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | Opið: mán.-fös. kl. 12-18, lau. 12-16 og sun. 13-16 | www.signature.is Glæsileg ný lína af exo borðstofuhúsgögnum á frábæru verði! Útiarinn stál 180 sm Tilboð kr. 49.500 Skúffuskenkur 140x40x72H sm Til í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Tilboðsverð kr. 71.825 Borðstofuborð stækkanlegt 160/200x90 sm. Til í hvítu háglans, svörtu og eik. Tilboðsverð kr. 67.915 Hér sýnt með stól nr. S110 Staflanlegur stóll með hvítu eða svörtu textíl-leðri. Tilboðsverð kr. 10.965 Borðstofuborð, stækkanlegt 180/240/300x90 sm. Til í svörtu og háglans hvítu. Tilboðsverð kr. 135.915 TV skápur 160x40x50H sm Til í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Tilboðsverð kr. 67.830 Vandaður og þægilegur stóll með svörtu textíl-leðri. Tilboðsverð kr. 15.215 Glæsilegur stóll með hvítu háglans baki og svörtu textíl-leðri. Tilboðsverð kr. 29.665 Stílhreinn og þægi- legur stóll með háu baki og svörtu textíl-leðri. Tilboðsverð kr. 15.215 Styrmir Gunnarsson telur að þaðmyndi gagnast leiðtogum ESB að rifja upp Versalasamninginn:    Það andar köldutil Grikkja um þessar mundir í Evr- ópu og engar vís- bendingar um að önnur aðildarríki ESB ætli að koma til móts við þá.    Hins vegar munVaroufakis, fjármálaráðherra þeirra, hitta Obama í Washington í dag og varnarmálaráðherra Grikklands hefur verið í Moskvu að semja um endurnýj- un á eldflaugabúnaði.    Kannski væri hyggilegt fyrir for-ráðamenn ESB og reyndar Þýzkalands líka að rifja upp Ver- salasamninginn, þar sem Þjóðverjar voru niðurlægðir með skipulegum hætti – með alkunnum afleiðingum.    Niðurlæging Grikkja nú gætihaft afleiðingar síðar, þótt engum detti í hug að þeir fari af stað með hernað gagnvart öðrum.    En Grikkland er, legu landsinsvegna, í pólitískri lykilstöðu og gæti af þeim sökum gert öðrum Evr- ópuríkjum lífið leitt ef svo bæri und- ir.    Þess vegna fær fjármálaráðherraGrikkja viðtal við forseta Bandaríkjanna.“    Þetta er góð ábending, rétt einsog hin kunna staðreynd, að köttur sem er króaður af úti í horni, breytist í tígrisdýr. Yanis Varoufakis Kíkið í speglasal Versala STAKSTEINAR Barack Obama Veður víða um heim 16.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 10 heiðskírt Glasgow 12 upplýsingar bárust ek London 13 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 10 léttskýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 25 skýjað Moskva 3 skúrir Algarve 18 léttskýjað Madríd 16 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 17 heiðskírt Winnipeg 10 léttskýjað Montreal 11 léttskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:49 21:06 ÍSAFJÖRÐUR 5:45 21:21 SIGLUFJÖRÐUR 5:27 21:04 DJÚPIVOGUR 5:17 20:38 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gerum okkur vonir um að rétt húsnæði finnist. Það gerir okkur kleift að varðveita allan safnkost og þjóðminjar í vörslu Þjóðminjasafns, þar á meðal jarðfundna gripi úr forn- leifarannsóknum sem skilað er til okkar, og tryggja að þeir séu að- gengilegir til rannsókna,“ segir Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur en Þjóðminjasafnið hefur auglýst eftir fullbúnum öryggisgeymslum fyrir varðveislu- og rannsóknarsetur þjóðminja. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu fullbúið til notkunar með öryggis- og tæknikerfum, inn- réttingum og hillukerfum. Ætlunin er að taka það á langtímaleigu til 20 ára með möguleikum á framleng- ingu. Margrét segir að þörf hafi verið á því í áratugi að bæta varðveislu muna Þjóðminjasafnsins. Mikilvægt skref hafi verið tekið um aldamót þegar viðkvæmustu mununum var komið fyrir í öryggisgeymslum í Kópavogi. Hins vegar séu enn munir safnsins í bráðabirgðageymslum á ýmsum stöðum í Kópavogi, Reykja- vík og á Seltjarnarnesi og sumar geymslurnar þurfi að rýma innan tíðar. 4.500 fermetra hús Áætluð húsrýmisþörf er 4.500 fer- metrar með mikilli lofthæð og er þetta meira pláss en í núverandi ör- yggisgeymslum í Kópavogi. Húsnæðið verður hólfað niður því mismunandi gerðir muna þurfa að varðveitast við rétt skilyrði. Auk geymsluhúsnæðis er gert ráð fyrir skrifstofum, verkstæði og annarri vinnuaðstöðu. Margrét segir að þarna verði unnið að skráningu og forvörslu muna og rannsóknum. Engin tímamörk hafa verið sett á það hvenær húsnæðið þarf að vera tilbúið. „Við erum búin að vera í þétt- um undirbúningi í tvö ár. Nú er þetta ferli að fara af stað. Mikilvægast er að rétta húsnæðið finnist,“ segir Margrét. Leitað að rétta húsnæðinu  Þjóðminjasafnið auglýsir eftir öryggisgeymslum fyrir varðveislu- og rann- sóknasetur  Ætlunin að taka á leigu fullbúið húsnæði til langs tíma Morgunblaðið/Ómar Börn í heimsókn Til þess að geta sýnt gestum muni í Þjóðminjasafninu þarf að hafa öruggar geymslur og góða rannsóknaraðstöðu. Á það hefur skort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.