Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook galla- buxur 10.900 kr. 36-46/48 Str: Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Selena undirfataverslun Frábært úrval af sundfötum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Að skrifa spennandi bók um grúsk í biblíuhandritum er ekki öllum gefið. Norski guðfræðingurinn og biblíuþýðandinn Hans Johan Sagr- usten kemst nærri því í bók sinni Det store Puslespillet (Stóra púsluspilið) sem kom út í fyrra. Hún hefur verið prentuð þrisvar og vakið athygli. Í umsögn norska spennusagna- höfundarins Tom Egeland á kápu bókarinnar segir að hún sé „vel- skrifuð, hrífandi og afskaplega spennandi – hreinræktaður vís- indatryllir fyrir alla sem eru hrifn- ir af Biblíunni, guðfræði og dular- fullum handritum.“ Sagrusten er staddur hér á landi. Hann hélt er- indi á Prestastefnu 2015 í fyrradag og mun tala á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar á morgun. „Ég vann að þýðingu Nýja testa- mentisins fyrir norsku Biblíuna sem kom út 2011. Kosturinn við að starfa við biblíuþýðingar er að maður lærir svo margt. Maður not- ar grískuna daglega og reynir að þýða nærri 2.000 ára gamla texta á norsku nútímans. Það er bæði spennandi og lærdómsríkt,“ sagði Sagrusten. „Bókin mín fjallar um hve gaml- ir biblíutextar hafa fundist og hvort frumkristnin hafi lesið sömu bækur og við. Ég dreg fram gömlu handritin sem vitnisburð um að fyrstu kynslóðir kristinna lásu sömu bækur og við,“ sagði Sagr- usten. „Þeim hlýtur að hafa þótt vænt um þessar bækur og þær breiðst mjög hratt út allt í kring- um Miðjarðarhafið.“ Sagrusten sagði að tímabil mik- illa handritafunda hafi byrjað á 19. öld. Þá fóru vestrænir menn að leita skipulega að gömlum biblíu- handritum. Þeir heimsóttu gömul klaustur og staði þar sem unnið var að fornleifauppgreftri í Mið- Austurlöndum . Einnig heimsóttu þeir bændur í Nílardalnum í Egyptalandi og könnuðu hvað þeir höfðu fundið við að róta í þurri jörðinni. Sagrusten sagði að árið 2012 hefði verið búið að finna 5.874 handrit á grísku að ritum Nýja testamentisins. Síðan hefðu örugg- lega bæst við um 50 nýfundin handrit. Þessi tala hækki stöðugt. Villa í Da Vinci-lyklinum Margt nútímafólk hefur vitn- eskju sína um forn biblíuhandrit úr bókum eins og Da Vinci-lyklinum eftir Dan Brown. „Það er mjög góð spennusaga en slæm sagnfræði,“ sagði Sagrusten. Hann sagði að margir Norðmenn, og líklega einn- ig Íslendingar, tryðu því að ákveð- ið hefði verið á kirkjuþinginu í Ní- keu 325 e.Kr., að undirlagi Rómar- keisara, að skipta út fjórum eldri guðspjöllum Nýja testamentisins fyrir önnur fjögur sem keisaranum líkaði betur og hefðu upphafið guð- dóm Jesú. Þetta hefði verið liður í áætlun hans um kristið Rómaveldi. „Það hefði ekki verið hægt að af- sanna þetta fyrir 120 árum,“ sagði Sagrusten. „Þá höfðu ekki fundist nein handrit að Nýja testamentinu sem voru eldri en kirkjuþingið í Níkeu. Það var hægt að halda fram næstum hverju sem var um hvern- ig Nýja testamentið hefði litið út fyrir árið 325 e.Kr. En nú eigum við 67 handrit að ritum Nýja testa- mentisins frá því fyrir árið 300. Handrit sem er 30 arkir, 60 síður, fannst í kringum árið 1930 í Egyptalandi. Þar eru síður úr guð- spjöllum Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar og einnig úr Postulasögunni. Þetta handrit er tímasett í kringum árið 250 e.Kr. Þar er því hægt að fletta upp í Nýja testamentinu frá því fyrir kirkjuþingið í Níkeu og það inni- heldur sömu guðspjöll og eru enn í dag.“ Sagrusten sagði að þetta handrit og önnur sýni að fullyrð- ingar um að breytingar hafi verið gerðar á Nýja testamentinu á kirkjuþinginu í Níkeu eigi ekki við rök að styðjast. Spennusaga biblíuhandritanna  Fundist hafa um sex þúsund handrit á grísku að ritum Nýja testamentisins  Mjög mörg handrit- anna hafa fundist frá því á 19. öld  Það var ekki skipt um guðspjöll á kirkjuþinginu í Níkeu Morgunblaðið/RAX Biblíuþýðandi Norski guðfræðingurinn Hans Johan Sagrusten skrifaði spennandi bók um leitina að gömlum handritum Nýja testamentisins. Flest handrit Nýja testamentis- ins eru frá miðöldum en til eru 67 handrit frá 1. og 2. öld. Diocletianus Rómarkeisari ofsótti kristna á árunum 303- 313 e.Kr.. Hann lét safna bókum kristinna um allt Rómaveldi og brenna þær. „Það að enn skuli finnast bækur kristinna frá því fyrir þessar ofsóknir er í sjálfu sér kraftaverk,“ sagði Sagrusten. Sum elstu handritin fundust niðurgrafin í innsigluðum leir- krúsum. Það að egypskir bænd- ur skyldu finna krúsirnar á ný- liðnum öldum sýnir að þeir sem grófu þær komu aldrei til að sækja þær. Töpuðu þeir lífinu í ofsóknunum? Sluppu við bókabrennur OFSÓKNIR Í RÓMAVELDI Papyrus 45 frá því um 250 e.Kr. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.